Fréttir

Jói Bjarna snýr aftur í þjálfun hjá KA

Jóhannes Gunnar Bjarnason snýr aftur í þjálfun í vetur og verður í kringum 6. flokk karla ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni. Jói Bjarna er líklega sigursælasti yngriflokkaþjálfari landsins og hann handsalaði samninginn í dag með Heimi Erni Árnasyni, formanni unglingaráðs KA, en saman unnu þeir 5 Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum

Glæsisigur KA á Stjörnunni (myndaveislur)

KA gerði sér lítið fyrir og vann frábæran 4-2 sigur á Stjörnunni á Greifavellinum í gær. Aðstæður á vellinum voru mjög erfiðar en KA liðið sýndi magnaðan karakter og sótti öruggan sigur að lokum sem hefði hæglega getað orðið stærri

Skemmtilegt samstarf við Hawks FC í Gambíu.

Ungir leikmenn mættir til Akureyrar.

KA og Þór skrifa undir samstarfssamning í kvennahandboltanum.

Skráning í fimleika fyrir iðkendur fædda 2014 og fyrr

Donni aðstoðar KA út sumarið

Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og flestir þekkja hann sem mun aðstoða Óla Stefán Flóventsson við stjórnun KA liðsins út sumarið. Sveinn Þór Steingrímsson hefur látið af starfi sínu sem aðstoðarþjálfari KA liðsins og hefur tekið við liði Magna sem leikur í Inkasso deildinni

Æfingar í handboltanum hefjast 6. ágúst

Handboltavertíðin er að hefjast á ný og munu yngri flokkar hjá KA og KA/Þór byrja að æfa þriðjudaginn 6. ágúst næstkomandi að undanskildum 7. og 8. flokk. Hér fyrir neðan má sjá æfingarnar fram að skólabyrjun en þá birtum við endanlega vetrartöflu auk þess sem að æfingar hjá 7. og 8. flokk munu hefjast

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Fimleikafélagið hefur ráðið til starfa Ólöfu Línberg Kristjánsdóttir á skrifstofu félagsins. Ólöf mun einnig koma inn í þjálfun. Ólöf er uppalin hjá Fimleikafélaginu og æfði fimleika til fjölda ára og þjálfaði einnig hjá okkur nokkur ár áður en hún fór suður í nám í íþróttafræði. Ólöf úskrifaðist með B.Sc í Íþróttafræði frá HR 2015 og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra fimleikadeildar Gróttu á Seltjarnarnesi. Það er mikill fengur fyrir okkur að hafa fengið Ólöfu norður sem mun hefja störf 1. ágúst.

KA Podcastið: Ívar Örn og Donni

KA Podcastið heldur áfram göngu sinni og að þessu sinni fær hann Hjalti Hreinsson þá Ívar Örn Árnason og Halldór Jón Sigurðsson (Donna) í skemmtilegt spjall. Bæði KA og Þór/KA unnu leiki sína um helgina og voru þeir félagar því eðlilega léttir og glaðir í spjallinu í Árnastofu