14.06.2019
Set-mótið fór fram um síðustu helgi á Selfossi en þar leika listir sínar strákar á yngra ári í 6. flokki. Alls sendi KA 6 lið á mótið eða samtals 36 strákar. Set-mótið er gríðarlega sterkt mót þar sem flest af öflugustu liðum landsins mæta til leiks
13.06.2019
Það er alvöru leikur á Greifavellinum á laugardaginn þegar Grindvíkingar mæta norður. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og ljóst að við þurfum öll að fjölmenna á völlinn til að tryggja þrjú mikilvæg stig. Aðeins einu stigi munar á liðunum og er þetta fyrsti leikurinn í deildinni eftir landsliðspásu
13.06.2019
Blakdeild KA verður með strandblaksæfingar í Kjarnaskógi í sumar fyrir krakkana og mun Paula del Olmo sjá um þjálfunina. Æfingarnar munu hefjast 17. júní og ljúka 30. ágúst, vikufrí verður í lok júlí. Æfingjagjöldin eru 20.000 krónur á hvern iðkanda
12.06.2019
Jóhann Einarsson og Einar Birgir Stefánsson framlengdu í dag samninga sína við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Eru þetta mikil gleðitíðindi enda eru þarna á ferð öflugir ungir leikmenn sem ætla sér stóra hluti með KA liðinu sem leikur áfram í deild þeirra bestu á komandi tímabili
12.06.2019
Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir - starfsfólk KA mun fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 1. júlí næstkomandi. Við hvetjum ykkur eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu
09.06.2019
Fimleikanámskeið sem verða í boði í júní hjá fimleikafélaginu. Um er að ræða almenn fimleikanámskeið, hópfimeikanámskeið, áhaldafimleikanámskeið og Parkour ásamt fim-leikjanámskeiðunum sem eru á morgnanna hjá okkur. Skráningar fara fram í gegnum Nora
07.06.2019
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hélt í vikunni skemmtilegan fótboltaskóla fyrir krakka í 6. og 7. flokk. Dagarnir hófust á æfingum og leikjum áður en kom að nestispásu, eftir hana tóku við hinar ýmsu keppnir og spil. Krökkunum var skipt í hópa eftir aldri og var unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann
07.06.2019
Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson voru í dag valdir í lokahóp U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt á Heimsmeistaramótinu í Makedóníu í sumar. Auk þess mun liðið taka þátt í sterku móti í Lubecke í Þýskalandi í undirbúningnum fyrir HM
04.06.2019
Knattspyrnuskólinn Coerver Coaching International Camp verður á KA-svæðinu dagana 17.-20. júní næstkomandi. Þessar frábæru knattspyrnubúðir eru fyrir alla drengi og stúlkur fædd 2005-2011. Skólinn hefur farið fram á KA-svæðinu undanfarin ár og hefur mikil ásókn verið í skólann auk þess sem iðkendur hafa verið mjög ánægðir með þjónustuna
04.06.2019
Knattspyrnusumarið er að fara á fullt og tekur æfingatafla yngri flokka gildi á morgun, miðvikudaginn 5. júní. Allir flokkar æfa alla virka daga í sumar fyrir utan 8. flokk sem æfir mánudags til fimmtudags