03.06.2019
KA sótti KR heim í 7. umferð Pepsi Max deildar í gær en leikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahlé. Deildin hefur farið gríðarlega jafnt af stað og því voru ansi mikilvæg þrjú stig í boði en KA var fyrir leikinn með 9 stig en KR 11
01.06.2019
Blaklandsliðin luku leik á Smáþjóðaleikunum í dag, stelpurnar mættu gestgjöfunum í Svartfjallalandi sem þurftu sigur til að tryggja sigur á mótinu. Stelpurnar þurftu hinsvegar sigur til að halda í vonina um silfurverðlaun á mótinu
01.06.2019
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og er hægt að sjá þar lista yfir þá meðlimi sem hafa átt stórafmæli að undanförnu.
01.06.2019
Þór/KA burstaði nágranna sína í Völsung 7-0 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gerði tvö mörk í leiknum og þær Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Iris Achterhof, Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir gerðu allar eitt mark
31.05.2019
Júdódeild KA verður með sumaræfingar í sumar rétt eins og fyrri ár. Æfingarnar hefjast 10. júní næstkomandi og verður æft í Laugagötu rétt hjá Sundlauginni. Athugið að æfingarnar eru ekki kynjaskiptar
29.05.2019
Á morgun hefst Budo-Nord CUP í Svíþjóð. Þar á Júdódeild KA fjóra fulltrúa en þátttakendur eru um 550 frá um 15 löndum.
29.05.2019
Siguróli og Hjalti fá til sín þá Óla Stefán Flóventsson og Jónatan Magnússon í KA Podcastinu þessa vikuna og ræða þeir félagar ýmsa kanta á sínu starfi hjá KA. Óli Stefán fer yfir síðustu leiki sem og framhaldið í fótboltanum og þá ræðir Jonni nýliðinn vetur hjá KA/Þór sem og komandi tíma hjá karlaliði KA í handboltanum
29.05.2019
Sumaræfingar í handboltanum hefjast þriðjudaginn 4. júní og standa til 28. júní. Æfingatímabilið er því 4 vikur og er æft í KA-Heimilinu. Skráningarfrestur á æfingarnar er 31. maí og því er um að gera að ganga sem fyrst í verkið en æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd 2003-2008
28.05.2019
Í sumar býður fimleikafélagið upp á leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2010-2012. Námskeiðin eru frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00. Krakkar fæddir 2013 geta verið með á námskeiðum í ágúst ef næg þátttaka fæst.
28.05.2019
KA sótti Víking heim á Eimskipsvöllinn í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það mátti búast við erfiðum leik enda bæði lið í efstu deild auk þess að leikjaálagið undanfarnar vikur er farið að bíta töluvert á leikmenn