Fréttir

KA Podcastið: KA stemningin er einstök

Hjalti Hreinsson fær Óla Stefán Flóventsson þjálfara KA til sín í spjall í KA Podcastinu. Þeir félagar fara vel yfir sumarið til þessa sem og stöðuna sem liðið er í nú þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. Það má með sanni segja að spjallið sé skemmtilegt en líka áhugavert og flott upphitun fyrir heimaleikinn á sunnudaginn

David Cuerva til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA fékk í dag annan öflugan spænskan liðsstyrk er David Cuerva Barroso skrifaði undir samning út árið við félagið. David er 28 ára miðjumaður sem mun veita sóknarlínu okkar aukinn kraft

Strandhandboltamót um versló!

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi laugardaginn um verslunarmannahelgina (3. ágúst). Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman

Anna Þyrí náði 5. sæti á EM með U-19

Anna Þyrí Halldórsdóttir og félagar hennar í U-19 ára landsliði Íslands gerði sér lítið fyrir og náði 5. sætinu á Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu. Stelpurnar hófu mótið vel með því að leggja Grikkland að velli 22-14 eftir að hafa leitt 13-7 í hálfleik

Myndaveislur frá hörkuleik KA og ÍA

KA og ÍA mættust í svakalegum baráttuleik á Greifavellinum í gær. Leikmenn voru fastir fyrir og létu svo sannarlega finna fyrir sér, alls fóru 9 spjöld á loft í gær, þar af 6 í fyrri hálfleik. Að lokum þurftu liðin að skipta stigunum á milli sín eftir 1-1 jafntefli

Iosu Villar til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk er Spánverjinn Iosu Villar skrifaði undir samning út árið við félagið. Iosu er 32 ára öflugur miðjumaður og mun koma með aukna vídd í leik liðsins

Kemst Þór/KA í bikarúrslitaleikinn?

Þór/KA mætir KR á Meistaravöllum á morgun, laugardag, í undanúrslitum Mjólkurbikarsins kl. 14:00. Stelpurnar hafa gert gríðarlega vel að komast alla leiðina í undanúrslitin en í síðustu umferð slógu þær út topplið Vals eftir svakalegum leik með sigurmarki á lokamínútunum

Ívar Örn snýr aftur til KA úr láni

KA hefur kallað Ívar Örn Árnason til baka úr láni frá Víking Ólafsvík þar sem hann hefur leikið í sumar. Ívar Örn er uppalinn í KA en hefur undanfarin ár leikið í bandaríska háskólaboltanum og því verið lánaður til Magna og Víkings Ólafsvík

Bílaþvottur KA og KA/Þórs 21. júlí

Meistaraflokkur karla og kvenna í handbolta munu þvo bíla sunnudaginn 21. júlí næstkomandi. Bílaþvotturinn er fjáröflunarliður fyrir æfingaferð til Danmerkur í ágúst. Bílaþvotturinn fer fram á planinu hjá SBA Norðurleið í Hjalteyrargötu og verður hægt að mæta með bílinn og sækja hann síðar um daginn

Helsingborg og KA ná samkomulagi um Daníel

Knattspyrnudeild KA hefur náð samkomulagi við Sænska liðið Helsingborgs IF um kaup á Daníel Hafsteinssyni. Daníel sem verður 20 ára seinna á árinu hefur verið í algjöru lykilhlutverki á miðjunni í KA liðinu og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar leikið 48 leiki fyrir liðið og gert í þeim 6 mörk