11.01.2019
Það verður heldur betur blakveisla í KA-Heimilinu um helgina þegar bæði verður keppt í 5. og 6. deild kvenna. Þetta er önnur túrnering vetrarins í þessum deildum en KA-Freyjur leika í 5. deildinni og hafa þær unnið einn leik af fyrstu fjórum. Við hvetjum áhugasama að sjálfsögðu til að leggja leið sína í KA-Heimilið um helgina en leikjaplön deildanna má sjá hér fyrir neðan
11.01.2019
Æfing dagsins hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna í blaki verður í Naustaskóla klukkan 18:00 en ekki í KA-Heimilinu eins og venjulega. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til þeirra er málið varðar
09.01.2019
Alexander Heiðarsson er meðal hóps landsliðsmanna í júdó sem dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Búðirnar heita Olympic Training Camp og eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu júdómenn og konur heims á meðal þátttakenda
09.01.2019
Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki luku í kvöld leik í undankeppni EM. Liðin hafa undanfarnar vikur undirbúið sig fyrir lokaleikina í undankeppninni sem spilaðir voru í vikunni. Hjá körlunum átti KA tvo fulltrúa en það voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Sigþór Helgason en hjá konunum var Gígja Guðnadóttir fulltrúi KA
09.01.2019
Við erum enn í skýjunum yfir frábærri frammistöðu KA/Þórs í 33-22 stórsigri á Selfyssingum í fyrsta leiknum í Olís deild kvenna eftir um tveggja mánaða jólafrí. Stelpurnar léku á alls oddi og sigldu inn gríðarlega mikilvægum tveimur stigum með sigrinum góða. Egill Bjarni Friðjónsson myndaði leikinn og birtum við myndaveislu hans frá leiknum hér með
09.01.2019
KA/Þór sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi er liðið vann 33-22 stórsigur á Selfossi í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur stelpnanna í tæpa tvo mánuði og var hrein unun að fylgjast með spilamennsku liðsins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan
08.01.2019
KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann 33-22 stórsigur á Selfyssingum í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir jólafrí. Leikurinn var sannkallaður fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn var lið gestanna á botni deildarinnar með 4 stig en KA/Þór með 8 stig í 5. sætinu, það var því ansi mikið í húfi í baráttunni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu
08.01.2019
Handknattleiksdeild KA hefur hafið sölu á glæsilegum treflum. Mjög takmarkað upplag er í boði og kostar trefillinn 2.500 krónur. Það er því um að gera að mæta á leik KA/Þórs í kvöld og versla trefil í leiðinni, ekki missa af tækifærinu á að eignast þessa glæsilegu flík, handboltinn er kominn heim gott fólk
08.01.2019
Baráttan hefst aftur í Olís deild kvenna í handbolta eftir um tveggja mánaða jólafrí með leik KA/Þórs og Selfoss í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:30. Það er vægast sagt mikið undir í leiknum en Selfyssingar verma botnsætið með 4 stig á sama tíma og KA/Þór er með 8 stig í 5. sætinu
07.01.2019
Ingvar Már Gíslason formaður KA flutti áhugavert og flott ávarp í gær á 91 árs afmælisfagnaði félagsins. Þar fór hann yfir viðburðarríkt ár sem nú er að baki auk þess að flytja fréttir af samningstöðu félagsins við Akureyrarbæ