19.01.2019
KA tók á móti HK í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í dag. Það var ljóst að með sigri gæti KA liðið komið sér í kjörstöðu í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn en á sama tíma var leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir lið gestanna enda mikilvægt að saxa á forskot KA liðsins á toppnum
18.01.2019
Þeir gerast vart stærri blakleikirnir sem fara fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag en þá taka bæði karla- og kvennalið KA á móti HK. Bæði lið KA eru á toppi Mizunodeildanna en HK veitir þeim ansi harða keppni og ljóst að þetta eru lykilleikir í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn
18.01.2019
Í dag hefst Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í fótbolta en alls taka þátt 22 lið frá félögum hvaðanæva af landinu. Leikið verður bæði í Boganum og á KA-velli og má sjá niðurröðun mótsins hér fyrir neðan. Allir leikir í Boganum verða sýndir beint á KA-TV
17.01.2019
Lúðvík Gunnarsson þjálfari U-15 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í dag hóp leikmanna sem tekur þátt í úrtaksæfingum 25.-27. janúar. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Björgvin Máni Bjarnason og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
17.01.2019
Hrefna Gunnhildur Torfadóttir fyrrum formaður KA var í dag sæmd heiðursviðurkenningu Íþróttabandalags Akureyrar. Óhætt er að fullyrða að Hrefna hafi síðastliðin 40 ár verið áberandi í starfinu hjá KA, hvort sem það var við að selja tópas og aðgöngumiða á leiki í Íþróttaskemmunni eða þvo búninga og selja auglýsingar á þá fyrir handknattleiksdeild þá var Hrefna mætt
17.01.2019
Íþróttamenn Akureyrar voru kjörnir í kvöld við hátíðlega athöfn í Hofi en ÍBA stendur fyrir valinu. Kjörið er kynjaskipt og átti KA að venju nokkra fulltrúa sem komu til greina. Filip Szewczyk blakkempa sem nýlega var kjörinn íþróttamaður KA varð í 2. sæti hjá körlunum og Alexander Heiðarsson júdókappi varð í 3. sætinu
16.01.2019
Það var sannkallaður nágrannaslagur í kvöld er Völsungur tók á móti KA í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar en lið Völsungs hefur verið á miklu skriði undanfarið og sat í 3. sætinu, leikurinn var því ansi mikilvægur í toppbaráttunni og ljóst að bæði lið ætluðu sér sigurinn
16.01.2019
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu og Toppmenn og Sport eru nú með flotta Diadora KA jakka til sölu á ótrúlegu verði eða 3.990 krónur. Þetta eru sömu jakkar og fylgdu með æfingagjöldum um árið og því er takmarkað magn í boði
15.01.2019
Það var ansi mikilvægur leikur hjá KA/Þór í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heim í 12. umferð Olís deildar kvenna. Um var að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik en liðin voru í 5. og 6. sæti deildarinnar og munaði einungis tveimur stigum á þeim
15.01.2019
Það stefnir í hreinan úrslitaleik á fimmtudaginn á milli Íslands og Makedóníu um sæti í næstu umferð á HM í handbolta. Af því tilefni bjóðum við ykkur að horfa á leikinn með okkur á tjaldi í KA-Heimilinu