Fréttir

Vinningshafar í happdrætti handboltans

Búið er að draga í happadrætti meistaraflokkanna í handbolta. Hægt verður að nálgast vinningana í KA-heimilinu alla næstu viku, frá og með klukkan 13:30 á mánudag til 13:30 á föstudag. Ef það hentar ekki verður auglýst önnur vinningaafhending eftir áramót

KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu

Meistaraflokkur KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir Völsung frá Húsavík í Boganum klukkan 16:15. Það er hinsvegar ekki eini leikur dagsins því KA2 mætir Þór klukkan 14:15 og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið í upphafi undirbúningstímabilsins

Knattspyrnuskóli KA í desember

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu býður uppá Knattspyrnuskóla í næstu viku í Boganum fyrir krakka fædda 2005-2012 þar sem höfuðáhersla er á einstaklingsþjálfun. Leikmenn meistaraflokks KA munu í samráði við vel menntaða þjálfara setja upp æfingar sem munu nýtast vel ofan á þær æfingar sem krakkarnir stunda venjulega yfir sumarið og veturinn

Nettó og handboltinn með nýjan styrktarsamning

Fyrir leik KA og Vals þann 26. nóvember skrifuðu Handknattleiksdeild KA og Nettó undir áframhaldandi samstarf, en Nettó er einn stærsti styrktaraðili deildarinnar. Við hjá handknattleiksdeild KA erum rosalega þakklát fyrir þann stuðning sem Nettó og aðrir samstarfs- og styrktaraðilar veita

Anna Rakel til liðs við Linköpings

Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska stórliðið Linköpings FC. Þetta er gríðarlega stórt og flott skref fyrir Önnu Rakel sem er tvítug að aldri en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 95 leiki fyrir Þór/KA sem og 4 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd

Þór/KA framlengir við 6 leikmenn

Það voru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi í gær þegar alls sex leikmenn framlengdu samninga sína við lið Þórs/KA. Þetta voru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Ágústa Kristinsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Lára Einarsdóttir og Margrét Árnadóttir

KA húfurnar tilvaldar í jólapakkann

KA húfurnar eru tilvaldar í jólapakkann í ár! Húfurnar er hægt að nálgast í gegnum Ragnar Þorgrímsson, sem selur þær til styrktar 5. fl kvenna. Húfan kostar 2500.

Andri Snær ræðir handboltann í Taktíkinni

Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Andri Snær Stefánsson fyrirliði KA í handbolta mætti nýverið í settið og fór yfir frábæran sigur KA í bæjarslagnum um helgina auk þess að fara vel yfir starfið hjá handknattleiksdeild KA

Dagur og Martha í liði fyrri umferðarinnar

Í gær var tilkynnt um úrvalslið fyrri hluta Olís deilda karla- og kvenna í handboltanum. Bæði KA og KA/Þór eiga fulltrúa í liðum sinna deilda en Dagur Gautason er besti vinstri hornamaðurinn hjá körlunum og Martha Hermannsdóttir er besta vinstri skyttan hjá konunum

Myndaveisla frá bæjarsigri KA

KA vann Akureyri öðru sinni í vetur er liðin mættust í Íþróttahöllinni um helgina. KA leiddi leikinn og var lengst af með gott forskot og vannst á endanum 25-26 sigur. Stemningin hjá gulum og glöðum áhorfendum var stórkostleg og vannst baráttan í stúkunni einnig