08.01.2019
Handknattleiksdeild KA hefur hafið sölu á glæsilegum treflum. Mjög takmarkað upplag er í boði og kostar trefillinn 2.500 krónur. Það er því um að gera að mæta á leik KA/Þórs í kvöld og versla trefil í leiðinni, ekki missa af tækifærinu á að eignast þessa glæsilegu flík, handboltinn er kominn heim gott fólk
08.01.2019
Baráttan hefst aftur í Olís deild kvenna í handbolta eftir um tveggja mánaða jólafrí með leik KA/Þórs og Selfoss í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:30. Það er vægast sagt mikið undir í leiknum en Selfyssingar verma botnsætið með 4 stig á sama tíma og KA/Þór er með 8 stig í 5. sætinu
07.01.2019
Ingvar Már Gíslason formaður KA flutti áhugavert og flott ávarp í gær á 91 árs afmælisfagnaði félagsins. Þar fór hann yfir viðburðarríkt ár sem nú er að baki auk þess að flytja fréttir af samningstöðu félagsins við Akureyrarbæ
06.01.2019
91 árs afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur
05.01.2019
Næstkomandi mánudag (7. janúar) hefjast júdóæfingar eftir jólafrí. Tímar hópanna eru þeir sömu og á haustönn nema að krílahópur (4-5 ára) verða nú á föstudögum frá 16:15 til 17:00. Sjá æfingatöflu. Nýir iðkendur hjartanlega velkomnir.
04.01.2019
Unglingaráð KA í handbolta býður upp á sérhæfðar tækniæfingar fyrir stráka og stelpur á eldra ári í 6. flokki og upp í 3. flokk. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er þriðja árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið
04.01.2019
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
02.01.2019
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 91 árs afmæli sínu sunnudaginn 6. janúar næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 14:00. Boðið verður upp á léttar veitingar auk þess sem íþróttamaður KA verður verðlaunaður sem og Böggubikarinn verður afhentur. Við bjóðum alla velkomna til að taka þátt í gleðinni með okkur og hlökkum til að sjá ykkur
26.12.2018
Í dag á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn fyrsta bolta í fyrra og náðu saman skemmtilegum hóp í ár einnig
24.12.2018
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið