20.12.2018
Handknattleiksdeild KA verður með stórskemmtilegt Pub Quiz í KA-Heimilinu fimmtudaginn 27. desember næstkomandi. Greifapizzur sem og drykkir verða til sölu á staðnum. Tveir eru saman í liði og verður spurt út í hina ýmsu hluti og ættu því allir að geta lagt eitthvað til síns liðs
20.12.2018
Það var gríðarlega mikið fjör á jólaæfingu 7. og 8. flokks í handboltanum sem fram fór í gær í KA-Heimilinu. Krakkarnir tóku vel á því á síðustu æfingunni fyrir jólafrí auk þess sem jólasveinar litu við og tóku virkan þátt í æfingunni. Að lokum sungu allir jólalög og krakkarnir fengu glaðning að honum loknum
19.12.2018
Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki hefja undirbúning sinn fyrir lokaleikina í undankeppni EM 2019 milli jóla og nýárs. KA á tvo fulltrúa í karlalandsliðinu og einn í kvennalandsliðinu en þetta eru þau Alexander Arnar Þórisson, Sigþór Helgason og Gígja Guðnadóttir
18.12.2018
Þó að handboltatímabilið sé að fara í smá jólafrí þá þýðir það ekki að allir muni taka sér frí frá þjálfun því HSÍ hefur boðað öll yngri landslið sín á æfingar hvoru megin við áramótin auk þess sem að Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram
18.12.2018
Undanfarin tvö sumur hefur KA boðið fótboltakrökkum að taka þátt í Coerver Coaching skólanum á KA-svæðinu og verður engin undantekning á því næsta sumar. Nú þegar líður að jólum þá viljum við benda á að það er frábær jólagjöf fyrir áhugasama fótboltakrakka að fá aðgang í skólann næsta sumar í jólagjöf
18.12.2018
Á morgun, miðvikudag, fer fram skemmtilegasta æfing vetrarins þegar 7. og 8. flokkur taka jólaæfinguna sína. Þetta hefur verið frábær hefð í gegnum árin að taka lauflétta æfingu fyrir jól þar sem jólasveinarnir sem komnir eru til byggða kíkja í KA-Heimilið og taka þátt í gleðinni með krökkunum
17.12.2018
Knattspyrnuskóli KA hefst á morgun, þriðjudag, en skólinn er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2005-2012. Óli Stefán Flóventsson þjálfari meistaraflokks setur upp æfingarnar sem eru einstaklingsmiðaðar og stuðla að því að bæta leikmenn í sinni eigin stöðu
16.12.2018
Það var erfitt verkefni sem beið KA í dag þegar liðið sótti stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deildinni. Haukarnir hafa verið á miklu skriði eftir stórsigur KA í leik liðanna fyrr í vetur og eru þeir í harðri toppbaráttu á sama tíma og okkar lið berst fyrir því að halda sæti sínu í deildinni
16.12.2018
KA sækir stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deild karla í handboltanum. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á Ásvelli og styðja okkar lið til sigurs. Fyrir ykkur sem ekki komist í Hafnarfjörðinn þá verður Haukar-TV með leikinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála
15.12.2018
KA lék sinn fyrsta leik á Kjarnafæðismótinu þetta árið í dag er liðið mætti liði Völsungs. Fyrirfram bjuggust margir við þurrum leik enda fyrsti æfingaleikur undirbúningstímabilsins en svo varð svo aldeilis ekki og KA liðið skoraði næstum því að vild í leiknum