Fréttir

Stjarnan - KA/Þór í kvöld!

Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór sækir Stjörnustúlkur heim í 12. umferð Olís deildar kvenna. Fyrir leikinn er KA/Þór í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en Garðbæingar eru í 6. sætinu með 8 stig. Þetta er því klár fjögurra stiga leikur og geta stelpurnar með sigri að miklu leiti sagt skilið við botnbaráttuna

Tveir sigrar um helgina hjá KA-U

Ungmennalið KA í handbolta lék sína fyrstu leiki á nýju ári þegar liðið hélt suður og lék gegn ungmennaliðum ÍR og Selfoss. Strákarnir eru í harðri toppbaráttu í 2. deildinni og ætla sér upp í Grill-66 deildina að ári og því ljóst að leikir helgarinnar væru gríðarlega mikilvægir

Sandra María til Bayer Leverkusen

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA í knattspyrnu er nú genginn til liðs við Þýska liðið Bayer Leverkusen. Þetta er frábært skref fyrir Söndru sem hefur verið algjör lykilleikmaður í liði Þórs/KA frá árinu 2011 og var hún meðal annars valin besti leikmaður Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili

5.-6. deild kvenna í KA-Heimilinu um helgina

Það verður heldur betur blakveisla í KA-Heimilinu um helgina þegar bæði verður keppt í 5. og 6. deild kvenna. Þetta er önnur túrnering vetrarins í þessum deildum en KA-Freyjur leika í 5. deildinni og hafa þær unnið einn leik af fyrstu fjórum. Við hvetjum áhugasama að sjálfsögðu til að leggja leið sína í KA-Heimilið um helgina en leikjaplön deildanna má sjá hér fyrir neðan

Æfing 3.-4. flokks færð í Naustaskóla

Æfing dagsins hjá 3. og 4. flokki karla og kvenna í blaki verður í Naustaskóla klukkan 18:00 en ekki í KA-Heimilinu eins og venjulega. Endilega komið skilaboðunum áleiðis til þeirra er málið varðar

Alexander tekur þátt í Olympic Training Camp

Alexander Heiðarsson er meðal hóps landsliðsmanna í júdó sem dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Búðirnar heita Olympic Training Camp og eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu júdómenn og konur heims á meðal þátttakenda

Blaklandsliðin luku leik í forkeppni EM í kvöld

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki luku í kvöld leik í undankeppni EM. Liðin hafa undanfarnar vikur undirbúið sig fyrir lokaleikina í undankeppninni sem spilaðir voru í vikunni. Hjá körlunum átti KA tvo fulltrúa en það voru þeir Alexander Arnar Þórisson og Sigþór Helgason en hjá konunum var Gígja Guðnadóttir fulltrúi KA

Önnur myndaveisla frá sigri KA/Þórs

Við erum enn í skýjunum yfir frábærri frammistöðu KA/Þórs í 33-22 stórsigri á Selfyssingum í fyrsta leiknum í Olís deild kvenna eftir um tveggja mánaða jólafrí. Stelpurnar léku á alls oddi og sigldu inn gríðarlega mikilvægum tveimur stigum með sigrinum góða. Egill Bjarni Friðjónsson myndaði leikinn og birtum við myndaveislu hans frá leiknum hér með

Myndaveisla frá stórsigri KA/Þórs í gær

KA/Þór sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi er liðið vann 33-22 stórsigur á Selfossi í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur stelpnanna í tæpa tvo mánuði og var hrein unun að fylgjast með spilamennsku liðsins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan

Stórsigur KA/Þórs í leiknum mikilvæga

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann 33-22 stórsigur á Selfyssingum í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir jólafrí. Leikurinn var sannkallaður fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn var lið gestanna á botni deildarinnar með 4 stig en KA/Þór með 8 stig í 5. sætinu, það var því ansi mikið í húfi í baráttunni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu