24.09.2018
Á dögunum voru valdir æfingahópar fyrir yngri landsliðin í handboltanum og á KA/Þór tvo fulltrúa í þeim hópum. Ólöf Marín Hlynsdóttir var valin í U-19 ára landsliðshópinn og Rakel Sara Elvarsdóttir var valin í U-17 ára landsliðið
24.09.2018
Strákarnir í Ungmennalið KA gerðu heldur betur góða ferð suður um helgina þar sem þeir léku fyrstu leiki sína í 2. deild karla
24.09.2018
KA vann 4-3 sigur á Grindavík í mögnuðum markaleik á Greifavellinum í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur KA í sumar og fengu áhorfendur svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson, smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúmið
23.09.2018
KA og Grindavík áttust við í 21. umferð Pepsi deildarinnar. Liðin buðu upp á sannkallaða markaveislu og voru alls skoruð sjö mörk í æsispennandi leik. Þar sem KA hafði betur 4-3.
22.09.2018
Það var krefjandi verkefni sem KA/Þór átti fyrir höndum er liðið sótti Hauka heim að Ásvöllum í Olís deild kvenna enda Haukum spáð góðu gengi í vetur og á toppnum eftir stórsigur í fyrstu umferð. Á sama tíma höfðu okkar stelpur tapað fyrsta leik gegn sterku liði Vals eftir erfiða byrjun
22.09.2018
KA sótti Framara heim í 3. umferð Olís deildar karla en fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, heimamenn í Fram voru hinsvegar með 1 stig eftir jafntefli gegn Val í fyrstu umferð. Báðum liðum var spáð botnbaráttu fyrir tímabilið og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig væru í húfi
22.09.2018
KA tekur á móti Grindavík á morgun, sunnudag í síðasta heimaleik sumarsins. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn en KA er ofar á hagstæðari markatölu
22.09.2018
Handboltinn er svo sannarlega kominn á fullt en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs eiga útileik í Olís deildunum í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leiki dagsins en fyrir ykkur sem ekki eruð fyrir sunnan þá eru jákvæðar fréttir því báðir leikir verða í beinni
22.09.2018
Þór/KA leikur lokaleik sinn í Pepsi deild kvenna í sumar er liðið sækir Stjörnuna heim í dag klukkan 14:00. Stigalega séð er lítið í húfi en fyrir leikinn er ljóst að Þór/KA endar í 2. sæti deildarinnar og Stjarnan nær 3. sætinu
20.09.2018
KA varð á dögunum Bikarmeistari Norður-Austurlands í 3. flokki kvenna eftir flottan sigur 0-1 sigur á sameiginlegu liði Austurlands. Úrslitaleikurinn fór fram á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum og var um hörkuleik að ræða þar sem bæði lið reyndu allt til að ná sigrinum