30.08.2018
Mikið er af óskilamunum í KA-Heimilinu eftir sumarið og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og skoða hvort það leynist einhver flík á svæðinu sem hefur glatast undanfarna mánuði. Föstudaginn 7. september munum við fara með þá óskilamuni sem eftir verða í húsinu til Rauða Krossins og því er um að gera að kíkja sem fyrst á óskilamunina.
29.08.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA leika fyrri leik sinn gegn stórliði Wolfsburg í Meistaradeildinni á Þórsvelli 12. september næstkomandi. Leikurinn er einn sá stærsti sem hefur farið fram hér á Akureyri og alveg ljóst að við þurfum að fjölmenna í stúkuna og sýna okkar frábæra liði þann stuðning sem það á skilið
29.08.2018
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar í flokka og námskeið yngriflokkaráðs knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar. Til að skrá barn á námskeið þá skal gera það í gegnum vefinn okkar, ka.felog.is
28.08.2018
Húsumsjón í Íþróttahúsinu hefur farið þess á leit við okkur hjá Fimleikafélaginu að banna kökuveislur á ganginum eftir æfingu eða meðan æfingu stendur.Þetta svæði er ætlað fyrir foreldra sem eru að bíða eftir börnunum sínum og ekki leyfilegt að yfirtaka svæðið sem tilheyrir ekki Fimleikafélaginu.
28.08.2018
Júdódeild KA hefur vetraræfingar sínar mánudaginn 3. september næstkomandi en allar æfingar deildarinnar fara fram í íþróttahúsinu við Laugagötu. Mikill kraftur er í júdóstarfinu og er spennandi vetur framundan
27.08.2018
Handknattleiksdeild KA og Svavar Ingi Sigmundsson skrifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samning. Þetta eru miklar gleðifregnir en Svavar er nýorðinn 18 ára og er gríðarlega mikið efni sem býr sig undir sitt annað tímabil með meistaraflokki KA
27.08.2018
Nú fara fram framkvæmdir við andyri Íþróttahússins við Giljaskóla og því ekki hægt að ganga um þar.Næstu daga verður því gengið inn um neyðarútganginn hjá stóru dýnunni norðan við aðal innganginn.
27.08.2018
Hannes Pétursson ljósmyndari kíkti við á Norðlenska Greifamótið um helgina og tók nokkrar skemmtilegar myndir. Flott stemning var í kringum mótið og ljóst að mikil ánægja var að fá alvöru handboltaleiki fyrir norðan fyrir tímabilið sem hefst 10. september hjá körlunum og 15. september kvennamegin
25.08.2018
Mikið fjör var á lokadegi Norðlenska Greifamótsins í dag þar sem úrslit mótsins réðust. Hjá körlunum hófst dagurinn á leik um 5. sætið
25.08.2018
Allar æfingar í badminton eru í Íþróttahúsi Naustaskóla en tennisæfingar fara fram í KA-Heimilinu