10.09.2017
Elfar Halldórsson mun leika með KA í vetur en Elfar er einn af þeim örfáu leikmönnum sem spila með liðinu í dag sem léku einnig með meistaraflokki KA áður en liðið var sameinað í Akureyri árið 2006.
10.09.2017
KA mætir ÍA á Akranesi í dag klukkan 17:00 en þetta er fyrsti leikur liðsins eftir landsleikjapásuna. KA vann 5-0 stórsigur á Víkingi Ólafsvík í síðasta leik og eru strákarnir staðráðnir í að halda áfram á beinu brautinni.
07.09.2017
Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir komandi handboltatímabil þar sem meðal annars var lögð fram spá um lokastöðu liðanna í vetur. Karlamegin var KA spáð efsta sætinu í Grill 66 deildinni og kvennaliði KA/Þórs var spáð 2. sætinu í Grill 66 deildinni
05.09.2017
Næstkomandi laugardag hefst hjá okkur í FIMAK íþróttaskóli barnanna.Skólinn er ætlaður börnum fædd 2012 til 2014.Hægt er að skrá barnið í gegnum fimak.is en á síðunni er hnappur sem heitir skráning iðkenda.
05.09.2017
Gríðarlegt magn óskilamuna eru í KA-heimilinu frá því fyrr í sumar og standa þeir til sýnis inn af forstofunni. Við hvetjum foreldra og iðkendur til þess að koma og kíkja á þá áður en þeir fara á Rauða Krossinn þann 20. september næstkomandi.
04.09.2017
Kvennalið Þórs/KA vann í kvöld frábæran 3-0 sigur á Stjörnunni á Þórsvelli en á sama tíma vann Breiðablik lið ÍBV þannig að það er enn barátta um Íslandsmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
03.09.2017
Kvennalið Þórs/KA á stórleik á morgun, mánudag, þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn á Þórsvöll en leikurinn hefst klukkan 17:30.
02.09.2017
Æfingar hefjast 4. september. Til að byrja með fara skráningar fram hjá þjálfara á æfingu. Nánari upplýsingar veitir Adam í síma 863 4928.
01.09.2017
Handboltaæfingarnar eru hafnar af miklum krafti og nú styttist í að vetrartaflan verði tilbúin. Hér birtum við æfingatöflu næstu viku (4. sept til 9. sept) og í kjölfarið getum við vonandi birt lokatöflu vetrarins.
01.09.2017
KA, Þór/KA og Bergúlfur, umboðsaðili G-Form á Íslandi, undirrituðu samstarfsamning á N1 móti KA fyrr í sumar. KA og Bergúlfur hafa átt farsælt samstarf undanfarin 3 ár á N1 mótinu og nú hefur verið undirritaður samstarfsamningur til næstu 3 ára