Fréttir

Foreldrafundir í fullum gangi

Þessa vikuna hófust foreldrafundir hérna hjá okkur í FIMAK.A-hópar og K-3 riðu á vaðið á mánudeginum og í kjölfarið hófust fundir hjá áhaldafimleikum sem lýkur á laugardaginn með fundi hjá F-6.

Úrtökumót fyrir landslið í hópfimleikum

Um síðustu helgi fóru fjórir iðkendur frá FIMAK á úrtökuæfingu Fimleikasambandsins vegna landsliðsverkefna í hópfimleikum.Santiago (Santi) fór með þeim Emblu, Emilíu, Sóleyju og Ögra suður til að æfa með iðkendum alls staðar af landinu.

Bikarinn: KA mætir Mílunni og KA/Þór FH

Í dag var dregið í 32-liða úrslit Coca Cola bikars karla og 16-liða úrslit Coca Cola bikars kvenna. Karlalið KA fékk útileik gegn Mílunni á Selfossi en liðin mættust einmitt nýverið í deildinni á Selfossi þar sem KA vann góðan 22-26 sigur. Bikarleikur liðanna fer líklegast fram 9. eða 10. nóvember.

Alexander keppir í Cardiff

Alexander Heiðarsson á leið á Opna Walesska í Cardiff með landsliðinu í Júdó.

KA/Þór stelpur á sigurbraut

KA/Þór gerðu góða ferður suður á laugardaginn

Jafntefli í svakalegum slag KA og Akureyrar

Það var heldur betur rafmögnuð stemming í KA heimilinu í kvöld þegar fyrsti alvöru bæjarslagurinn í handbolta í ellefu ár fór fram. Klukkutíma fyrir leik var orðið þéttsetið í KA heimilinu og spennan í loftinu áþreifanleg. Ein breyting var á KA liðinu frá síðasta leik þar sem Heimir Örn Árnason kom inn í liðið eftir meiðsli

KA - Völsungur

Stelpurnar mæta sterku lið Völsungs á fimmtudaginn. KAtv sýnir leikinn.

Sala á fimleikavörum á morgun fimmtudag

Á morgun, fimmtudaginn 12.október, verður sala frá Fimleikavörur.is hér í fimelikahúsinu.Verða þau frá klukkan 15:30 til 18:30.Endilega kíkið við og skoðið úrvalið.

Baráttan um bæinn í dag - beint á KA-TV!

Leikurinn sem við höfum öll beðið eftir fer fram í KA-Heimilinu í dag, miðvikudag, klukkan 19:00 þegar KA tekur á móti Akureyri Handboltafélagi. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga og má búast við svakalegum leik. Þú vilt sko ekki missa af þessari veislu, sjáumst í KA-Heimilinu og áfram KA!

Anna Rakel til æfinga hjá Göteborg

Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Þórs/KA hefur fengið boð um að koma til æfinga hjá úrvalsdeildarliði Göteborg FC í Svíþjóð. Ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir Önnu Rakel en hún átti frábært sumar í ár og var nýlega valin í fyrsta skiptið í A-landslið Íslands