23.09.2017
Á morgun, sunnudag, tekur KA á móti Grindavík í Pepsi-deild karla. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Akureyrarvelli. Þetta er síðasti heimaleikur KA í sumar í Pepis-deildinni en með sigri er ljóst að KA mun enda í efri hluta deildarinnar.
Nú er síðasta tækifærið fyrir iðkendur KA að mæta á völlinn og berja stjörnurnar sínar augum. Sýnum strákunum stuðning í verki og mætum.
Eins og vanalega verða seldir hamborgarar á vægu verði fyrir leik og þá munu Schiöthararnir vera með hoppukastala og léttar veitingar við Njálsbúð. Völlurinn opnar 13:00 en leikurinn hefst 14:00. Aðgangseyrir er 2000kr en frítt er fyrir alla iðkendur KA!
Stöndum saman, klárum verkefnið - áfram KA!
23.09.2017
KA/Þór vann stórsigur á Val-U þegar að liðin mættust í KA-heimilinu fyrir framan 250 manns í dag.
23.09.2017
Þór/KA sótti Grindavík heim í næst síðustu umferð Pepsi deildar kvenna í fótboltanum. Fyrir leikinn var ljóst að með sigri myndi liðið tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en Grindavíkurliðið hefur átt flotta leiki að undanförnu og var því ljóst að sigur í leiknum yrði sko ekki gefinn
22.09.2017
Ólafur Jóhann Magnússon er kominn heim í KA. Ólafur skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið og eru það mikil gleðitíðindi.
22.09.2017
KA leikur annan leik sinn í Grill 66 deild karla í handboltanum í kvöld þegar liðið sækir Míluna heim á Selfoss. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs. Selfyssingar sýna leikinn einnig beint þannig að ef þú kemst ekki á leikinn þá er um að gera að fylgjast grannt með gangi mála
21.09.2017
Birgir Balvinsson er í U17 ára landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í undakeppni EM í Finnlandi.
21.09.2017
Yngri landsliðin í handboltanum munu æfa helgina 29. september til 1. október. KA á hvorki fleiri né færri en 11 fulltrúa í hópunum sem er stórkostlegt og óskum við þeim til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum
20.09.2017
KA/Þór spilar sinn fyrsta leik í Grill 66 deildinni núna á Laugardaginn..
19.09.2017
KA og Þór mættust í dag í lokaumferð 2.flokks karla í B-deild. Leikurinn fór fram á Þórsvelli að viðstöddum fjölda manns. KA vann leikinn 2-5 í fjörugum leik.
17.09.2017
Eftir hverja olympíuleika eru reglurnar í áhaldafimleikum endurskoðaðar og breytingar gerðar.Þær Mihaela, Karen Hrönn, Eir og Erla sóttu 20 kennslustunda dómaranámskeið undanfarna daga hjá Fimleikasambandinu og þreyta svo próf eftir tvær vikur sem er bæði bóklegt og verklegt þar sem þær þurfa að dæma öll fjögur áhöldin.