Fréttir

Frítt á lokaleik Þórs/KA - bikarinn undir

Kvennalið Þórs/KA leikur lokaleik sinn í Pepsi deildinni á fimmtudaginn þegar FH kemur í heimsókn. Það er hreinlega allt undir í leiknum en með sigri tryggja stelpurnar sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 16:15 á Þórsvelli og viljum við sjá fulla stúku enda eiga stelpurnar það svo sannarlega skilið eftir frábært sumar

KA með sigur á Mílunni

Opnað hefur verið fyrir skráningu í júdó.

Júdó er fyrir alla sem hafa náð 4 ára aldri og aldrei of seint að byrja.

Sigur á Grindavík

KA og Grindavík mættust í dag í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á Akureyrarvelli. KA hafði betur 2-1 í hörkuleik.

Síðasti heimaleikur KA í sumar - Grindavík mætir norður

Á morgun, sunnudag, tekur KA á móti Grindavík í Pepsi-deild karla. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Akureyrarvelli. Þetta er síðasti heimaleikur KA í sumar í Pepis-deildinni en með sigri er ljóst að KA mun enda í efri hluta deildarinnar. Nú er síðasta tækifærið fyrir iðkendur KA að mæta á völlinn og berja stjörnurnar sínar augum. Sýnum strákunum stuðning í verki og mætum. Eins og vanalega verða seldir hamborgarar á vægu verði fyrir leik og þá munu Schiöthararnir vera með hoppukastala og léttar veitingar við Njálsbúð. Völlurinn opnar 13:00 en leikurinn hefst 14:00. Aðgangseyrir er 2000kr en frítt er fyrir alla iðkendur KA! Stöndum saman, klárum verkefnið - áfram KA!

KA/Þór burstaði Val-U

KA/Þór vann stórsigur á Val-U þegar að liðin mættust í KA-heimilinu fyrir framan 250 manns í dag.

Þór/KA tapaði í Grindavík

Þór/KA sótti Grindavík heim í næst síðustu umferð Pepsi deildar kvenna í fótboltanum. Fyrir leikinn var ljóst að með sigri myndi liðið tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en Grindavíkurliðið hefur átt flotta leiki að undanförnu og var því ljóst að sigur í leiknum yrði sko ekki gefinn

Ólafur Jóhann Magnússon í raðir KA

Ólafur Jóhann Magnússon er kominn heim í KA. Ólafur skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið og eru það mikil gleðitíðindi.

Mílan - KA í beinni í kvöld

KA leikur annan leik sinn í Grill 66 deild karla í handboltanum í kvöld þegar liðið sækir Míluna heim á Selfoss. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs. Selfyssingar sýna leikinn einnig beint þannig að ef þú kemst ekki á leikinn þá er um að gera að fylgjast grannt með gangi mála

Birgir til Finnlands með U17

Birgir Balvinsson er í U17 ára landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í undakeppni EM í Finnlandi.