Fréttir

Aðalfundur FIMAK

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 11.maí kl.20:30 í íþróttahölllinni.Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn.

Þór/KA hefur leik - Valskonur mæta í Bogann

Á fimmtudaginn kl. 17:45 mætir Þór/KA Val í fyrsta leik Pepsi-deildar kvenna.

KA/Þór mætir FH í oddaleik á morgun, miðvikudag

Á morgun, miðvikudag, mætir KA/Þór liði FH í oddaleik í seríu þeirra um laust sæti í Olís-deild kvenna á næsta ári. KA/Þór vann sinn heimaleik hér á sumardaginn fyrsta en tapaði í Kaplakrika á sunnudaginn. Það verður því hart barist í KA-heimilinu á miðvikudag kl. 18:00 og hvetjum við alla til þess að koma á völlinn - það er frítt inn!!

Frí á æfingum

Við minnum á að það er frí á æfingum í dag föstudag og á morgun laugardag

Engar æfingar í dag, föstudag, og morgun laugardag

Við minnum á að í dag föstudag og morgun laugardag eru ekki æfingar vegna Akureyrarfjörs

Leikmannakynning Þór/KA í KA-heimilinu á mánudag

Mánudaginn 24. apríl kl. 20:00 verður kynning á Pepisdeildarliði Þór/KA og 2. flokki félagsins í KA-heimilinu. Lið sumarsins verða kynnt ásamt nýjum búningi liðsins. Veitingar í boði - allir hjartanlega velkomnir

Skráning í rútuferð á fyrsta útileik sumarsins hafin

Mánudaginn 1. maí leikur KA sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni þegar liðið sækir Breiðblik heim. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu hjá öllum KA mönnum og ætla stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn.

Vinningshafar í happadrætti KA

Dregið var í happadrætti KA í gærkvöldi og hér er vinningaskráin! Hægt er að nálgast vinningana upp í KA-heimili milli 13 og 17 alla virka daga.

KA/Þór tekur á móti FH í umspilinu

KA/Þór tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna kl. 16:00 á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta.

Friðfinnur Hermannsson er fallinn frá

Friðfinnur Hermannsson, eða Freddi eins og hann var oft kallaður, lést í gærmorgun eftir erfiða baráttu við krabbamein. Friðfinnur var leikmaður meistaraflokks karla í fótbolta til margra ára. Friðfinnur var vinsæll í hóp og einstaklega skemmtilegur liðsfélagi. Hann er af mikilli KA fjölskyldu en bæði hann, bræður hans og foreldrar voru og eru alltaf boðin og búin til þess að hjálpa KA ef til þarf. Við leikslok þakkar KA Fredda samveruna á liðnum áratugum og sendir fjölskyldu og ástvinum hans sínar dýpstu samúðarkveðjur