Fréttir

Fræðslufyrirlestur í KA-heimilinu á fimmtudag - Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfæðingur.

Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfræðingur, flytur erindi sem ber nafnið "Hugarþjálfun veitir hugarró til árangurs". Þetta er gríðarlega spennandi efni og andlegi þátturinn er alltaf að verða stærri og stærri hjá iðkendum íþrótta. Við hvetjum iðkendur, sem og foreldra og aðra áhugasama til þess að líta við. Eins og venjulega er frítt inn og heitt á könnunni.

4. flokkur KA í Bikarúrslitum um helgina

Fylkir hafði betur á endasprettinum

Fylkir hafði betur á endasprettinum og sigraði 3 - 2 í leik helgarinnar í Mizuno-deild kvenna.

Sex stig í hús

Karlaliðið sigraði Þrótt R/Fylki 3 - 0 í báðum leikjum helgarinnar

Mörkin úr leik KA og Fjarðarbyggðar

KA vann 8-0 sigur gegn Fjarðarbyggð síðustu helgi. Hér má sjá mörkin úr þeim leik.

Námskeið í reglum hópfimleika

Námskeið í reglum hópfimleika Nú höfum við ákveðið að bjóða uppá námskeið fyrir foreldra og aðra áhugasama um dómarareglur í hópfimleikum sem og að fara í gegnum helstu æfingarnar á hverju áhaldi fyrir sig.

Stefán Gunnlaugsson verður jarðsunginn á föstudaginn

Stefán Gunnlaugsson, fyrrum formaður KA og heiðursfélagi, verður jarðsunginn á föstudaginn frá Akureyrarkirkju kl. 13:30

Aðalfundi knattspyrnudeildar frestað til mánudags

Aðalfundi knattspyrnudeildar KA hefur verið frestað til mánudagsins 22. febrúar vegna jarðarfarar Stefáns Gunnlaugssonar, sem haldin verður á föstudaginn. Fundurinn verður haldinn í KA-heimilinu, mánudaginn 22. febrúar, kl. 20:00.

Aron Dagur leikur gegn Skotlandi

Aron Dagur var valinn í U17 ára lið Íslands sem mætir Skotlandi hið ytra í tveimur vináttulandsleikjum í næstu viku.

Fræðslufyrirlestur í KA-heimilinu á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn kemur verður Stefán Birgir Birgisson, ÍAK einkaþjálfari og eigandi SB-Sport, með fræðslufyrirlestur í KA-heimilinu. Umfjöllunarefni er mikilvægi styrktarþjálfunar frá vöggu til grafar. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og verður í stóra spegla-salnum í þetta skiptið. Frítt er inn og heitt verður á könnunni. Foreldrar og iðkendur sérstaklega hvattir til að mæta.