Fréttir

Áhorfsvika í febrúar

Áhorfsvika er frá mánudeginum 1.febrúar til og með laugardagsins 6.febrúar.Við hvetjum foreldra og aðra aðstandendur til að koma og fylgjast með krökkunum á æfingum.

KA/Þór tekur á móti Gróttu í Olís-deild kvenna á morgun (fimmtudag)

Kvennalið KA/Þór tekur á móti Gróttu í Olís-deild kvenna á morgun, fimmtudag, í KA-heimilinu. Leikurinn hefst kl. 18:30 og er aðgangur ókeypis.

Saga Líf valin í U17

Saga Líf verður í U17 ára landsliðshóp Íslands sem mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum 2. og 4. febrúar í Egilshöll.

Foreldranámskeið í reglum og æfingum í áhaldafimleikum kvenna og karla.

Nú höfum við ákveðið að bjóða uppá námskeið fyrir foreldra og aðra áhugasama um dómarareglur í áhaldafimleikum sem og að fara í gegnum helstu æfingarnar á hverju áhaldi fyrir sig.

Fræðslufyrirlestur á fimmtudaginn: Sverre Jakobsson: Allt frá því að vera iðkandi í KA í að vera atvinnumaður

Nú á fimmtudaginn verður annar fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð KA. Fyrirlesarinn er Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyri Handboltafélags og Silfurverðlaunahafi frá því á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Sverre mun fjalla um það að vera iðkandi í KA og fara síðan í atvinnumennsku. Hann mun fara yfir áskoranir sem því fylgja, markmið og feila. Fyrirlesturinn hefst 20:00 og er aðgangur ókeypis.

3 - 0 sigur karlaliðsins

Karlalið KA lagði Þrótt Nes 3-0 í seinni heimaleiknum

Þróttur Nes sigraði kvennalið KA (Myndir)

Þróttur Nes hafði betur 3-0 gegn kvennaliði KA

KA sigraði Þrótt Nes 3 - 2 (Myndir)

Karlalið KA sigraði Þrótt Nes 3 - 2 í fyrri heimaleik liðanna

Kjör á íþróttamanni Akureyrar 2015

Í gærkvöldi fór fram kjör Íþróttamanns Akureyrar 2015 í Hofi.Okkar fulltrúi, Auður Anna Jónasdóttir tók við viðurkenningu frá ÍBA.Einnig veitti Akureyrarbær viðurkenningar til þeirra íþróttafélaga sem eignuðust íslandsmeistara og/eða landsliðsfólk á árinu 2015.

Þorrablót KA er 23. janúar - Allar upplýsingar hér

Þorrablót KA verður haldið laugardaginn 23. janúar í KA-heimilinu. Húsið opnar 19:00 en blótið sjálft hefst kl. 20:00. Allar upplýsingar má nálgast hér.