Fréttir

Þór/KA náði jafntefli gegn meisturunum (myndband)

Kvennalið Þórs/KA náði jafntefli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á útivell í gær en lokatölur voru 1-1. Liðið er komið með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar.

KA-TV: Grindavík - KA | Borgunarbikar

KA mætir til Grindavíkur í dag og mætir þar heimamönnum í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn hefst klukkan 17:30.

KA spjallið: Juraj Grizelj

KA mætir til Grindavíkur á morgun þar sem liðin leika í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins. KA-TV stefnir á að sýna leikinn beint á netinu

Frestun aðalfundar!!!

Aðalfundur FIMAK sem halda átti 25.mai 2016 hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.Nýr aðalfundur verður haldinn 14.júní 2016 kl 20.30 í sal Giljaskóla.Stjórn FIMAK.

Aðalfundur FIMAK 2016

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram þriðjudaginn 14.júní kl.21:00 í sal Giljaskóla.Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn.

Auka-aðalfundur handknattleiksdeildar er á þriðjudaginn

Auka-aðalfundur handknattleiksdeildar KA er á þriðjudaginn 31. maí í KA-heimilinu

Inngangur FIMAK og hjól

Þeir iðkendur sem mæta á hjólum og hlaupahjólum á æfingar eru vinsamlega beðnir um að leggja þeim ekki fyrir inngang né hurð inn í húsið.

KA spjallið: Stefán Guðnason

Stefán Guðnason yfirþjálfari yngri flokka KA í handbolta mætti í Árnastofu í skemmtilegt spjall við Siguróla Magna Sigurðsson og fór yfir nýliðinn handboltavetur

Myndir frá lokahófi handknattleiksdeildar og viðtal

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í KA-Heimilinu fimmtudaginn 19. maí. Eins og venjulega var mikið líf á hófinu enda voru margir skemmtilegir leikir og þrautir í boði. Einnig voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr í hverjum flokki verðlaunaðir.

Umfjöllun: Heimasigur gegn Huginn (viðtalspakki)

KA lagði Huginn frá Seyðisfirði 2-1 sem hefði hæglega getað verið stærri en gestirnir létu okkar menn hafa fyrir hlutunum.