Fréttir

Komdu í handbolta - Frítt að æfa handbolta í janúar

Það er frítt að æfa handbolta hjá KA í janúar - komdu og prófaðu

Viðtalstími yfirþjálfara

Nú á vorönn höfum við tekið upp fasta viðtalstíma yfirþjálfara FIMAK.Ef einhverjar spurningar vakna, endilega setjið ykkur í samband eða komið við.Sjá nánar hér Stjórn FIMAK.

Fimmtudags-fyrirlestrar í KA-heimilinu - opnir öllum!

Nú á fimmtudaginn hefst fyrirlestrarröð í KA-heimilinu sem stendur fram á sumar. Fyrirlestrarnir og fræðslan er beint að iðkendum, þjálfurum, foreldrum og öllum öðrum áhugasömum og eru öllum opnir.

Innheimta æfingargjalda ÍTREKUN

Athugið að allir iðkendur FIMAK verða að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í NORI fyrir 11 janúar nk.til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp.

Dimitrov og Aldís Ásta hlutu Böggubikarinn - frábært afmæli að baki

Gríðarlega vel var mætt á afmælisfagnað KA sem fram fór í KA-heimilinu í gær. Ævar Ingi Jóhannesson var kjörinn íþróttamaður KA en Hristiyan Dimitrov og Aldís Ásta Heimisdóttir hlutu Böggubikarinn.

Ævar Ingi Jóhannesson er íþróttamaður KA fyrir árið 2015

Í dag var kunngjört hver hafði verið kjörinn íþróttamaður KA fyrir árið 2015. Það var knattspyrnumaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson sem hreppti hnossið en einnig voru þau Birta Fönn Sveinsdóttir og Ævarr Freyr Birgisson tilnefnd.

KA/Þór með góðan sigur á FH - myndir

KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan sigur á FH síðastliðinn laugardag. Heimakonur höfðu tögl og hagldir allan tímann, voru sex mörkum yfir í hálfleik 12:6 og unnu að lokum sigur 27:18 KA/Þór hafði sætaskipti við FH með sigrinum, er með sjö stig í þriðja neðsta sæti en FH er með tveimur stigum minna.

Fimleikakona ársins 2015 – Auður Anna Jónasdóttir

Fimleikafélag Akureyrar hefur valið Auði Önnu Jónasdóttur fimleikakonu ársins.Auður Anna er einn fremsti iðkandi félagsins í hópfimleikum og því vel að titlinum komin.

Þegar KA vann landsliðið

Nóg um að vera um helgina - handbolta og fótboltaleikir og afmæli

Það verður nóg um að vera hjá KA um helgina. Á laugardaginn leika meistaraflokkur og þriðji flokkur kvenna í handbolta leiki í KA-heimilinu. Þá spila bæði lið KA í Kjarnafæðismótinu í Boganum. Loks er afmælisveisla á sunnudaginn kl. 14:00