08.01.2016
Norðurorka hf.auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október sl.Verkefni frá FIMAK sem ber heitið tilraunaverkefni vegna barna með sérþarfir var meðal þeirra sem hlaut styrk í gær.
08.01.2016
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
06.01.2016
A-landslið kvenna náði í brons á NOVOTEL CUP í Luxemborg nú í byrjun nýs árs.
06.01.2016
Athugið að allir iðkendur FIMAK verða að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í NORI fyrir 11 janúar nk.til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp.
06.01.2016
Fimmtudaginn 7.janúar kl:17:00 verður íþróttamaður FIMAK 2015 krýndur í húsakynnum FIMAK.Við hvetjum sem flesta að koma.ATH að engar æfingar falla niður
Stjórn og starfsfólk FIMAK.
05.01.2016
Á sunnudaginn næstkomandi (10. janúar) mun vera haldið upp á 88 ára afmæli KA og er þér boðið! Veislan hefst kl. 14:00 upp í KA-heimili með hátíðardagskrá og þegar dagskrá er lokið verður boðið upp á kökur og kaffi fyrir gesti. Þá mun íþróttamaður KA vera krýndur.
31.12.2015
Æfingar hefjast að nýju eftir jólafrí næstkomandi mánudag, 4.janúar.Stundaskrá félagsins er hægt að sjá hér; http://www.fimak.is/is/stundarskra en athygli er vakin á því að um er að ræða fyrstu drög annarinnar.
30.12.2015
Böggubikarinn, eru tveir farandbikarar, gefnir af Gunnari Níelssyni, Ragnhildi Jósefsdóttur og börnum þeirra til minningar um Sigurbjörgu Nielsdóttur, Böggu, systur Gunnars. Bögga var fædd þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011.
Böggubikarinn skal veittur þeim einstaklingum, pilti og stúlku, sem eru á aldrinum 16- 19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi.
30.12.2015
Handknattleiks-, blak-, og knattspyrnudeild hafa tilnefnt þau Birtu Fönn Sveinsdóttur, Ævar Inga Jóhannesson og Ævarr Frey Birgisson til íþróttamanns KA árið 2015. Úrslit úr kjöri um íþróttamann KA verða kunngjörð á afmælishátíð KA sem fer fram sunnudaginn 10. janúar í KA-heimilinu
30.12.2015
Knattspyrnudeild KA hefur tilnefnt Ævar Inga Jóhannesson sem íþróttamann knattspyrnudeildar KA árið 2015