Fréttir

KA sigraði KF og Völsung í æfingaleikjum

KA spilaði æfingaleiki gegn KF og Völsungum í liðinni viku. KA vann KF 8-0 og Völsung 6-0.

Leik Akureyrar og ÍBV frestað um viku

Nú er búið að ákveða að fresta leik Akureyrar og ÍBV sem vera átti í KA-Heimilinu sunnudaginn 12. mars um viku. Það þykir útséð að ekki verði ferðaveður á sunnudaginn og þess í stað gert ráð fyrir að leikurinn fari fram sunnudaginn 20. mars klukkan 16:30.

Bikarmót í 3.-1. þrepi og frjálsum æfingum

Um helgina fer fram Bikarmót II, í frjálsum æfingum og í 3.-1.þrep.FIMAK á tvo keppendur á mótinu sem fer fram í Laugarbóli hjá Ármanni.Skipulag fyrir mótið má sjá hérna.

Örfréttir KA vikuna 7.-13. mars

Undanfarna þrjá mánudaga hafa verið sendar úr örfréttir frá KA í tölvupósti. Hægt er að skrá sig á þennan tölvupóstlista með því að hafa samband við Siguróla (siguroli@ka.is). Hér má sjá fréttir vikunnar.

KA-menn þora - Pistill byggður á ræðu Arnars Arngrímssonar á afmæli KA

Arnar Már Arngrímsson, rithöfundur og kennari, hélt ræðu á afmælishátíð KA í upphafi árs. Nú hefur ræðan verið tilfærð í stíl pistils, sem er hér birtur í heild sinni.

Breyting á æfingum, þriðjudaginn 8. mars

Vegna stuttmyndadaga í Giljaskóla er röskun á æfingum.Hér má nálagast allar upplýsingar um æfingar þennan dag.

Úrvalshópur FSÍ í hópfimleikum - iðkendur frá FIMAK

Landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið í úrvalshópa FSÍ i hópfimleikum.FIMAK á fimm iðkendur í þessum hópum.Við hjá FIMAK óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna.

Bikarmót í 4. og 5. þrepi úrslit

Síðustu helgi fór fram Bikarmót í 4.og 5.þrepi í áhaldafimleikum.Mótið fór fram hjá Björkunum í Hafnafirði og Fjölni Grafavogi.

Stórafmæli í mars

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju.

Handboltatvenna - Orkupartý og Orkulyklaleikur