29.07.2015
Hér má nálgast leikjadagskrá fyrir handboltann á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri um Verslunarmannahelgina.
KA sér um handboltann og er hann spilaður á föstudeginum frá 08:00-19:15
28.07.2015
Markmaðurinn Aron Dagur Birnuson tekur þátt á Opna Norðurlandamótinu með U17 ára liði Íslands í byrjun ágúst.
28.07.2015
KA hefur samið við Pétur Heiðar Kristjánsson um að leika með félaginu út þessa leiktíð. Pétur kemur til KA frá Dalvík/Reyni þar sem hann var einnig þjálfari. KA-menn eru gríðarlega ánægðir með þennan liðstyrk en Peddi, eins og hann er oft kallaður, þekkir innviði félagsins vel enda hefur hann þjálfað yngri flokka þess við góðan orðstír.
27.07.2015
Stærsti leikur sumarsins fer fram á miðvikudaginn á Akureyrarvelli þegar að KA tekur á móti Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins.
KA menn ætla að hittast á Akureyri Backpackers í miðbænum fyrir leik, mynda stemmingu og halda síðan fylktu liði á völlinn!
Mögnuð tilboð á Akureyri Backpackers fyrir þá sem mæta í gulu.
24.07.2015
KA og Fjarðabyggð mættust í gærkvöldi á Akureyrarvelli í 13. umferð 1.deildar. KA leiddi í hálfleik 1-0 og síðari hálfleik skoruðu bæði liðin sitthvort markið og niðurstaðan því 2-1 sigur KA.
22.07.2015
Nú rétt í þessu var KA að tryggja sig í undanúrslit í bikarkeppni í 2. flokk með sigri á KR. KA vann öruggan 3-0 sigur og eru því bæði meistaraflokkur og 2. flokkur kominn í undanúrslit bikarkeppninnar. Frábær árangur.
22.07.2015
Á morgun, fimmtudag, mun KA fá Austfirðinga í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Leikur KA og Fjarðarbyggðar hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að hópast á völlinn.