25.06.2015
Anna Rakel Pétursdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir byrjuðu fyrstu tvo leikina í úrslitakeppni EM U17 ára liða sem fram fer hér á landi.
22.06.2015
Leik Þórs/KA og Vals sem átti að fara fram annaðkvöld á Akureyri hefur verið frestað. Var það gert að ósk Þór/KA vegna landsliðsverkefnis Önnu Rakelar Pétursdóttur og Andreu Mist Pálsdóttur en þær eru að leika með U17 landsliði kvenna á Evrópumótinu sem fer fram á Íslandi. Ekki er búið að ákveða nýja dagsetningu á leiknum.
22.06.2015
KA vann þægilegan sigur á BÍ/Bolungarvík, 2-0, í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Það voru þeir Hilmar Trausti Arnarsson og Ævar Ingi Jóhannesson sem skoruðu mörk KA.
20.06.2015
Jóhann Helgason lék á fimmtudaginn sinn 100. leik fyrir KA þegar að liðið bar sigur úr býtum gegn Breiðablik. Heimasíðan óskar Jóa innilega til hamingju með þennan áfanga.
10.06.2015
KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 1989. Nú er hægt að sjá greinargott myndband frá afrekinu og þegar KA menn fagna með Íslandsbikarinn í höndunum.