28.05.2015
Á laugardaginn kemur mun KA leggja land undir fót og spila við Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Leikurinn hefst kl. 15:00 og munu stuðningsmenn KA að norðan fjölmenna á leikinn og hvetjum við KA-fólk á suð-vesturhorninu til þess að gera slíkt hið sama.
Einnig höfum við tekið saman mörkin úr 3-1 sigrinum gegn Haukum frá því 23. maí og eru þau aðgengileg hér að neðan.
28.05.2015
Nýverið gerðu KA og Sjóvá með sér stykrtarsamning. Sjá meira inn í fréttinni.
27.05.2015
Í kvöld fór fram aðalfundur FIMAK í matsal Giljaskóla.Fundurinn var frekar fámennur þar sem 8 foreldrar sátu fundin auk nokkurra þjálfara og stjórnarmeðlima.Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga félagsins sem samþykktir voru á fundinum.
26.05.2015
Á miðvikudaginn síðastliðin hélt handknattleiksdeildin lokahóf fyrir iðkendur sína í KA-heimilinu. Að venju var gríðarlega vel mætt á hófið, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangurinn í vetur, ásamt því sem allir fengu pítsu og gosglas. Þá stjórnaði Einvarður Jóhannsson keppni milli krakka og foreldra-/þjálfara af sinni alkunnu snilld. Loks gátu krakkarnir fengið hraðamælingu á skotum sínum og æft skothitni sína.
Myndir má sjá inn í fréttinni
26.05.2015
Hér má finna upplýsingar um generalprufuna sem fram fer á fimmtudaginn 28.maí.Athugið að allar æfingar falla niður en allir sem eru að sýna eiga að mæta á eftirfarandi tímum.
26.05.2015
KA vann öruggan 3-1 sigur á Haukum á laugardaginn. Haukar komust yfir snemma leiks en eftir það var leikurinn algjör einstefna, sem endaði með 3-1 sigri KA. Mörk KA skoruðu þeir Juraj Grizelj, Ævar Ingi Jóhannesson og Arhchange Nkumu. Eftir sigurinn er KA með 7 stig í 2. sæti deildarinnar, að þremur leikjum loknum.
23.05.2015
Hluti af æfingahópi A-landsliðsins hélt til Færeyja þar sem þeir spila æfingaleiki við heimamenn.
22.05.2015
Í dag fer fram leikur KA og Hauka í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikið er á iðagrænum KA-vellinum og verður flautað til leiks kl. 16:00. Fólk er hvatt til þess að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á strákunum okkar. Í boði eru þrjú mikilvæg stig í 1. deildinni.
22.05.2015
Manst þú eftir þessu ótrúlega marki Þorvaldar Örlygssonar gegn Keflavík sumarið 2002?