Fréttir

2 dagar í leik: Bretarnir þrír ætla sér stóra hluti

Ekki nóg með að kynningarkvöld KA sé í kvöld kl. 20:00 heldur eru aðeins tveir dagar í fyrsta leikinn! Leikurinn sjálfur er gegn Fram og hefst kl. 16:00 á laugardaginn á KA-vellinum. Í dag ætlum við hinsvegar að kynna til leiks Ben Everson, Archange Nkumu og Callum Williams, þrjá Breta sem hafa samið við KA fyrir sumarið. Heimasíðan tók þá í létt spjall og ræddi við þá um veruna á Íslandi og komandi sumar.

Kynningarkvöld KA er í kvöld - KA - Fram á laugardaginn

Í kvöld klukkan 20:00 fer fram kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA í KA-heimilinu, en þar munu þjálfarar liðsins kynna lið sumarsins til leiks. Ársmiðasala hefst og verða léttar veitingar í boði fyrir gesti og gangandi. Þessi kvöld eru ávalt skemmtileg og góð upphitun fyrir stórleikinn á laugardaginn þegar að Fram kemur í heimsókn á KA-völl kl. 16.00. Við hvetjum alla KA-menn, og áhugafólk um knattspyrnu að líta við í kvöld og ekki síður á leikinn á laugardaginn.

3 dagar í leik: Hrannar er eini bróðirinn eftir!

Nú þegar aðeins þrír dagar eru í leik KA og Fram í 1. deild karla í knattspyrnu heldur heimasíðan uppteknum hætti í upphitun fyrir sumarið. Hrannar Björn Steingrímsson hefur verið lykilleikmaður hjá KA undanfarið en hann er einmitt bróðir þeirra Hallgríms Mar og Guðmundar Óla sem leikið hafa áður með liðinu. Við gripum Hrannar í létt spjall um komandi sumar! Fylgist með

4 dagar í leik: Bjarni Jóhannsson ræðir um sumarið

Nú eru aðeins fjórir dagar í fyrsta leik KA í 1. deildinni. Liðið mætir Fram á KA-vellinum á laugardaginn klukkan 16:00. Af því tilefni fengum við Bjarna Jóhannsson, þjálfara liðsins, til þess að ræða stuttlega við okkur um undirbúningstímabilið sem er að baki og komandi sumar. Sjón er sögu ríkari.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA er á fimmtudaginn

Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA fer fram á fimmtudaginn kl. 20:00 í KA-heimilinu. Við hvetjum alla áhugamenn um knattspyrnu að láta sjá sig. Sala ársmiða verður á staðnum og léttar veitingar í boði.

Pistill og myndir frá úrslitaleik 4. flokks KA/Þór

Stefán Guðnason þjálfari 4. flokks KA/Þór gerir hér upp úrslitaleikinn og leggur mat á frábæran árangur stelpnanna. Hannes Pétursson sendi einnig myndir frá úrslitaleiknum

Bjarni Mark framlengir samning sinn

Knattspyrnudeild KA og Bjarni Mark framlengja til tveggja ára.

Stórafmæli í maí

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.

KA/Þór fékk silfrið í 4. flokki

Callum Williams skrifar undir samning við KA

Callum gerir samning við KA út tímabilið.