21.04.2015
Aron Dagur og Daníel komu inná gegn Færeyjum í æfingaleik með U17 ára liði Íslands.
20.04.2015
Eins og heimasíðan sagði frá í gær varð 5. flokkur karla á yngra ári Íslandsmeistari um helgina eftir lokamót Íslandsmótsins sem fram fór á Ísafirði. Þeir fengu góðar móttökur við heimkomuna þar sem að Jón Árelíus Þorvaldsson, formaður unglingaráðs, og Sigríður Jóhannsdóttir, gjaldkeri, færðu þeim rósir. Strákarnir stilltu sér síðan upp í myndatöku og smellti Þórir Tryggvason þessum skemmtilegu myndum.
Heimasíðan vill óska þeim enn og aftur til hamingju.
19.04.2015
Lið KA í knattspyrnu tryggði sér í dag sæti í úrslitum Lengjubikarsins með því að leggja lið ÍA að velli eftir vítaspyrnukeppni. Það var markvörður KA, Srdjan Rajkovic, sem reyndist hetja liðsins þegar hann varði síðustu vítaspyrnu Skagamanna.
Úrslitaleikurinn fer fram á fimmtudaginn í Kórnum í Kópavogi kl. 19.00 og verða andstæðingarnir Breiðablik.
19.04.2015
Yngra ár KA í 5. flokki karla í handbolta varð um helgina Íslandsmeistari. Strákarnir unnu fjögur af þeim fimm mótum sem þeir tóku þátt í þennan veturinn og töpuðu meðal annars ekki leik eftir áramót.
19.04.2015
Aron Dagur og Daníel voru í sigurliði U17 landslið Íslands gegn Wales og N-Írland á æfingamóti í Færeyjum. Síðasti leikur liðsins er á þriðjudaginn gegn Færeyjum.
17.04.2015
Margrét Árnadóttir fer með U17 ára liði Íslands til Færeyja þar sem þeir taka þátt í undirbúningsmóti UEFA.
17.04.2015
Á laugardaginn verður lokaþáttur af handboltaliði Íslands sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Þar verður tilkynnt um hvaða lið hefur verið valið besta lið Íslandssögunnar og er lið KA frá árinu 1996 í pottinum. Við hvetjum allt KA-fólk, nær og fjær, til þess að kjósa í þessari skemmtilegu kosningu.
17.04.2015
Ólafur Aron Pétursson og Ýmir Már Geirsson hafa gert þriggja ára samninga við KA. Þetta eru frábærar fréttir en þeir báðir hafa verið að leika vel á undirbúningstímabilinu og eiga framtíðina fyrir sér.