Fréttir

Sumarnámskeið FIMAK

Unglingalandsmót UMFÍ 2015 - Akureyri

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er á hverju ári og ætíð um verslunarmannhelgina.Á þessu ári verður mótið á Akureyri en þar er frábær íþróttaaðstaða og allt til alls.

KA sótti 3 stig á Seltjarnarnesið

Eftir mikla baráttu gegn Gróttumönnum og veðurdísunum þá lönduðu rauðir og hvítir KA menn góðum sigri á Seltjarnarnesinu með marki Ævars Inga

Vorsýning FIMAK 2015

Hlökkum til að sjá ykkur á sýningunum í dag.Gott er að iðkendur séu mættir 1 klst áður en sýning hefst, hafi þjálfarar ekki gefið annað út.Sjáumst hress!.

KA mætir Gróttu á laugardaginn | Sjáðu mörkin úr leiknum gegn Haukum

Á laugardaginn kemur mun KA leggja land undir fót og spila við Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Leikurinn hefst kl. 15:00 og munu stuðningsmenn KA að norðan fjölmenna á leikinn og hvetjum við KA-fólk á suð-vesturhorninu til þess að gera slíkt hið sama. Einnig höfum við tekið saman mörkin úr 3-1 sigrinum gegn Haukum frá því 23. maí og eru þau aðgengileg hér að neðan.

KA og Sjóvá gera með sér samstarfssamning

Nýverið gerðu KA og Sjóvá með sér stykrtarsamning. Sjá meira inn í fréttinni.

Aðalfundur FIMAK 2015 - Hermann Herbertsson nýr formaður FIMAK

Í kvöld fór fram aðalfundur FIMAK í matsal Giljaskóla.Fundurinn var frekar fámennur þar sem 8 foreldrar sátu fundin auk nokkurra þjálfara og stjórnarmeðlima.Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga félagsins sem samþykktir voru á fundinum.

Lokahóf yngri flokka í handboltanum | Myndir

Á miðvikudaginn síðastliðin hélt handknattleiksdeildin lokahóf fyrir iðkendur sína í KA-heimilinu. Að venju var gríðarlega vel mætt á hófið, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangurinn í vetur, ásamt því sem allir fengu pítsu og gosglas. Þá stjórnaði Einvarður Jóhannsson keppni milli krakka og foreldra-/þjálfara af sinni alkunnu snilld. Loks gátu krakkarnir fengið hraðamælingu á skotum sínum og æft skothitni sína. Myndir má sjá inn í fréttinni

Generalprufa fyrir vorsýningu 2015

Hér má finna upplýsingar um generalprufuna sem fram fer á fimmtudaginn 28.maí.Athugið að allar æfingar falla niður en allir sem eru að sýna eiga að mæta á eftirfarandi tímum.

Öruggur sigur á Haukum | Umfjöllun

KA vann öruggan 3-1 sigur á Haukum á laugardaginn. Haukar komust yfir snemma leiks en eftir það var leikurinn algjör einstefna, sem endaði með 3-1 sigri KA. Mörk KA skoruðu þeir Juraj Grizelj, Ævar Ingi Jóhannesson og Arhchange Nkumu. Eftir sigurinn er KA með 7 stig í 2. sæti deildarinnar, að þremur leikjum loknum.