12.10.2013
Laugardaginn 12.október og Sunnudaginn 13.október er haldið FSÍ námskeið fyrir þjálara FIMAK.
12.10.2013
Nú um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá 6. flokki karla og kvenna, yngra árs í handknattleik.
Leikið verður í KA heimili og Síðuskóla stanslaust til kl. 14:00 á sunnudag. Um 400 þátttakendur keppa á mótinu og með fylgir
herskari fylgdarmanna. Fólk er hvatt til að koma og kíkja á leiki í mótinu um helgina.
Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.
12.10.2013
Nú er komið að öðrum heimaleik Hamranna í 1. deild karla. Að þessu sinni mæta þeir Aftureldingu sem er með fullt hús eftir
þrjá leiki í deildinni og sennilega með sterkasta liðið í deildinni að þessu sinni. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og fer fram í
Íþróttahöllinni þar sem KA-heimilið er upptekið vegna 1. umferðar Íslandsmóts 6. flokks karla og kvenna.
12.10.2013
Belgar sigruðu Íslendinga 2-0 í U19 undankeppni EM í Belgíu. Fannar Hafsteinsson spilaði allan leikinn í markinu og varði 10 skot og Ævar Ingi
Jóhannesson kom inná í hálfleik. Strákarnir mæta Norður-Írum á þriðjudaginn.
12.10.2013
Nú um helgina fer fram 1. umferð Íslandsmóts karla og kvenna í 6. flokki í handknattleik. Leikið er í KA-heimilinu og
Íþróttahúsi Síðuskóla. Úrslit fram að hádegi laugardags
og leikjaniðurröðun má sjá hér.
11.10.2013
Nú hafa bæði sport.is og handbolti.org valið úrvalslið 4. umferðar Olís-deildar kvenna og er ánægjulegt að frammistaða stelpnanna
í KA/Þór gegn Haukum hefur vakið athygli. Erla Hleiður Tryggvadóttir er línumaður umferðarinnar að áliti beggja miðlanna og sport.is
velur Mörthu Hermannsdóttur miðjumann eða leikstjórnanda umferðarinnar.
11.10.2013
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sagði í viðtali við fotbolti.net að hann væri KA-maður. Birkir leikur núna í Seriu A á
Ítalíu með Sampdoria. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Lars Lagerback sem leika í kvöld gegn Kýpur og á þriðjudaginn gegn
Norðmönnum.
11.10.2013
Helgina 5.-6.
október stóð Tennis- og badmintondeild KA fyrir unglingamóti þar sem keppt var í fjórum flokkum. Þórir Tryggvason leit við og smellti af
fjölmörgum myndum sem hægt er að skoða hér:
10.10.2013
Fannar og Ævar Ingi voru báðir í byrjunarliði U19 sem gerði jafntefli við Frakka 2-2 í undankeppni EM í dag. Fannar spilaði allan leikinn en
Ævar fyrstu 78 mínúturnar.
08.10.2013
KA/Þór gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann frábæran sigur á Haukum, 25-24, í KA-heimilinu. Leikurinn var í
járnum nánast allan tímann en lið KA/Þór var sterkara á lokasprettinum.