13.10.2013
Lagið meiðslalistinn kom upp í huga þjálfara fyrir helgina þar sem meiðsli svo sem puttabrot, handabrot og ökklabrot eru að hrjá nokkrar
stúlkur. Ekki vænkaðist svo hagur flokksins þegar ein bættist við með snúinn ökkla eftir píptest í skólanum. Þar fyrir utan
voru fimm stúlkur fjarverandi út af skólaferðalagi og öðru. Það var því lágmarksfjöldi þriggja liða sem steig upp
í rútuna á fallegum laugardagsmorgni með þrjár hressar stelpur úr 5. flokki að láni.
12.10.2013
Laugardaginn 12.október og Sunnudaginn 13.október er haldið FSÍ námskeið fyrir þjálara FIMAK.
12.10.2013
Laugardaginn 12.október og Sunnudaginn 13.október er haldið FSÍ námskeið fyrir þjálara FIMAK.
12.10.2013
Nú um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá 6. flokki karla og kvenna, yngra árs í handknattleik.
Leikið verður í KA heimili og Síðuskóla stanslaust til kl. 14:00 á sunnudag. Um 400 þátttakendur keppa á mótinu og með fylgir
herskari fylgdarmanna. Fólk er hvatt til að koma og kíkja á leiki í mótinu um helgina.
Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.
12.10.2013
Nú er komið að öðrum heimaleik Hamranna í 1. deild karla. Að þessu sinni mæta þeir Aftureldingu sem er með fullt hús eftir
þrjá leiki í deildinni og sennilega með sterkasta liðið í deildinni að þessu sinni. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og fer fram í
Íþróttahöllinni þar sem KA-heimilið er upptekið vegna 1. umferðar Íslandsmóts 6. flokks karla og kvenna.
12.10.2013
Belgar sigruðu Íslendinga 2-0 í U19 undankeppni EM í Belgíu. Fannar Hafsteinsson spilaði allan leikinn í markinu og varði 10 skot og Ævar Ingi
Jóhannesson kom inná í hálfleik. Strákarnir mæta Norður-Írum á þriðjudaginn.
12.10.2013
Nú um helgina fer fram 1. umferð Íslandsmóts karla og kvenna í 6. flokki í handknattleik. Leikið er í KA-heimilinu og
Íþróttahúsi Síðuskóla. Úrslit fram að hádegi laugardags
og leikjaniðurröðun má sjá hér.
11.10.2013
Nú hafa bæði sport.is og handbolti.org valið úrvalslið 4. umferðar Olís-deildar kvenna og er ánægjulegt að frammistaða stelpnanna
í KA/Þór gegn Haukum hefur vakið athygli. Erla Hleiður Tryggvadóttir er línumaður umferðarinnar að áliti beggja miðlanna og sport.is
velur Mörthu Hermannsdóttur miðjumann eða leikstjórnanda umferðarinnar.
11.10.2013
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sagði í viðtali við fotbolti.net að hann væri KA-maður. Birkir leikur núna í Seriu A á
Ítalíu með Sampdoria. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Lars Lagerback sem leika í kvöld gegn Kýpur og á þriðjudaginn gegn
Norðmönnum.
11.10.2013
Helgina 5.-6.
október stóð Tennis- og badmintondeild KA fyrir unglingamóti þar sem keppt var í fjórum flokkum. Þórir Tryggvason leit við og smellti af
fjölmörgum myndum sem hægt er að skoða hér: