Fréttir

Áki til Sviss með U15

Áki Sölvason leikmaður 3. fl hefur verið valinn í U15 sem leikur í Sviss í undankeppni Ólympíuleikum ungmenna. Ísland mætir Finnum laugardaginn 19. október og sigurvegarinn úr þeim leik leikur gegn sigurvegarnum úr leik Móldóva og Armena um laust sæti á leikunum.

KA/Þór mætir Haukum í KA-heimilinu á þriðjudagskvöld.

KA/Þór mætir Haukum í KA-heimilinu á morgun, þriðjudag, í KA-heimilinu. Frítt er á völlinn og hefst leikurinn klukkan 18.30. Síðast þegar stelpurnar spiluðu í KA-heimilinu unnu þær stórsigur á Aftureldingu fyrir framan ríflega 300 áhorfendur. Það er því um að gera að mæta á völlinn til þess að hvetja stelpurnar, enda um mikilvægan leik að ræða. KA/Þór tapaði naumlega á laugardaginn fyrir Gróttu en með smá heppni hefði sá leikur unnist. Við viljum minna á að enn er hægt að kaupa ársmiða og eru þeir seldir á staðnum. Þeir kosta 5000kr stykkið og innifalið í því er kaffi og kökur í hálfleik. 

Níu leikmenn frá KA í U17 og U19

Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki, þeir Filip Szewczyk og Emil Gunnarsson, hafa valið leikmenn fyrir Norðurlandamót U19 sem fram fer í Ikast í Danmörku um miðjan október. Átta leikmenn frá Blakdeild KA eru í hópunum, 7 drengir og 1 stúlka. Þessir leikmenn eru mjög ungir og eiga allir drengirnir einnig sæti í U17 landsliðinu. Þessi fjöldi sýnir vel hversu góðum árangri þessir ungu leikmenn hafa náð og er mikil viðurkenning fyrir blakdeildina og Filip sem hefur verið þjálfari hjá KA undanfarin ár. Þeir leikmenn sem valdir voru eru Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Ævarr Freyr Birgisson, Valþór Ingi Karlsson, Sævar Karl Randversson, Sigurjón Karl Viðarsson, Vigfús Jónbergsson og Ásta Lilja Harðardóttir.

Olís-deild kvenna: Grótta vann KA/Þór í hörkuleik

Meistaraflokkur KA/Þór hélt suður á Seltjarnarnes á laugardaginn þar sem þær mættu sterku liði Gróttu. Grótta komst í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrravetur og er spáð 5. sæti í Olís-deildinni í vetur á sama tíma og KA/Þór er spáð neðsta sætinu. Leikurinn var í miklu jafnræði til að byrja með, Grótta þó með frumkvæðið. Um miðjan fyrri hálfleikinn komst KA/Þór yfir með góðum leikkafla. Grótta komst þó aftur yfir og leiddi í hálfleik 13-11.

Góð ferð hjá 5. flokki til Vestmannaeyja

Fimmti flokkur drengja hjá KA gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr bítum á fyrsta fjölliðamóti flokksins í vetur. A-lið KA sigraði í fyrstu deild eftir hörkubaráttu við þrjú önnur félög. B-lið félagsins stóð sig einnig mjög vel en tapaði naumlega úrslitaleik í 3. deild. Það er því ekki amaleg byrjun á vetrinum að vinna 1. umferð Íslandsmóts og eiga drengirnir töluverða möguleika að verða Íslandsmeistarar þegar upp verður staðið í lok vetrar og ekki er ólíklegt að B-liðið vinni sig upp um deild.

Meistaradeildin: Þór/KA tekur á mót rússneska liðinu Zorkiy.

Eins og flestum er kunnugt um tekur Þór/KA þátt í Meistaradeild Evrópu í ár. Liðið ávann sér sæti í deildinni með því að verða Íslandsmeistarar 2012. Liðið dróst gegn Rússneska liðinu Zorkiy í 32 liða úrslitum og fer fyrri leikurinn fram á Þórsvelli miðvikudaginn 9. október klukkan 16:00. Síðari leikur liðanna fer fram ytra viku síðar.

Innheimtukröfur komnar í netbanka

Kröfur fyrir fyrsta hluta æfingagjalda annarinnar eru nú orðnar sýnilegar í netbnaka greiðenda, við biðjumst velvirðingar á hversu seint þær koma inn, en vandræðagangur með innheimtukerfi félagsins skýrir þessa töf.

Akureyri með heimaleik gegn ÍBV á laugardaginn klukkan 13:30

Það er komið að öðrum heimaleik Akureyrar Handboltafélags í Olís-deildinni. Að þessu sinni eru það nýliðarnir í deildinni, Vestmannaeyingar sem mæta til leiks eftir fimm ára fjarveru úr efstu deild. Leiktíminn og dagurinn er óvenjulegur að þessu sinni og því skal ítrekað að leikurinn hefst klukkan 13:30 eða hálftvö á laugardaginn.Ástæðan er sú að Eyjamenn þurfa að komast heim áður en flugvöllurinn í Eyjum lokar.

Unglingamót TB-KA í KA húsinu um helgina

Helgina 5.-6. október nk. verður haldið unglingamót TB-KA Mótið verður haldið í Íþróttahúsi KA, Dalsbraut 1, 600 Akureyri, keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum og kl. 09:00 á sunnudeginum. Keppt verður í undanúrslitum á laugardeginum. Keppt verður í fjórum flokkum:U-13: Hnokkar/Tátur U-15: Sveinar/Meyjar U-17: Drengir/Telpur U-19: Piltar/Stúlkur

Gervigras á knattspyrnuvelli á Norðurlandi eina vitið

Gunnar Níelsson formaður knattspyrnudeildar KA segir að gervigras á knattspyrnuvelli á Norðurlandi sé eina vitið í viðtali við Norðursport.