Fréttir

Lið í Malawi í KA-búningum

Lið í Lifuwu í Malawi hefur síðustu mánuði spilað í KA-búningum. Inga Rakel Ísaksdóttir er sjálfboðaliði þar og færði liðinu búningana að gjöf.

Haustmót í áhaldafimleikum- frjálsar, 1. og 2.þrep - Úrslit

Haustmót í áhaldafimleikum í frjálsum, 1.og 2.þrepi kvk og kk fór fram á Akureyri laugardaginn 9.nóvember.

Breytingar hjá hópum vegna Haustmóts 2 í áhaldafimleikum

Athugið Vegna FSÍ mótsins sem haldið verður laugardaginn 09.11 færist æfingin hjá öllum Laugardagshópum þannig að tími hvers hóps færist óbreyttur yfir á sunnudaginn.

Gk fimleikavörur með sölu á fatnaði

Laugardaginn næsta 09.11.13 verður haustmót í áhöldum 2 haldið í fimleikahúsinu okkar.Í tilefni af því ætlar Gk fimleikavörur að vera með sölu á vönduðum fimleikavörum og fatnaði í andyri FIMAK meðan á mótinu stendur.

Enn vantar nokkra til að vinna á Haustmói 2 á laugardaginn

Á laugardaginn fer fram haustmót 2 hér á Akureyri, þar sem keppendur í frjálsum, 1.og 2.þrepi keppa.Ennþá vantar okkur fólk til að aðstoða í hin ýmsu störf.Ef þið hafið tök á að aðstoða okkar megið þið gjarnan setja ykkur í samband við Guðrúnu Vöku á netfanginu gvaka73@gmail.

Yngra ár 4. flokks brá undir sig betri fætinum um helgina

Yngra árið hjá KA/Þór átti erfiða helgi fyrir höndum þegar lagt var af stað á föstudagsmorgun. Fyrir láu þrír leikir. KA/Þór1 átti leik gegn ÍBV á Selfossi og KA/Þór2 átti leiki gegn Selfoss og Val.

Sala á fimleikafatnaði

Á morgun þriðjudag 5.nóv.verðum við með sölu á félagsfatnaði frá klukkan 16.00-19.00 í anddyri fimleikahússins.Erum einnig með Parkourfatnað.Hægt verður að máta og panta fatnað félagsins þá.

Snjór stoppar engann

Miðvikudaginn 30.október var gevigrasvöllurinn á KA vellinum á kafi í snjó. En það stoppaði ekki 4.fl karla að spila á vellinum

U17 og U19 æfingar um helgina

Um helgina fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U10 ára landslið karla. Þar eigum við KA menn 4 fulltrúa að þessu sinni. Æfingarnar fara fram fyrir sunnan.

Norðurlandsæfingar um helgina

17 stelpur frá KA taka þátt í norðurlands æfingum um helgina sem fram fara á KA vellinum og í Boganum.