Fréttir

Fannar og Ævar til Belgíu með U19

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í lið Íslands sem mun leika í undankeppni EM U19 í Belgíu 8.-16. október. Ásamt heimamönnum mæta þeir Frökkum og Norður Írum.

Innheimtukerfið bilað

Innheimtukerfi FIMAK er bilað sem stendur og er unnið að viðgerð.Af þessum sökum seinkar okkur með að senda inn kröfur fyrir fyrsta hluta æfingagjalda vetrarins.Við biðjumst afsökunar á þessum töfum.

Söludagar frá Arena dansverslun

Söluaðili frá Arena dansverslun verður með sölu á fimleikafatnaði fimmtudaginn 3.okt og föstudaginn 4.okt milli kl.15.00-18.00.

Martha og Sunna Guðrún í úrvalsliði 2. umferðar

Nú þegar 2. umferð Olís-deildar kvenna er lokið hafa tveir miðlar, sport.is og handbolti.org valið þá leikmenn sem taldir eru hafa skarað fram úr í umferðinni. Þessir miðlar eru ótrúlega samhljóma að þessu sinni en eina ósamræmið á milli þeirra er val á markverði umferðarinnar. KA/Þór á sína fulltrúa í valinu, Martha Hermannsdóttir er hjá báðum aðilum valin besta vinstri skyttan og Sunna Guðrún Pétursdóttir er markvörður umferðarinnar hjá handbolti.org. Við óskum þeim báðum svo og öðrum leikmönnum til hamingju með frammistöðuna.

Unglingamót um helgina og foreldrafundur

Foreldrafundur verður haldinn á þriðjudaginn, þann 1. október kl: 19:30 í KA heimilinu. Örstutt kynning á starfi vetrarins, mótum framundan ofl. Fyrsta mót vetrarins verður síðan um helgina 5.-6. október.Mótið hefst kl. 10:00 á laugardeginum og kl. 9:00 á sunnudeginum.

Hamrarnir hófu deildarkeppnina með sigri - myndir

Það var sögulegur leikur hjá Hömrunum á laugardaginn þegar þeir léku sinn fyrsta leik í 1. deildinni. Sterkt samband er á milli Hamranna og Akureyrar Handboltafélags enda eru allnokkrir leikmenn úr æfingahópi Akureyrar á láni hjá Hömrunum auk þess sem margir leikmenn úr 2. flokki Akureyrar spreyta sig með Hömrunum og fá þannig dýrmæta reynslu. Þá voru nokkur gamalkunnug andlit í leikmannahópnum sem hafa tekið fram skóna og sýndu að þeir kunna ýmislegt fyrir sér.

KA/Þór burstaði Aftureldingu fyrir framan fullt hús - myndir

Frábær mæting var í KA-heimilið í dag þegar að KA/Þór burstaði Aftureldingu í Olís-deild kvenna. Ríflega 350 manns sáu stúlkurnar vinna 31-23. Sigurinn var aldrei í hættu en Aftureldingu var spáð 11. sæti deildarinnar en KA/Þór því tólfta.

Fyrsti heimaleikur KA/Þór á laugardag

Stúlkurnar í KA/Þór leika gegn Aftureldingu í Olís-deild kvenna á laugardaginn í KA-heimilinu. Leikurinn hefst klukkan 13.30 en það verður mikið húllumhæ í félagsheimili KA-manna fyrir leik. Frítt er á völlinn og eru allir hvattir til þess að mæta og styðja stelpurnar.

Handboltaveisla í KA heimilinu á laugardaginn

Í kjölfar KA-dagsins á laugardag hefst mikil handboltaveisla í KA-heimilinu. Klukkan 13:30 leikur KA/Þór sinn fyrsta heimaleik í Olís-deildinni þegar liðið tekur á móti Aftureldingu. Þar á eftir er komið að sögulegum leik en klukkan 16:00 leikur hið nýja lið Hamranna sinn fyrsta leik í 1. deild en mótherjar Hamaranna eru Þróttarar. Á sama tíma leikur Akureyri Handboltafélag við ÍR en sá leikur fer fram í Reykjavík en verður sýndur beint á RÚV. Seinna á laugardaginn, eða klukkan 19:15 leikur 3. flokkur KA gegn Selfyssingum og sömu lið mætast síðan aftur á sunnudaginn klukkan 12:15. Báðir þessir leikir verða í KA heimilinu.

Útileikur gegn ÍR og fjáröflunarátak Akureyrar Handboltafélags

Akureyri byrjaði tímabilið með sannfærandi sigri á Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð deildarinnar sem var leikin í síðustu viku. Nú á laugardaginn heldur meistaraflokkur liðsins í sinn fyrsta útileik  þegar liðið mætir bikarmeisturum ÍR á heimavelli þeirra í Austurbergi.  Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.