16.10.2013
Þór/KA lék seinni leik sinn gegn Zorky í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Leikurinn fór fram í Rússlandi og höfðu heimastúlkur betur 4-1 og samtals 6-2 í viðureigninni. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði fyrir Þór/KA.
16.10.2013
3. flokkur kvenna hjá KA/Þór í handbolta lék tvo leiki fyrir sunnan um síðustu helgi. Fyrri leikurinn var gegn Val á Hlíðarenda
á föstudagskvöldið en sá síðari var gegn ÍR í Austurbergi á sunnudag.
Eftirfarandi pistill um helgina birtist á vefnum nordursport.net.
16.10.2013
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði U19 sem vann Norður-Íra 1-0. Á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar
2-2 jafntefli sem þýddi að Íslendingar komust upp fyrir Frakka og höfnuðu í 2. sæti riðilsins. Þeir eru því komnir áfram
í milliriðil ásamt Belgum en Frakkar og Norður-Írar sitja eftir.
15.10.2013
Sælir foreldrar og forráðamenn.Helgina 25.-27.október verður fyrsta mót vetrarins haldið hér fyrir norðan.Þetta er FSÍ haustmót áhaldafimleika í þrepum 5-3.
15.10.2013
Sælir foreldrar og forráðamenn.Helgina 25.-27.október verður fyrsta mót vetrarins haldið hér fyrir norðan.Þetta er FSÍ haustmót áhaldafimleika í þrepum 5-3.Eins og áður hefur komið fram getur FIMAK ekki haldið mót af þessari stærðagráðu án hjálpar frá foreldrum og iðkendum félagsins.
14.10.2013
Á sunnudaginn tóku strákarnir í 3. flokki KA á móti sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis í 1. deildarkeppninni. Leikið var í KA
heimilinu og fóru heimamenn með þriggja marka sigur 27-24. Það var ekki auðvelt í fyrstu að greina hvaða lið voru eiginlega keppa því
bæði léku í KA-búningum eins og sjá má meðfylgjandi myndum Hannesar Péturssonar. Til að taka af allan vafa þá eru
það KA menn sem eru í gulu búningunum.
14.10.2013
Það var mikið fjör á Íslandsmóti 6. flokks karla og kvenna um helgina en leikið var í KA-heimilinu og Íþróttahúsi
Síðuskóla. Okkur hefur borist fjöldi ljósmynda frá mótinu, bæði frá Þóri Tryggvasyni og Hannesi Péturssyni. Hér
að neðan er hægt að fletta í gegnum myndsöfnin.
13.10.2013
Lagið meiðslalistinn kom upp í huga þjálfara fyrir helgina þar sem meiðsli svo sem puttabrot, handabrot og ökklabrot eru að hrjá nokkrar
stúlkur. Ekki vænkaðist svo hagur flokksins þegar ein bættist við með snúinn ökkla eftir píptest í skólanum. Þar fyrir utan
voru fimm stúlkur fjarverandi út af skólaferðalagi og öðru. Það var því lágmarksfjöldi þriggja liða sem steig upp
í rútuna á fallegum laugardagsmorgni með þrjár hressar stelpur úr 5. flokki að láni.
12.10.2013
Laugardaginn 12.október og Sunnudaginn 13.október er haldið FSÍ námskeið fyrir þjálara FIMAK.
12.10.2013
Laugardaginn 12.október og Sunnudaginn 13.október er haldið FSÍ námskeið fyrir þjálara FIMAK.