21.10.2013
Áki Sölvason skoraði þriðja mark Íslendinga gegn Moldóvum í 3-1 sigri. Þetta var hreinn úrslitaleikur um sæti á Ólympíuleika ungmenna sem fer fram í Kína á næsta ári og eru því strákarnir á leiðinni þangað.
20.10.2013
KA/Þór fékk erfitt verkefni í dag þegar stelpurnar mættu Íslandsmeisturum Fram í KA heimilinu.
19.10.2013
Áki Sölvason lék síðustu 20 mínúturnar í 2-0 sigri U15 á Finnum í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna.
16.10.2013
Þór/KA lék seinni leik sinn gegn Zorky í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Leikurinn fór fram í Rússlandi og höfðu heimastúlkur betur 4-1 og samtals 6-2 í viðureigninni. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði fyrir Þór/KA.
16.10.2013
3. flokkur kvenna hjá KA/Þór í handbolta lék tvo leiki fyrir sunnan um síðustu helgi. Fyrri leikurinn var gegn Val á Hlíðarenda
á föstudagskvöldið en sá síðari var gegn ÍR í Austurbergi á sunnudag.
Eftirfarandi pistill um helgina birtist á vefnum nordursport.net.
16.10.2013
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði U19 sem vann Norður-Íra 1-0. Á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar
2-2 jafntefli sem þýddi að Íslendingar komust upp fyrir Frakka og höfnuðu í 2. sæti riðilsins. Þeir eru því komnir áfram
í milliriðil ásamt Belgum en Frakkar og Norður-Írar sitja eftir.
15.10.2013
Sælir foreldrar og forráðamenn.Helgina 25.-27.október verður fyrsta mót vetrarins haldið hér fyrir norðan.Þetta er FSÍ haustmót áhaldafimleika í þrepum 5-3.
15.10.2013
Sælir foreldrar og forráðamenn.Helgina 25.-27.október verður fyrsta mót vetrarins haldið hér fyrir norðan.Þetta er FSÍ haustmót áhaldafimleika í þrepum 5-3.Eins og áður hefur komið fram getur FIMAK ekki haldið mót af þessari stærðagráðu án hjálpar frá foreldrum og iðkendum félagsins.
14.10.2013
Á sunnudaginn tóku strákarnir í 3. flokki KA á móti sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis í 1. deildarkeppninni. Leikið var í KA
heimilinu og fóru heimamenn með þriggja marka sigur 27-24. Það var ekki auðvelt í fyrstu að greina hvaða lið voru eiginlega keppa því
bæði léku í KA-búningum eins og sjá má meðfylgjandi myndum Hannesar Péturssonar. Til að taka af allan vafa þá eru
það KA menn sem eru í gulu búningunum.
14.10.2013
Það var mikið fjör á Íslandsmóti 6. flokks karla og kvenna um helgina en leikið var í KA-heimilinu og Íþróttahúsi
Síðuskóla. Okkur hefur borist fjöldi ljósmynda frá mótinu, bæði frá Þóri Tryggvasyni og Hannesi Péturssyni. Hér
að neðan er hægt að fletta í gegnum myndsöfnin.