25.09.2013
Badminton æfingar fyrir 5-8 ára verða í KA-húsinu í vetur á sunnudögum frá kl.10:30 - 12:00
Stjórn TB-KA
24.09.2013
Þá er keppnistímabilinu lokið þetta sumarið og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega.
Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr
gagnagrun KSÍ ásamt tölfræði sem KA-sport tók saman í sumar.
23.09.2013
Knattspyrnudeild KA hélt lokahóf sitt í Hofi laugardaginn 21. september. Vel var mætt og tókst það afar vel til.
Vinir Móða kusu Hallgrím Mar Steingrímsson besta leikmann meistaraflokks í sumar. Sama gerðu leikmenn, þjálfarar og stjórn
knattspyrnudeildar. Er Hallgrímur afar vel að þessum verðlaunum kominn en hann var markahæsti leikmaður KA liðsins í sumar með 7 mörk. Einnig
átti hann flestar stoðsendingar en þær voru 8 talsins.
23.09.2013
Nú liggur fyrir hver verða æfingajöld hjá yngri flokkum KA í vetur. Innheimta gjaldanna er að hefjast eins og kemur fram hér að að neðan svo
og upplýsingar um hvað er innifalið og greiðslumöguleikar.
Athugið að það er frítt að æfa í september þannig að allir geta komið og prófað.
21.09.2013
Kvennalið KA/Þór hóf leik í dag í Olís-deild kvenna, á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Þær léku gegn
Selfossi á Selfossi og þurftu að lúta í gras, 24-25, eftir spennandi viðureign. Olís-deildin er rétt að fara af stað og er næsti leikur
stelpnanna heimaleikur í KA-heimilinu á laugardaginn næsta.
20.09.2013
KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna um helgina þegar þær mæta Selfossi á Selfossi. Liðið er að taka
þátt í efstu deild á nýjan leik, eftir eins árs fjarveru.
19.09.2013
Nú er komið að því, eftir allt of langt hlé, að getraunastarfið hefjist aftur hjá okkur. Næstkomandi laugardag verður
fyrsta umferðin í innanfélagskeppninni.
18.09.2013
Loksins er komið að leikdegi í úrvalsdeild hjá
meistaraflokki karla. Deildin hefur fengið nýtt nafn, heitir að þessu sinni Olís-deildin. Fyrstu mótherjar Akureyrar eru engir aðrir en Íslandsmeistarar
Fram. Leikmenn ætla svo sannarlega að sýna að þeir séu tilbúnir í slaginn og vonast að sjálfsögðu til að fá fulla
höll í fyrsta leik.
Við minnum á hversu frábær skemmtun það er að koma á alvöru handboltaleik. Líkt og í fyrra verður opið gæsluherbergi
fyrir yngstu börnin þar sem þau geta leikið sér í ýmsum boltaleikjum.
16.09.2013
Boðað er til stutts fundar með foreldrum leikmanna 5. flokks karla karla miðvikudaginn 18. september. Fundað verður í
fundarsal KA heimilisins og er áætlað að fundurinn standi frá klukkan 18:30 til klukkan 19:00. Helstu dagskrárliðir eru:
Vetrarstarfið
Keppnisferðir
Kynning á þjálfurum flokksins
Fulltrúi unglingaráðs mætir á fundinn og spjallar við foreldra.
Eins og áður segir, klukkan 18:30 - 19:00 miðvikudaginn 18. september í fundarsal KA-heimilisins.
15.09.2013
Framundan eru Norðurlandamót U17 og U19 í blaki og hafa landsliðsþjálfararnir valið í æfingahópa. Blakdeild KA á þar marga
fulltrúa eins og oft áður.
Í æfingahópi U17 karla eru Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunnar Pálmi Hannesson, Sigurjón Karl Viðarsson, Sævar Karl Randversson,
Valþór Ingi Karlsson, Vigfús Jónbergsson og Ævarr Freyr Birgisson. Þjálfari er Natalia Ravva.
Í æfingahópi U17 kvenna eru þær Arnrún Eik Guðmundsdóttir og Sóley Ásta Sigvaldadóttir. Þjálfari er Miglena
Apostolova.
Sömu drengir eru í æfingahópi U19 en þjálfari þeirra er Filip Sczewzyk sem er einnig þjálfari karlaliðs KA.
Þær sem voru valdar til æfinga í U19 kvenna voru þær Alda Ólína Arnarsdóttir, Ásta Lilja Harðardóttir, Hafrún
Hálfdánardóttir og Hólmfríður Ásbjarnardóttir. Það er hins vegar bara Ásta sem gefur kost á sér þar sem hinar
eru fjarri góðu gamni. Þjálfari þeirra er Emil Gunnarsson.
Við bíðum spennt eftir endanlegri liðsskipan en U19 liðin halda til Ikast í Danmörku 14. október og U17 liðin til Kettering á Englandi 31.
október.