Fréttir

Fjórir leikir á Opna Norðlenska í dag

Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og hélst sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.

Norðlenska handboltaveislan um helgina

Eins og undanfarin ár hefjum við forleik að handboltavertíðinni með æfingamótinu Opna Norðlenska. Að þessu sinni taka fjögur lið þátt í mótinu, þrjú gestalið, Fram, Stjarnan og Valur auk heimamanna. Það verður virkilega forvitnilegt að sjá hvernig nýir leikmenn Akureyrar spjara sig en fimm nýir leikmenn komu til liðs við Akureyri Handboltafélag í sumar:

Handknattleiksdómaranámskeið

Helgina 13.-15. september verður haldið C-stigs dómaranámskeið fyrir handboltadómara, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram á robert@hsi.is  og lýkur föstudaginn 6. september nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.  Allar frekari upplýsingar eru hjá robert@hsi.is

Biðlistar

Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að hópar félagsins eru fullir eins og er.Börn sem æfðu hjá okkur á síðustu önn (kláruðu önnina) eru í forgang og halda sjálfkrafa plássi sínu.

Handboltaæfingar hefjast 2. september - æfingataflan komin

Nú er handboltavertíðin að byrja og æfingataflan komin á heimasíðuna. Æfingar munu hefjast samkvæmt tímatöflu mánudaginn 2. september. Margir foreldrar yngstu iðkendanna hafa haft samband og spurt um tímana og eru þar að hugsa um frístund í skólunum. Æfingatímar þeirra yngstu eru tilbúnir og eru þeir eftirfarandi:

Markasúpa á Akureyrarvelli í gær

Það var sannkölluð markasúpa á Akureyrarvelli í gær þegar KA tók á móti Tindastól. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist mátti ekki búast við svona mörgum mörkum. Tindastóll byrjaði leikinn betur og áttu nokkur hálffæri inní vítateig okkar mann sem voru þéttir og komust skotin ekki á markið. Alltaf var KA maður tilbúin að fórna sér fyrir boltan. KA hafa ekki verið sérstakir á síðasta þriðjung vallarins oft á tíðum í sumar en annað var uppá teningnum í gær.

Stundaskrá haustönn 2013-fyrstu drög

Hér má finna fyrstu drög að stundaskrá fyrir haustönn 2013.Við vekjum athygli á því að það gæti þurft að gera breytingar á töflunni þar sem þjálfarar okkar hafa ekki allir fengið sínar stundatöflur í hendurnar.

Verðskrá

Hér má finna verðskrá félagsins fyrir haustönn 2013.Styrkur sem við fengum frá Samherja kemur til lækkunar á æfingagjöldum á önninni hjá börnum 6-16 ára skv.ákvæðum samningsins.

Badminton - Æfingar að hefjast

Æfingar í badminton hefjast þriðjudaginn 3. september kl. 16:00 í Íþróttahöllinni Æfingar verða í Íþróttahöllinni í vetur á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:00-18:00 Flokkar Snáðar og snótir - U11 - fædd 2003 og síðar Hnokkar og tátur - U13 - fædd 2002 og 2001 Sveinar og meyjar - U15 - fædd 2000 og 1999 Drengir og telpur - U17 - fædd 1998 og 1997 Piltar og stúlkur - U19 - fædd 1996 og 1995 Æfingar í minitoni (4-7 ára) verða auglýstar síðar Mótaskrá BSÍ fyrir veturinn: http://badminton.is/media/files/Motaskra_2013_2014_loka.pdf Stjórn TB-KA

4-2 tap gegn BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík sigruðu í dag okkar menn í afar kaflaskiptum leik 4-2. Fyrri hálfleikur var markalaus og tíðindalítill en í þeim síðari voru skoruð sex mörk. Mörk okkar í leiknum skoruðu Ivan og Bjarki eftir stoðsendingar frá Brian Gilmour. Eftir leikinn er KA í 9. sæti með 23 stig en BÍ/Bolungarvík í því fjórða með 33 stig.