07.06.2013
Eins og kunnugt er spila okkar menn við Víkinga á morgun, laugardag, kl. 14.00 á Akureyrarvelli. Upphitun fyrir stuðningsmenn KA hefst kl. 12.30 í veislutjaldi
við norðurenda vallarins. Grillaðir verða hamborgarar, hinir glæsilegu KA treflar verða til sölu og hægt verður að kaupa miða á völlinn.
Allir eru velkomnir en börn verða að vera í fygld með fullorðnum.
07.06.2013
Á laugardaginn 8. júní mæta Víkingar frá Reykjavík í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik sumarsins sem leikinn
verður á Akureyrarvelli. Flautað verður til leiks kl 14.00. Víkingar eru með sjö stig eftir fjórar umferðir.
04.06.2013
Í júní mánuði ætlar Fimak að bjóða upp á ýmis námskeið fyrir stelpur og stráka.Hér má sjá framboðið og nánari upplýsingar um verð og skráningu.
04.06.2013
Sumaræfingar verða í boði fyrir eftirtalda hópa: F1, F2, F3, It-1, It-2, It-2d og It3-1.Æfingatöflu og skráningu má finna hér.
01.06.2013
Í dag laugardag kl 14:30 verður blásið til leiks okkar og Leiknis.
31.05.2013
Skráning er í fullum gangi fyrir íþrótta- og leikjaskóla félagsins fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Leikjaskólinn hefur verið starfræktur í fjölda mörg ár og alltaf verið vel liðinn af foreldrum og börnum. Nú er hægt að
skrá krakka í skólann með því að sækja þar til gert blað hér fyrir neðan, fylla það út og skila uppí
KA-Heimili.
Um er að ræða 4 tímabil og kostar hvert þeirra 4000 kr en hvert tímabil er 2 vikur. Nánari upplýsingar eru á umsóknarblaðinu sem
hægt er að nálgast hér að neðan eða hægt er að hringja í KA-Heimilið í síma 462-3482.
Umsóknarblað
29.05.2013
Vinnudagur á Akureyrarvelli!
Næstkomandi föstudag (31.5.13) ætlum við að hafa vinnudag á Akureyrarvelli. Í mörg horn er að líta en margar hendur vinna létt
verk hratt.
Við hefjumst handa á slaginu kl. 17:00.
Komum saman og hjálpumst til við að gera Akureyrarvöll sem glæsilegastan fyrir fyrsta heimaleik.
27.05.2013
Á síðustu vorsýningunni kl.13:30 á laugardaginn 25.maí varð einn strákur fyrir því að ipod blátt
hulstur 32 gb og hárgel hvarf úr lokaðri tösku hans á meðan á sýningu stóð.
27.05.2013
Á síðustu vorsýningunni kl.13:30 á laugardaginn 25.maí varð einn strákur fyrir því að ipod blátt
> hulstur 32 gb og hárgel hvarf úr lokaðri tösku hans á meðan á sýningu
> stóð.
27.05.2013
Á síðustu vorsýningunni kl.13:30 á laugardaginn 25.maí varð einn strákur fyrir því að ipod blátt
> hulstur 32 gb og hárgel hvarf úr lokaðri tösku hans á meðan á sýningu
> stóð.