Fréttir

Týndur ipod

> Á síðustu vorsýningunni kl.13:30 á laugardaginn 25.maí varð einn strákur fyrir því að ipod blátt > hulstur 32 gb og hárgel hvarf úr lokaðri tösku hans á meðan á sýningu > stóð.

Vorönn 2013 á enda

Síðustu æfingum vorannar er nú lokið.Vorsýningarnar eru lokahnikkur annarinnar og vonandi að allir iðkendur félagsins hafi notið starfsins hjá okkur í vetur.Sumarnámskeiðin verða auglýst á heimasíðunni í næstu viku en þau fara fram í júnímánuði.

Treflar til sölu á Ólafsfirði á morgun.

Á morgun ætlum við að hafa með okkur trefla til Ólafsfjarðar og geta menn þá verslað sér þar. Verðið er eins og áður segir 2.500 krónur, hinsvegar ef fólk kaupir 3 eða fleiri þá er verðið 2.000 krónur á stykkið. Það eru aðeins 40 mínútur til Ólafsfjarðar og liðinu okkar veitir ekki af stuðningnum ! Fjölmennum því til Ólafsfjarðar. Einnig ætlum við að grilla ofaní þá sem vilja, vera með hamborgara og með því á 500 krónur. Hægt er að hafa samband við Ólaf í síma 824-2720 eða Ragnar í 865-1712 til að fá nánari upplýsingar um hvar við verðum. Viljum við vekja athygli á því að við getum því miður ekki verið með posa á okkur og því aðeins hægt að greiða með peningum.

Sumaræfingar í handbolta

Nú er starfi handboltans í vetur lokið og afslöppun í sólinni á næsta leiti.

Fjallabyggð á morgun

Það er ekki langt ferðalag sem við eigum fyrir höndum á morgun KA menn  en  næsti leikur okkar  fer fram á Ólafsfirði og hefst hann kl 14.

Verð á myndum og dvd diskum

Myndatökur á hópunum í búningum fóru fram í gær á generalprufunni.Myndirnar verða seldar á sýningunum og kostar stk.1.000,- kr.Þetta verkefni er fjáröflun fyrir hóp af krökkum sem stefna að því að fara á Eurogym 2014 í Svíþjóð.

Glæsilegur KA trefill kominn í sölu

Nú fyrr í dag kom skemmtileg sending frá Englandi þegar treflar sem unnið hefur verið í að kaupa fyrir félagið í þónokkurn tíma enduðu ferð sína og mættu í félagsheimilið okkar. Treflarnir eru hinir glæsilegustu eins og má sjá á meðfylgjandi mynd af strákunum vera máta þá í dag. Verðið á hverjum trefli verður 2.500 krónur. Hinsvegar ætlum við að bjóða fólki að ef það kaupir 3 stykki eða fleiri í einu að fá þá á 2.000 krónur, enda þurfa allir á heimilinu að eiga sinn trefil. Frá og með morgundeginum verður trefillinn kominn í sölu upp í KA heimili. Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar er hægt að hafa samband við Ólaf í síma 824-2720 eða Ragnar í 865-1712, sem og KA heimilið - 462-3482 (frá og með morgundeginum)

Leikur KA og KF færður til laugardags

KA átti að ferðast til Ólafsfjarðar næst komandi fimmtudag og leika þar við knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Eins og við þekkjum vel hér á Akureyri þá eru vellir að koma illa undan vetri og er enþó nokkur snjór enþá á Ólafsfirði en þrátt fyrir það hefur völlur þeirra komist ágætlega undan snjónum sem mokaður hefur verið af vellinum. Félögin komust í sameiningu að því í dag að færa leikinn til Laugardags og binda þannig vonir við að snjó létti við völlinn en stúkan og allt í kring er á bólakafi. Leikurinn verður því flautaður á kl 14:00 á Laugardaginn næsta. Nánar um leikinn þegar nær dregur.

Vorsýning FIMAK 2013

Vorsýningarnar verða 4 talsins í ár og fara þær fram föstudaginn 24.maí og laugardaginn 25.maí.Hér má sjá hvaða hópur sýnir á hverri sýningu.Miðaverð á sýningarnar er krónur 1000,- fyrir 16 ára og eldri.

Generalprufa fyrir vorsýningu 2013

Generalprufan fyrir vorsýninguna fer fram fimmtudaginn 23.maí.Tímasetningar fyrir alla hópa má finna í þessari frétt.Athugið að allar almennar æfingar falla niður þennan dag.