03.07.2013
Þá er komið að 9. umferð 1.deildarinnar og er það heimaleikur gegn nágrönnum okkar frá Húsavík sem bíður okkar
á morgun. Leikurinn mun hefjast á slaginu klukkan 19.15 og verður það Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sem mun sjá til þess
að leikurinn fari prúðmannlega fram. Fyrir leikinn á morgun situr Völsungur á botni deildarinnar með 2 stig en KA í því níunda með
8 stig og ljóst um er að ræða hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir.
03.07.2013
Í dag, við upphaf N1-mótsins, mættu á svæðið fulltrúar frá Vífilfelli í þeim tilgangi að undirrita styrktarsamning
við KA sem gildir til næstu 3 ára. Með þessum samningi er Vífilfell orðið einn allra stærsti styrktaraðilli félagsins.
01.07.2013
FIMAK leitar að kraftmiklum og hressum yfirþjálfurum í hópfimleikum og í áhaldafimleikum drengja.
28.06.2013
Í kvöld mættust KA og Tindastóll á Sauðárkróksvelli og lauk leiknum með 2-2 jafntefli þar sem mikið gékk á í
fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var heldur tíðindalítill. Heimamenn í Tindastól komust yfir eftir rúman hálftíma þegar
að Steven Beattie skoraði úr vítaspyrnu. KA menn voru þó ekki lengi að jafna metin þegar að leikmaður Tindastóls skoraði
sjálfsmark. Stuttu seinna kom fyrirliði KA, Atli Sveinn Þórarinsson KA yfir eftir hornspyrnu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gerðist svo umdeilt atvik
þegar að önnur vítaspyrna var dæmd á KA og Ivan fékk sitt annað gula spjald og heimamenn jöfnuðu metin og þar við sat.
26.06.2013
Á morgun leggur liðið í ferð til Skagafjarðar, nánar tiltekið til Sauðárkróks og etur kappi við Tindastól í 8.
umferð. Leikurinn verður flautaður á kl. 19.15. Um er að ræða fyrsta eiginlega heimaleik Tindastóls en þeir hafa ekki getað spilað heimaleiki
sína á sínum heimvelli til þessa vegna þess hversu illa hann kom undan vetri. Við hvetjum sem flesta að gera sér ferð á leikinn og
styðja við bakið á liðinu.
24.06.2013
Miðvikudaginn 19. júní var KA-dagurinn haldinn og í leiðinni var nýi gervigrasvöllurinn formlega afhentur. Þórir Tryggvason tók
fjölmargar myndir við þetta tækifæri sem er hægt að skoða hér.
22.06.2013
Í dag mættust KA og BÍ/Bolungarvík á Akureyrarvelli og lauk leiknum með 1-0 sigri okkar manna í baráttuleik þar sem KA voru töluvert
sterkari aðilinn og greinilegt að leikmenn KA voru hungraðir í stigin þrjú. Hallgrímur Mar skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari
gerðinni, beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi og átti markvörður BÍ/Bolungarvíkur aldrei séns. Langþráður sigur KA eftir
slæmt gengi í undanförnum leikjum.
22.06.2013
Í gær skrifaði Ólafur Hrafn Kjartansson undir þriggja ára samning við
knattspyrnudeild. Ólafur sem er 15 ára og 210 daga gamall er að öllum
líkindum yngsti leikmaður sem knattspyrnudeild K.A. hefur samið við.
21.06.2013
Á morgun koma Djúpmenn í heimsókn til okkar og etja kappi við okkar lið. Leikurinn hefst kl 14.00. Bí/Bolungarvík hafa byrjað mótið
af miklum krafti og verið eitt besta lið deildarinnar það sem af er móti. Liðið situr í 2. sæti með 15 stig jafnmörg og topplið
Grindavíkur en eru með lakari markatölu. Á meðan KA liðið situr í 10. sæti með 4 stig eftir 6 leiki.