Fréttir

Upphitun: Selfoss - KA kl 15.00 í dag

Loksins er komið að því að 1.deildin hefist. Klukkan 15.00 í dag verður flautað til leiks á Selfossvelli, sem margir telja besta gras lansins. Eins og flestir hafa séð þá er KA spáð 2.sæti í deildinni af fyrirliðum og forráðamönnum félagana.  Selfoss hinsvegar er spáð 5. sæti í deildinni.

1.Dagur: Fyrirliðar og þjálfarar spá KA 2.sæti í sumar

Vefsíðan Fótbolti.net stendur árlega fyrir spá fyrir 1.deild karla þar sem þeir fá fyrirliða og þjálfara 1.deildar til að spá fyrir um úrslit deildarinnar með því að gefa hverju liði stig frá 1-11 en bannað er að setja sitt lið í spánna. Spáinn hefur verið birt á vefnum frá 12.sæti og niður og komum við KA menn uppúr pottinum í dag og er spáð 2.sæti og því Pepsideildar sæti að ári.

1.dagur: KA menn spá í spilin fyrir tímabilið

Á morgun hefst 1.deild karla eftir langa bið. Okkar menn ferðast til Selfoss og leika þar við heimamenn, mikil eftirvænting ríkir fyrir tímabilinu og fékk heimasíðan nokkra vel valda KA-menn til að spá fyrir um tímabilið.

Myndaveisla: Greifamót yngstu krakkanna

Inná facebook síðu KA er hægt að sjá myndir af Greifamóti yngstu krakkanna sem fram fór í boganum 4.maí síðastliðinn. Eins og fram kom í færslu hér fyrir neðan, þá tóku um 350 krakkar þátt í mótinu.

Mikil stemning fyrir herrakvöldinu

Miðasala á herrakvöld KA, sem haldið verður næstkomandi föstudag í Hlíðarbæ, gengur vel og mikil stemning er tekin að myndast fyrir herlegheitunum. Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk og áætlað er að borðhald hefjist kl. 19.45. Boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð frá Goya Tapas Bar og kaffi, konfekt og koníak að kvöldverði loknum.

Akureyrarmót í badminton

Verður haldið í Íþróttahöllinni laugardaginn 11. maí Mótið hefst kl. 10:00Mótið er opið öllum sem búsettir eru á Akureyri Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í eftirfarandi flokkum:Unglingaflokkum: U-11, U-13, U-15, U-17Fullorðinsflokkum: konur og karlar Mótsgjöld:Einliðaleikur kr.: 1.400Tvíliðaleikur kr.: 1.000 Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið helgabraga@akureyri.is eigi síðar en miðvikudaginn 8. maí

Um 350 keppendur á Greifamót ynstu flokkanna

Greifamót yngsti flokkanna fór fram laugardaginn 4.maí þar sem lið í 6.fl kvenna, 7.fl kvenna og karla og 8.flokk kepptu. Spilað var í 5 manna liðum og var spilað á 8 völlum í boganum. Til leiks mættu lið frá, KA, Þór, Hetti, Hvöt, Tindastól, Völsung, KF, Dalvík, Samherjum og Magna.

Fundur um málefni meistaraflokks kvenna

Á mánudaginn klukkan 19:30, strax eftir æfingu hjá meistaraflokki, verður fundur um málefni flokksins.  Það þarf að skipa stjórn, ákveða hvort farið verður í deildarkeppnina og skoða þjálfaramál. Sjáumst sem flest.

Glæsilegur KA trefill væntanlegur

Nýr glæsilegur KA trefill er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Vinna að hönnun og undirbúningur fyrir framleiðslu hefur staðið yfir síðan í janúar.

Eurogym 2014

Fyrirhugað er að fara með krakka fædda 1996-2002 á Eurogym 13.-18.júlí 2014.