Fréttir

Sannfærandi sigur á Þrótturum

Í dag mættust KA og Þróttur R. í 21. umferð 1. deildar karla. Leiknum lauk með sannfærandi 3-1 sigri okkar manna þar sem Ævar Ingi Jóhannesson, Atli Sveinn Þórarinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA. Eftir leikinn er KA í 6. sæti 32 stig þegar að það er ein umferð eftir.

Mikilvægir leikir hjá 2. flokki Akureyrar í dag, laugardag

Í dag fer fram forkeppni hjá 2. flokki karla þar sem keppt er um hvaða lið leika í 1. deild í vetur eða verða í 2. deild. Liðunum er skipt í fjóra riðla og eru Akureyri, Valur og ÍR í D-riðli sem leikinn verður hér á Akureyri á laugardaginn. Það verður því fjör í Íþróttahöllinni þar sem þetta þriggja liða mót verður drifið af í einum grænum.

Úrslitaleikurinn færður til kl 19:00

Nú er komið á hreint að úrslitaleikur 4. flokks kvenna verður í Boganum kl 19:00 í kvöld. Flugfélagið hefur ekkert verið að fljúga í dag þannig að Valsmenn hafa ekki komist til Akureyrar. Þær eiga flug núna kl 16:45 sem gefur auga leið að ekki er hægt að spila kl 17:00. Leikurinn hefur því verið færður til kl 19:00 og verður að vera í Boganum þar sem birtuskilyrði eru ekki nægilega góð á Akureyrarvelli þegar líður á leikinn. Allir að fjölmenna í Bogann kl 19:00!

Leikmannakynning Akureyrar í Höllinni á fimmtudaginn

Það er orðin löng hefð fyrir því að hefja handboltavertíðina með kynningarfundi þar sem farið er yfir starfsemi félagsins og ekki síst að kynna leikmannahópinn fyrir stuðningsmönnum. Fimmtudaginn 12. september, klukkan 20:00 er komið að kynningunni og hvetjum við allt áhugafólk um handbolta til að koma í Íþróttahöllina og kynna sér starfsemi og leikmannahóp Akureyrar Handboltafélags í vetur.

Uppfærð stundatafla

Vegna þrengsla í sal og breytinga á stundatöflum þjálfara þurfti að færa til æfingu hjá K2 og P3.Hér er komin ný stundatafla með þeim breytingum.

Úrslitaleikur 4. flokks kvenna á Akureyrarvelli

Á fimmtudag verður stærsti leikur sumarsins á Akureyrarvelli. Þar mætast KA og Valur í úrslitaleik 4. flokks kvenna A-liða. KA hefur spilað 6 úrslitaleiki undanfarin 6 ár og hafa allir þessir leikir verið spilaðir fyrir sunnan fyrir utan einn sem var spilaður á Blönduósi en þá varð 3. flokkur karla Íslandsmeistari.

Fjórir leikir á Opna Norðlenska í dag

Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og hélst sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.

Norðlenska handboltaveislan um helgina

Eins og undanfarin ár hefjum við forleik að handboltavertíðinni með æfingamótinu Opna Norðlenska. Að þessu sinni taka fjögur lið þátt í mótinu, þrjú gestalið, Fram, Stjarnan og Valur auk heimamanna. Það verður virkilega forvitnilegt að sjá hvernig nýir leikmenn Akureyrar spjara sig en fimm nýir leikmenn komu til liðs við Akureyri Handboltafélag í sumar:

Handknattleiksdómaranámskeið

Helgina 13.-15. september verður haldið C-stigs dómaranámskeið fyrir handboltadómara, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram á robert@hsi.is  og lýkur föstudaginn 6. september nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.  Allar frekari upplýsingar eru hjá robert@hsi.is

Biðlistar

Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að hópar félagsins eru fullir eins og er.Börn sem æfðu hjá okkur á síðustu önn (kláruðu önnina) eru í forgang og halda sjálfkrafa plássi sínu.