Fréttir

Úrslitakeppni: 4.fl kvenna með sigur á Tindastól í dag

í dag spilaði 4.fl kvenna sinn fyrsta leik af 3 í úrslitakeppni 4.fl kvenna. Þær mættu Tindastól á KA vellinum og má segja að þær hafi verið vel tilbúnar í þetta verkefni. Eftir 13 mín komst KA yfir með marki frá Margréti Árnadóttur. Hún náði síðan að bæta við öðru marki á síðust mínútu fyrri hálfleiks

Æfingamót hjá meistaraflokki kvenna um helgina

Nú um helgina verður fjögurra liða æfingamót í KA heimilinu fyrir meistaraflokk kvenna í handknattleik. KA/Þór heldur mótið í samstarfi við Norðlenska og að sjálfsögðu kallast mótið Opna Norðlenska. Frá KA/Þór verða tvö lið í mótinu en auk þeirra mæta lið frá Fylki og Aftureldingu. Mótið hefst með tveim leikjum á föstudag og síðan verða fjórir leikir á laugardaginn. Leikjaniðurröðun og tímasetningar eru sem hér segir: Föstudagur 7. sept. kl. 19:00 KA/Þór1 - Afturelding Föstudagur 7. sept. kl. 20:15 KA/Þór2 - Fylkir

3. fl. kk spilar bikarúrslitaleik á laugardag kl. 12.00 (ath. breyttan tíma!!)

Þriðji flokkur karla spilar til bikarúrslita nk. laugardag kl. 12.00 við KF/Tindastól á Ólafsfjarðarvelli. Upphaflega átti leikurinn að vera kl. 14, en honum hefur verið flýtt um tvo tíma og verður sem sagt spilaður kl. 12.00. Í undanúrslitum vann KA öruggan sigur á Þór og KF/Tindastóll hafði betur gegn Völsungum.

A-lið 4.fl. kvk spilar í úrslitakeppni KSÍ um helgina

A-lið 4. flokks kvenna í KA spilar um helgina þrjá leiki í öðrum tveggja riðla í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki. Riðillinn verður spilaður á KA-velli og Akureyrarvelli. Auk KA spila í þessum riðli lið Tindastóls, Fjölnis og Breiðabliks 2.    

Þór/KA stelpum innilega fagnað í lokahófi yngri flokka

Hinum nýbökuðu Íslandsmeisturum í Þór/KA í knattspyrnu var vel og lengi fagnað í lokahófi yngri flokka í KA-heimilinu í dag, en stelpurnar mættu þar með bros á vör eftir gleðiríkan gærdag þegar Íslandsmeistaratitillinn var innsiglaður með mögnuðum sigri á Selfyssingum.

Breyting hjá Parkour 3, tekur strax gildi

Breytingin á tímum hjá Parkour 3: Vegna stundatöflu þjálfara í Parkour 3 þá þurftum við að breyta tímunum og tekur breytingin strax í gildi.Æfingar verða héðan í frá á P-3 á þriðjudögum kl.

KA tók þrjú stig á Ásvöllum - stefnir í alvöru slag á Akureyrarvelli 15. september!

KA tók öll þrjú stigin úr viðureign sinni við Hauka á Ásvöllum í kvöld. Leiknum lauk með 0-2 sigri og skoruðu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jóhann Helgason mörk KA í síðari hálfleik. Sem stendur er KA í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig, þremur stigum á eftir Víkingi Ólafsvík sem á leik við ÍR til góða á heimavelli á laugardaginn. Næsti leikur KA verður hins vegar við téða Ólafsvíkurvíkinga á Akureyrarvelli annan laugardag, 15. september. Með sigri í þeim leik tryggja Víkingar sæti sitt í efstu deild, en sigur KA myndi þýða að síðasta umferðin yrði athyglisverð, en þá sækir KA Bí/Bolungarvík heim.

Þór/KA Íslandsmeistari í knattspyrnu 2012!

Sameiginlegt lið Þórs og KA í mfl. kvenna gerði sér lítið fyrir í kvöld og gjörsigraði Selfyssinga með níu mörkum gegn engu og sigldi Íslandsmeistaratitli í höfn - þeim fyrsta sem kvennalið á Akureyri vinnur. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, tók við Íslandsbikarnum úr hendi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, á Þórsvelli í kvöld við gríðarlegan fögnuð mikils fjölda Akureyringa sem lögðu leið sína á völlinn í kvöld til þess að hylla stelpurnar.

Haukar - KA í kvöld! I Beint á SportTV

Mikilvægasti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld klukkan 18:00 þegar KA menn fara á Ásvelli og mæt heimamönnum í Haukum. Óli Jó og lærisveinar eru í 3 sæti deildarinna með 30 stig en KA í 5.sæti með 29 stig, 6 stigum frá 2.sæti þegar 3 umferðir eru eftir. Enþá er séns á að komast upp og því gefumst við KA menn ekki upp fyrr en sénsinn er 0%! Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sporttv.is fyrir okkur sem ekki komast en þeir sem geta mætt á völlinn, endilega fjölmennið og styðjið okkar menn til sigurs! ÁFRAM KA!

Þór/KA Íslandsmeistari 2012? 4.sept kl 18.00

Þriðjudagurinn 4. september getur komist í sögubækurnar hjá Akureyringum. Þá eigast við Þór/KA og Selfoss í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu á Þórsvelli. Með sigri tryggir Þór/KA sér Íslandsmeistaratitilinn. Þetta yrði þá í fyrsta skipti sem Akureyringar fá Íslandsmeistara í meistaraflokki kvenna í fótbolta.