03.07.2012
Nú er allt starfsfólk FIMAK komið í sumarfrí.Skrifstofan verður meira og minna lokuð í júlí, þó verður eitthvað opið síðustu vikuna í júlí.Opnunartíminn verður auglýstur síðar.
03.07.2012
Nú eru allir starfsmenn FIMAK komnir í sumarfrí, skirfstofan verður lokuð meira og minna í júlí.Í síðustu vikunni verður opið einhverja daga og verður sá opnunartími auglýstur síðar.
01.07.2012
Fyrsti dagur i Gautaborg.
29.06.2012
Næstu andstæðingar okkar eru Þróttarar og hefst leikur okkar gegn þeim á morgun laugardag kl 14 á Valbjarnarvelli
27.06.2012
KA tapaði 2-3 gegn Grindavík á mánudaginn eftir frábæra frammistöðu en hún dugði ekki til og KA féll útúr
Borgunarbikarnum en með sæmd þó. Þórir Tryggva var að sjálfsögðu á vellinum og tók frábærar myndir
Sjá myndir hér
26.06.2012
Miðvikudaginn 27.júní koma DVD diskarnir frá vorsýningu FIMAK í hús.Hægt verður að nálgast diskana á skrifstofu félagins á eftirtöldum tímum:
Miðvikudagurinn 27.júní: Kl 13.
24.06.2012
Næst leikur mfl. KA verður mánudaginn 25. júní kl. 18:00 á Akureyrarvelli þegar Grindvíkingar koma í heimsókn í 16 liða
úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er leikur þar sem ekkert verður gefið eftir á báða bóga. KA-menn hafa átt nokkuð erfitt
uppdráttar í 1. deildinni, en unnu góðan sigur á Þór sl. fimmtudagskvöld. Grindavík með Guðjón
Þórðarson í brúnni hefur verið í töluverðu basli í upphafi móts og þar á bæ horfa menn örugglega til
þess að komast í 8 liða úrslit bikarsins. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs. Minnt er á að ársmiðar
gilda ekki á leiki í Borgunarbikarnum.
22.06.2012
Okkar menn unnu frábæran sigur á Þórsurum í gærkvöldi 3-2 og stimplaði Darren Lough sig heldur betur inn í klúbbinn með
frábæru skallamarki á 89. mínútu sem tryggði KA sigurinn. Hérna er hægt að sjá mörkin úr leiknum og helstu atvikin.
Björgvin Kolbeinsson og Atli Fannar tóku upp ásamt Jóhanni Má sem klippti einnig saman.
22.06.2012
Í gær, 21.júní fékk FIMAK afhentan styrk frá Norðurorku til þess að halda æfingabúðir í hópfimleikum í haust og fá hingað erlendan þjálfara til þess að kenna í æfingabúðunum.
22.06.2012
Hérna fyrir neðan er linkur inná facebooksíðu Arsenalskólans en þar er búið að smella inn fullt af myndum og einnig nokkurm
myndböndum.
Arsenalskólinn á facebook
Endilega like-a síðuna