Fréttir

KA - ÍR á Akureyrarvelli laugardaginn 21. júlí

Næsti leikur mfl. KA verður á Akureyrarvelli nk. laugardag kl. 16 þegar Breiðholtsliðið ÍR kemur í heimsókn. Þetta er fyrsti leikur síðari umferðar 1. deildar karla og því er mótið hálfnað. KA er í sjöunda sæti með 13 stig en ÍR-ingar eru í því sjötta með 14 stig.

Highlights: KA 2 - 2 BÍ/Bolungarvík

KA tók á móti BÍ/Bolungarvík fyrr í kvöld og lauk leik með 2-2 jafntefli. Dávid Disztl og Hallgrímur Mar skoruðu okkar mörk en Pétur Markan bæði mörk Djúpmanna. Að neðan er hægt að sjá helstu atvikin úr leiknum. 

KA tekur á móti BÍ/Bolungarvík þriðjudaginn 17. júlí kl. 18.15

Næsit leikur meistaraflokks KA er gegn BÍ/Bolungarvík nk. þriðjudag 17. júlí kl. 18.15 á Akureyrarvelli. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þessi leikur er okkur gríðarlega mikilvægur - eins og raunar hver einasti leikur í sumar - og því hvetjum við alla stuðningsmenn okkar til þess að fjölmenna á völlinn og styðja strákana.

KA er á Facebook!

KA fylgir nýjustu tísku og þess vegna erum við auðvitað á Facebook, ef þú ert á Facebook vertu þá vinur okkar og fylgstu betur með því sem er að gerast, allt efni sem kemur hér á síðunna kemur þar inn ásamt miklu meira efni og skemmtilegri umræðu. Ef þú ert KA maður slástu þá með í hóp KA mann á Facebook. KA-Sport Facebook

Umfjöllun: KA sigraði í Ólafsvík

Víkingur Ó. 0 - 1 KA  0-1 David Disztl ('54) Það var hörkuleikur þegar Víkingur Ólafsvík fékk KA í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld. 

Jóhannes Bjarnason þjálfar KA/Þór

Jóhannes Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta næsta vetur.  Jóhannes er öllum hnútum kunnugur hjá KA og hefur þjálfað alla flokka félagsins í gegnum tíðina og náð frábærum árangri.

N1-mót KA: Innilegar þakkir!

Þá er 26. N1-mót KA að baki og sem fyrr var þetta mót mikil og skemmtileg upplifun. Veðurguðirnir voru í sólskinsskapi allan tímann og hjálpaði það sannarlega til við að gera mótið svo vel heppnað.

Partille Cup - lokapistill og myndir

Eftir rigningardaginn mikla þar sem liðin okkar duttu öll úr leik fór laugardagurinn að mestu leyti í bið. Við áttum ekki flug fyrr en kl.  02:10 aðfaranótt sunnudags. Krakkarnir fengu því að sofa þangað til þau vöknuðu (eins og einn drengurinn orðaði það, meinti að sofa út). Eftir morgunmat, pökkun og frágang á skólastofunum okkar var frjáls tími. Sumir völdu að fara enn eina ferð í mollið en aðrir fóru í gönguferð um miðbæinn og reyndu að láta tímann líða.

Tvö frábær KA mörk! (myndbönd)

Við KA menn kunum að skora mörk og oftar en ekki gerum við það með stæl. Fyrra markið er mark Örn Kató Haukssonar fyrrum leikmanns KA sem skoraði trúlega eitt það flottasta árið 2003 á KR-vellinum þegar að hann smellti boltanum uppí samúel af löngu færi.

Forvalshópur U17

Blakdeild KA á 14 fulltrúa í forvalshópi U17 ára landsliða drengja og stúlkna - 7 drengi og 7 stúlkur. Þetta sýnir vel hversu góðum árangri þessir hópar hafa náð á undanförnum misserum og verður spennandi að sjá hversu margir ná alla leið í lokahóp en liðin halda til Finnlands í byrjun september til þátttöku á  Norðulandamóti U17. Þeir leikmenn sem valdir voru eru: