Fréttir

Endurnýjaður styrktarsamningur KEA við KA

KEA hefur endurnýjað styrktarsamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir félagið hafa lagt metnað sinn í að skila stórum hluta afkomu sinnar til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og ætíð ánægjulegt fyrir félagið að geta látið gott af sér leiða á þessu sviði.  Sigfús Helgason skrifaði undir samninginn fyrir hönd Þórs og Hrefna G. Torfadóttir fyrir hönd KA. Þau sögðu að þessir styrktarsamningar hefðu reynst afar þýðingarmiklir á undanförnum árum og nýttust sérstaklega vel við eflingu á starfi og uppbyggingu íþróttafélaganna.

Mörkin og helstu atvikin úr leik KA gegn Víking

KA og Víkingur skildu jöfn 1-1 á föstudaginn í 3.umferð 1.deildar karla. Björgvin Kolbeinsson og Jóhann Már tóku leikinn upp og Jóhann setti saman helstu atvikin úr leiknum sem þið getið séð með því að smella á lesa meira

Jafntefli gegn Víkingi R á Akureyrarvelli

KA og Víkingur R deildu stigunum í leik liðanna á Akureyrarvelli í kvöld þar sem vindurinn var í aðalhlutverki. Víkingar skoruðu í fyrri hálfleik með sterkan vind í bakið og síðan snerist dæmið við í seinni hálfleik og Dávid Diszt jafnaði metin eftir fína sendingu frá hægri. Jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.

Síðustu æfingar í handboltanum

Í dag er síðasti dagur æfinga hjá yngri flokkum í handbolta hjá KA á þessu tímabili, nema hjá 4. flokki karla og kvenna sem æfa fyrir Partille ferð í sumar. Við þökkum iðkendum fyrir veturinn og vonumst til að sjá ykkur öll hress og kát á æfingum næsta haust. Þjálfarar og Unglingaráð handknattleiksdeildar KA

Fyrsti heimaleikurinn í kvöld

Í kvöld klukkan 18.30 munu okkar menn hlaupa útá Akureyrarvöll í fyrsta sinn á þessu tímabili og verður andstæðingurinn Víkingur frá Reykjavík.  Leikurinn er liður í 3 umferð 1 deildar en KA er með 3 stig eftir frábæran sigur gegn Leikni í 2 umferð.

Flestar ljósmyndir komnar, DVD diskar berast í þar næstu viku

Lang flestar ljósmyndir sem pantaðar voru eru komnar.Hægt verður að nálgast myndirnar hingað í íþróttamiðstöðina við Giljaskóla í dag föstudag kl.12-13.30 og kl.16-18.

Gunnar Níelsson: KA-fjölskyldan er virkilega mögnuð

Loksins, loksins,  fyrsti heimaleikur okkar fer fram í kvöld.  Ég hef beðið þessarar stundar frá lokum október en nú er sú bið á enda. Lið okkar er klárt í slaginn, góður sigur um síðustu helgi eftir áfallið gegn ÍR helgina á undan staðfestir þessi orð mín.  

Vinnudagur aftur í dag á Akureyrarvelli!

Ágætu KA-menn! Við þurfum áfram á liðsinni ykkar að halda í dag á Akureyrarvelli! Við ætlum að mæta kl. 16 og halda áfram þar sem frá var horfið í gær við annars vegar þökulagningu sunnan syðra marksins og hins vegar að setja niður sætin í stúkuna! Ef við fáum góðan hóp fólks förum við langt með þetta verkefni í dag. Sjáumst!    

Grillveisla fyrir leik KA og VÍkings R á Akureyrarvelli!

Fyrsti heimaleikur KA á þessu keppnistímabili verður á Akureyrarvelli á morgun, föstudaginn 25. maí, og hefst hann kl 18.30. Fyrir leikinn verður boðið til grillveislu á vellinum og eru allir hvattir til þess að mæta snemma og hafa gaman. Veðurspáin er flott og því ekkert því til fyrirstöðu að eiga góða stund á vellinum, hvetja okkar stráka til sigurs og njóta þess að sitja í fyrsta skipti í nýju sætunum á Akureyrarvelli.

Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar um málefni júdódeildar félagsins

Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar í KA-heimilinu miðvikudaginn 30. maí kl. 20.00. Á fundinum verður fjallað um málefni og framtíðarstarf júdódeildar KA. Allir júdóiðkendur og aðstandendur þeirra ásamt öllum félagsmönnum KA eru hvattir til þess að mæta á fundinn.