08.05.2012
Nú eru einungis 4 dagar í að flautað verður til leiks í 1. deildinni og fékk ég því 9 góða KA menn til að spá
í spilin fyrir komandi sumar. Fyrstir ríða á vaðið Egill Ármann (þjálfari), Aðalbjörn Hannesson (þjálfari) og Orri
Gústafsson sem lék með KA í fyrra en tók sér frí frá fótboltanum og hélt til Japans í nám í
sjávarútvegsfræði.
08.05.2012
Eins og kunnugt er þá varð 2. flokkur Akureyrar Handboltafélags Íslandsmeistari um helgina. Eftir að hafa unnið til silfurverðlauna ár eftir
ár eftir ár tókst loks að brjóta ísinn og landa stóra titlinum.
Þórir Tryggvason fór með strákunum suður og sendi okkur glæsilegan myndapakka frá ferðalaginu.
07.05.2012
Hér er að finna skipulag vormóts FSÍ sem fram fer um næstu helgi á Egilsstöðum.
07.05.2012
Við erum að leita af krökkum á aldrinum 14-20 ára sem langar að sitja í stjórn Ungmennaklúbbs KA sem var stofnaður fyrr í vetur.
Ungmennaklúbbur KA er klúbbur sem er ætlað að halda viðburði í KA heimlinu fyrir yngri kynslóð KA og gera sitt af mörkum til að gera KA
heimilið að betri og skemmtilegri stað. Ungmennaklúbburinn er fyrir alla KA krakka sama í hvaða íþrótt þeir eru
07.05.2012
Þjóðverjar höfðu betur gegn okkar strákum í U-17 landsliðinu í Evrópumóti landsliða í Slóveníu í dag.
Þjóðverjarnir skoruðu markið sem skildi liðin að á 20. mínútu leiksins. KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi
Jóhannesson voru í byrjunarliðinu í dag - Ævari var skipt útaf rétt undir lok leiksins.
07.05.2012
Í árlegri spá fyrirliða og þjálfara 1.deildar á vefsíðunni Fótbolti.net er okkur KA-mönnum spáð 6. sæti í
deildinni í sumar eða tveim sætum ofar en við enduðum í fyrra. Garðar Gunnar Ásgeirsson er sérfræðingur Fotbolti.net í þessum
spádómi og hann hafði þetta að segj um KA-liðið:
07.05.2012
Það hafa nokkrir haft samband vegna greiðsluseðils sem er á eindaga í dag 7.maí.Þessi krafa er þriðja og síðasta krafan fyrir vorönn 2012.Æfingagjöldum vorannar var skipt upp í 3 greiðslur, sú fyrsta var á eindaga í byrjun febrúar, önnur var á eindaga í byrjun mars og sú þriðja er með eindaga í dag.
07.05.2012
Um næstu helgi, 11.-13.maí, verður Vormót FSÍ í hópfimleikum haldið á Egilsstöðum.Það er gaman að segja frá því að frá FIMAK fara 8 lið á mótið og eða um 100 iðkendur.
06.05.2012
Íslenska U-17 landsliðið í knattspyrnu með KA-strákana Fannar Hafsteinsson og Ævar Inga Jóhannesson innanborðs mæta Þjóðverjum
í öðrum leiknum í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl. 16.30 að íslenskum
tíma og er rétt að vekja athygli á því að hann verður sýndur í beinni útsendingu íþróttarásarinnar
Eurosport.
05.05.2012
Strákarnir í 2.
flokki settu nú rétt í þessu glæsilegan lokapunkt á tímabilið þegar þeir urðu fyrstu Íslandsmeistarar Akureyrar
Handboltafélags eftir framlengdan úrslitaleik gegn Fram.
Sjá umfjöllun um leikinn.