07.07.2012
Við KA menn kunum að skora mörk og oftar en ekki gerum við það með stæl. Fyrra markið er mark Örn Kató Haukssonar fyrrum leikmanns KA sem
skoraði trúlega eitt það flottasta árið 2003 á KR-vellinum þegar að hann smellti boltanum uppí samúel af löngu færi.
06.07.2012
Blakdeild KA á 14 fulltrúa í forvalshópi U17 ára landsliða drengja og stúlkna - 7 drengi og 7 stúlkur. Þetta sýnir vel hversu
góðum árangri þessir hópar hafa náð á undanförnum misserum og verður spennandi að sjá hversu margir ná alla leið
í lokahóp en liðin halda til Finnlands í byrjun september til þátttöku á Norðulandamóti U17. Þeir leikmenn sem valdir voru
eru:
06.07.2012
5. júlí byrjaði með látum, Bernharð markmaður hjá eldra strákaliðinu sagðist eiga afmæli svo það fóru allir að
óska honum til hamingju ásamt því að afmælissöngur var sunginn.
05.07.2012
Föstudaginn 6.júlí, kl 19:00, verður fimleikasýning hjá FIMAK.Það eru allir velkomnir, enginn aðgangseyrir er að sýningunni.Fimleikahópurinn GYS 87 frá Danmörku verður með sýninguna sem tekur um 30 mínútur.
05.07.2012
Í tilefni af N1-móti KA veitir N1, aðalstyrktaraðili mótsins, 15 krónu afslátt af eldsneyti í dag og gildir afslátturinn til
miðnættis í kvöld!
Í frétt á heimasíðu N1 segir orðrétt:
"Skipulag mótsins er til fyrirmyndar líkt og áður og gott samstarf ríkir svo sannarlega áfram á milli N1 KA manna og N1 og verður
vonandi framhald þar á.
Mótið þykir eitt besta og sterkasta mót yngri flokka drengja en þar má sjá stjörnur framtíðarinnar. Færustu leikmenn
íslandssögunnar hafa stigið sín fyrstu frægðarspor á mótinu.
Gaman er að segja frá því að mótið verður tekið upp og frumsýnt á Stöð 2 Sport fimmtudagskvöldið 12.
júlí.
Nánari upplýsingar og fréttir af mótinu má finna á http://www.ka-sport.is/n1motid/
Í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina lækkar N1 verð á lítra af bensíni og díseilolíu um 15 kr. til
miðnættis í dag, 5. júlí. Bensínlítrinn kostar því 228,70 kr. á N1 í dag en lítri af díselolíu kostar
228,50 krónur. Verðlækkunin gildir til miðnættis.
04.07.2012
Bein Lýsing verður frá leik KA og Hauka í 1.deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og ef þú kemst ekki geturu hlustað á Egil
Ármann og Jón Heiðar lýsa því sem gerist. ÁFRAM KA
Live Video app for Facebook by Ustream
04.07.2012
Nú hefur verið sett upp facebooksíða þar sem settar verða inn myndir frá mótinu alla dagana.
Mótið hefst í dag miðvikudag kl 15.00 stundvíslega.
með því að SMELLA HÉR komist þið inn á síðuna.
04.07.2012
Gestir okkar í kvöld er Haukar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar fyrrum landsliðsþjálfara.
03.07.2012
Í dag var fyrsti keppnisdagur á Partille Cup. Öll liðin okkar spiluðu leiki í dag og gekk mjög vel.