Fréttir

Handboltaskóla Greifans er aflýst

Handboltaskóla Greifans sem átti að fara fram 11. - 15. júní næstkomandi hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.

Tíndastóll kemur í heimsókn.

Á morgun kl 14 verður blásið til leiks okkar og Tindastóls á iðagrænum frábærum Akureyrarvelli í fimmtu umferð Íslandsmótsins í fótbolta.

Keppniskrakkar til Ítalíu

Dagana 9.júní -16.júní dvelja keppniskrakkar frá okkur á Ítalíu, Cesenatico í æfingabúðum.Mikill undirbúningur er búinn að eiga sér stað þar sem krakkarnir hafa safnað fyrri þessari ferð í allan vetur.

Um leikjaskóla KA

Það er ekki orðið fullt á neitt námskeið hjá leikjaskóla KA. Vegna mannfæðar nær starfsfólk KA ekki að svara öllum símtölum.  Þeir sem ná ekki sambandi geta mætt á fyrsta dag námskeiðsins og skráð sig þá, við tökum endalaust við. Nánari upplýsingar um leikjanámskeiðin er að finna hér.

Umfjöllun: KA komið í 16-liða úrslit bikarsins

KA tók á móti Fjarðabyggð á Akureyarvelli í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í gærkveldi. Fyrri hálfleikur var markalaus enda mætti flokka hann nokkuð auðveldlega niður í tvo hluta. 

KA áfram í bikarnum - 2 - 0 sigur á Fjarðarbyggð í kvöld

KA lagði rétt í þessu 2. deildar lið Fjarðarbyggðar í 32. liða úrslitum í Borgunarbikarnum. Brian Gilmour skoraði bæði mörk KA. Maður leiksins var valinn David Disztl. Nánari umfjöllun er að vænta síðar.

KA mætir Fjarðabyggð í bikarnum á morgun

Á morgun miðvikudag mætast KA og Fjarðabyggð í Borgunarbikarnum. Þetta er leikur í 32 liða úrslitum bikarsins, leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst hann kl 19.15

Jónsmessugleði KA 16.júní

Laugardaginn 16.júní kl 19.00 næstkomandi verður heljarinnar hátíð á KA svæðinu. Við ætlum að endurvekja Jónsmessugleði KA sem síðast var haldin 1992.

Lokahóf og verðlaunaafhending hjá meistaraflokki KA/Þór

Á föstudaginn var lokahóf og verðlaunaafhending hjá meistaraflokki  KA/Þór í handboltanum. Af því tilefni var tilkynnt um val á þeim leikmönnum sem sköruðu fram úr í vetur.

Fjölnismenn heimsóttir

Næsti leikur KA er á morgun gegn Fjölni í Grafarvoginum og hefst hann kl 16.  Við sitjum sem stendur í stjötta sæti með fjögur stig, gestgjafar okkar hafa fimm stig í fimmta sæti.