Fréttir

Laugardagshópar

Laugardagshópar eru börn fædd 2009 2008 og 2007.Hóparnir S1 og S2 eru fyrir börn fædd 2009, S3, S4 fyrir börn fædd 2008, S5 er blandaður af börnum fæddum 2008 og 2007.S6 og S7 eru svo fyrir börn fædd 2007.

Ákall til stuðningsmanna KA: „Fólk verður að þjappa sér betur saman í kringum liðið.“ (Viðtal)

 „Menn eru að þjappa sér saman, það er meiri stemning á æfingum og meiri leikgleði inni á vellinum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari m.fl. KA um stemninguna í hópnum. Hann og liðið sjálft kalla eftir frekari stuðningi frá KA'fólki í komandi leikjum. „Mér finnst að fólk þurfi að þjappa sér betur á bakvið liðið,“ segir Gunnlaugur. Sjáið viðtal sem tekið var við hann í dag með því að smella á „Lesa meira“.

3. fl. karla í úrslit eftir 10-1 sigur á Þór

3.fl. karla komst í kvöld í úrslit bikarkeppninnar á Norðausturlandi. Strákarnir unnu Þór í fyrri undanúrslitaleiknum 1-4 og seinni leikinn í dag, sem fram fór á Akureyrarvelli, 10-1. Samanlögð markatala er því 14-2.

Handboltafréttir - æfingar yngri flokka byrjaðar eða að byrja

Nú fer handboltinn að byrja aftur eftir gott sumarfrí. Í 3. og 4. flokki karla og kvenna eru æfingar hafnar og æfinar hjá 5.-6.-7. og 8. flokki byrja á næstu dögum.  Nánari tímasetningar verða auglýstar á heimasíðunni um leið og æfingataflan verður tilbúin, en verið er að leggja lokahönd á töfluna.   Þjálfarar vetrarins verða sem hér segir:

U17

FIMAK komið í samstarf við Motus

FIMAK er komið í samstarf við Motus og sjá þeir nú um innheimtu á vangoldnum æfingagjöldum fyrir félagið.Ef reikningar eru ógreiddir 15 dögum eftir eindaga fá viðkomandi einstaklingar bréf þar sem þeim gefst kostur á að ganga frá skuld sinni.

KA - Höttur þriðjudag kl. 18.30

KA tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum þriðjudaginn 21. ágúst og hefst leikurinn á Akureyrarvelli kl. 18.30. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana í baráttunni.

Túfa og Óskar Bragason útskrifaðir með UEFA-A gráðu í knattspyrnuþjálfun

Srdjan Tufegdzic og Óskar Bragason hafa lokið UEFA-A gráðu í knattspyrnuþjálfun. Brautskráningin fór fram sl. laugardag í höfuðstöðvum KSÍ. Þessi þjálfaragráða gerir þeim félögum kleift að taka að sér þjálfun allra flokka - frá þeim yngstu og upp í meistaraflokk. Þeim Túfa og Óskari eru færðar hamingjuóskir í tilefni af þessum góða áfanga og væntum við mikils af þeim í þjálfun hér eftir sem hingað til.

A-lið KA Hnátumótsmeistarar KSÍ 2012!

Stelpurnar í 6. flokki KA höfðu sigur í úrslitum Hnátumóts KSÍ á KA-vellinum í dag. Þær spiluðu þrjá leiki - gegn Hetti, Fjarðabyggð/Leikni og Þór og unnu þá alla. B-liðið varð í öðru sæti á eftir Völsungi. Þriðja liðið í B-liðum var Höttur og lauk báðum leikjum KA - gegn Völsungi og Hetti - með markalausu jafntefli. Völsungur vann hins vegar Hött og vann því B-liðs keppnina.

Vegna tölvupósts sem sendur var út í morgun

Við viljum benda á að hópanúmer sem send voru út með tölvupóst fyrr í dag eru ekki rétt, við erum ennþá að vinna að niðurröðun í hópa og því er þær upplýsingar ekki marktækar.