31.07.2012
Íslenska landsliðið í hópfimleikum bæði í kvenna og mix flokki verða með sýningu í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla fimmtudaginn 2.ágúst kl.16.00.Frítt er inn á sýninguna og ætlar FIMAK að vera með sjoppu.
26.07.2012
Á morgun mætir KA Leikni frá Reykjavík í gríðarlega mikilvægum leik, eins og allir leikir eru þetta tímabilið. Eftir 12 leiki er KA
aðeins 6 stigum frá toppsætinu og því nóg eftir og 30 stig í pottinum. Gunnlaugur Jónsson þjálfari var bjartsýnn þegar
heimasíðan heyrði í honum í dag.
25.07.2012
KA tekur á móti Leikni R á Akureyrarvelli föstudaginn 27. júlí kl. 18.30 og eru allir KA-menn hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja
strákana.
25.07.2012
Gauti Gautason, miðvörðurinn knái í þriðja flokki KA, hefur verið valinn í U-17 landsliðið sem spilar á Norðurlandamóti
pilta í Færeyjum dagana 5. til 12. ágúst nk.
24.07.2012
FIMAK sér um árlegt kirkjutröppuhlaup sem fram fer föstudaginn 3.ágúst kl.16.00.Dagskrá hefst kl.15.00 með heimsókn frá Leikhópnum Lottu.Kirkjutröppuhlaupið fer þannig fram að hlaupið er ein ferð upp allar tröppurnar.
24.07.2012
Fram að verslunarmannahelgi verður skrifstofa félagins opin á þesusm tímum:
Þriðjudag: 14.00-16.00
Miðvikudag: 11.00-13.00
Fimmtudag: 14.00-16.00.
24.07.2012
Íslandsmótið hjá 2.flokk er hálfnað en liðið leikur í B-deild eftir sárt fall síðasta haust, gengi liðsins hefur verið upp
og niður og liðið sýnt frábæra takta inná milli til að mynda sigraði liðið ÍR efsta lið deildarinnar þá 3-0 á
útivelli en engu að síður situr liðið í 8.sæti deildarinnar með 8 stig en 10 lið skipa deildina.
22.07.2012
Hægt er að sjá mörkin og helstu atvikin úr 5-1 sigri KA á ÍR í gær með því að smella á lesa meira
22.07.2012
Matus Sandor markvörður okkar KA manna náði merkis áfanga í gær þegar hann lék sinn 200. leik fyrir KA en slíkt er mjög
óalgengt á síðari tímum allavega að einn leikmaður leiki 200 leiki fyrir eitt og sama félagið hérlendis.
22.07.2012
KA tók á móti ÍR í hinu fullkomna fótboltaveðri á Akureyrarvelli í gær, skýjað, góður hiti og lítll
vindur, en það átti þó eftir að breytast. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér frá þeim rosalega
pakka sem myndast hefur í 1.deildinni.