10.05.2012
Með 0-1 tapi gegn Georgíu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópukeppninnar í fótbolta í dag er ljóst
að Ísland er úr leik. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli til þess að fara áfram í undanúrslit keppninnar eftir að
Þjóðverjar unnu Frakka 3-0 en það voru Georgíumenn sem höfðu sigur. Ævar Ingi Jóhannesson spilaði nær allan leikinn í dag en
Fannar Hafsteinsson var á varamannabekknum.
10.05.2012
Þar sem veðurspá á sunnudaginn er tvísýn viljum við láta vita af því að farastjórar og bílstjóri rútunnar meta hvort ráðlagt sé að keyra af stað á áætluðum tíma eða bíða veðrið af sér.
10.05.2012
Í kvöld klukkan 20.30 blæs knattspyrnudeild KA til kynningar á KA-liðinu sem verður í eldlínunni í sumar og þar viljum
við sjá sem allra flesta stuðningsmenn. Kynningin verður í KA-heimilinu.
10.05.2012
KA hefur samið við enska vinstri bakvörðinn Darren Lough, sem er 23ja ára gamall og spilaði með unglingaliðum og varaliði
úrvalsdeildarliðsins Newcastle. Hann kom einnig við sögu í æfingaleikjum aðalliðsins. Í vetur hefur hann spilað með utandeildarliðinu
Ashington. Darren er nú þegar kominn með keppnisleyfi með KA og því löglegur í fyrsta leik KA-liðsins í 1. deildinni nk. laugardag gegn
ÍR-ingum.
10.05.2012
Nú eru aðeins tveir dagar í mót og þá birtist síðasti hlutinn þar sem KA-menn spá í spilin fyrir sumarið. Í þetta
skipti eru sex spámenn og hægt að segja að um er að ræða algjörar kanónur! Fyrstan má nefna Jón Óðinn Waage eða Óda
Júdó eins og hann er alltaf kallaður hann þarf ekkert að kynna frekar en mann númer tvö, legöndið Þorvald Makan, næstur kemur svo Gunnar
Þórir Björnssonm, harður stuðningsmaður, því næst Ragnar Heiðar Sigtrygsson, sem situr í svokallaðari vallarnefnd hjá
félaginu þá er röðin komin að Sigga Gunnars, útvarps-, sjónvarps og Derby mann,i og að lokum er það svo Davíð Már
Kristinsson, harður KA- maður.
09.05.2012
Hér má finna allar upplýsingar fyrir hópana sem fara til Egilsstaða á föstudaginn.Brottför er kl.16.00 frá íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.
09.05.2012
Hér má sjá ferðaplan og allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir keppnisferðina hjá öllum í 5.flokki, mæting er við íþróttamiðstöðina við Giljaskóla klr.12.00 á laugardaginn.
09.05.2012
Þá er komið að þrem góðum KA mönnum í viðbót og þeirra spá fyrir komandi sumar, að þessu sinni eru það
þeir Hjörvar Maronsson, fyrrum leikmaður KA og nýr stjórnarmeðlimur, Siguróli Sigurðsson, harður stuðningsmaður og formaður Vinir Sagga og
að lokum Hlynur Örn Ásgeirsson, harður KA-maður.
09.05.2012
SportTV vefsíðan sýnir beint frá a.m.k. einum leik í hverri umferð 1. deildar karla í sumar. Þetta eru góð tíðindi og mun
klárlega auka áhuga á leikjum í deildinni í sumar, sem verður alveg örugglega mjög spennandi og jöfn. Samningar um þetta tókust
í gær milli Knattspyrnusambands Íslands og SportTV.
08.05.2012
Nú er unnið hörðum höndum að því að endurvinna gamla, góða stuðningslag KA, sem Bjarni Hafþór Helgason samdið
árið 1989 - árið sem KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu. Það er Jóhann Már Kristinsson, sem hefur haft veg og vanda að
þessari vinnu og afraksturinn mun gleðja eyru stuðningsmanna KA og fleiri um það leyti sem KA tekur á móti Víkingi R í fyrsta heimaleiknum á
þessu keppistímabili.