31.08.2012
Krafa fyrir fyrsta hluta æfingagjalda haustannar ætti nú að hafa borist skráðum greiðendum í netbanka.
31.08.2012
Með öruggum 8-0 sigri á ÍR á KA-vellinum í dag í B-deildinni í 3. flokki karla hefur KA nú unnið sér sæti í
A-deildinni í 3. flokki á næsta ári. Þessi sigur í dag þýðir að KA verður aldrei neðar en í öðru sæti
í B-deildinni þegar einn leikur er eftir - gegn Þrótti R á Akureyrarvelli nk. sunnudag. Víkingur R er hins vegar í efsta sæti í deildinni,
stigi á undan KA, á eftir að spila gegn Breiðabliki 2 á mánudag. Efsta sætið í B-deild þýðir sæti í
úrslitakeppni 3. fl. kk. Leikmönnum og þjálfurum 3. fl. kk eru sendar hamingjuóskir með frábært gengi í sumar og sæti í A-deild
Íslandsmótsins næsta sumar.
31.08.2012
Um helgina verður í mörg horn að líta hjá KA-liðum í úrslitakeppnum KSÍ. 5. flokkur kvenna spilar í A-liðum í
Fellabæ, KA 2 spilar í B-liðum í Grindavík og 5. flokkur karla spilar í B-liðum á Smárahvammsvelli. Þá spilar KA2í 4. fl.
kvk, sem lenti í öðru sæti í Norðurlandsriðli í A-liðum, við Hauka í dag á Ásvöllum í Hafnarfirð í
umspilsleik um réttinn til að spila í úrslitakeppni kvenna. KA2 er í raun B-lið, þó svo að liðið hafi spilað í
A-liða keppni í Norðurlandsriðli í sumar.
31.08.2012
Annar tveggja riðla í úrslitakeppni 4. flokks kvenna verður spilaður á KA-vellinum 7.-9. september nk. Þau fjögur lið sem mæta til leiks eru
KA, Tindastóll, Fjölnir og Breiðablik 2. Endanlegar tímasetningar leikjanna liggja ekki fyrir, en þó er ljóst að tveir leikir verða spilaðir
á föstudag, tveir og laugardag og tveir á sunnudag.
30.08.2012
Nú er búið að setja saman æfingatöflu handboltans hjá öllum flokkum. Æfingar byrja samkvæmt töflunni mánudaginn 3. september.
Sjá töfluna hér að neðan, auk þess sem nánari upplýsingar eru við hvern aldursflokk undir liðnum Yngri
flokkar.
29.08.2012
Nú eru æfingar að hefjast hjá Tennis og badmintondeild KA (áður TBA).
Þjálfarar okkar í vetur verða þau Sonja Magnúsdóttir og Rainer Jessen íþróttakennari.
Æfingar verða í íþróttahöllinni við Skólastíg á eftirfarandi tímum:
þriðjudagar: 16:00-18:00
fimmtudagar: 16:00-18:00
sunnudagar: 15:00-17:00
Sonja mun sjá um þjálfun á sunnudögum, Rainer á þriðjudögum og fimmtudögum.
Við byrjum á að vera með opna tíma fyrir alla iðkendur og er fyrsti tíminn þriðjudaginn 4. september klukkan 16:00
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
27.08.2012
Næsti leikur KA verður heimaleikur á Akureyrarvelli gegn Þrótti R föstudaginn 31. ágúst og hefst hann kl. 18:00.
24.08.2012
Stærsti Derby leikur ársins á Íslandi fer fram á morgun þegar okkar menn í KA og
við öll flykkjumst yfir Glerána og hópum okkur saman á Þórsvellinum og aðstoðum okkar menn í að kreista fram 3 stig gegn erkifjendunum
í Þór.
24.08.2012
Á morgun er seinni helmingur í baráttunni um Akureyri en þá förum við KA menn í heimsókn í Þorpið og spilum okkar seinni leik
gegn Þórsurum. Allir vita hvernig fyrri leikurinn fór, þar sem við unnum glæsilegan sigur einum manni færri. Strákarnir í liðinu ætla
ekkert að gefa eftir í seinni leiknum og ætla að klára baráttuna um Akureyri með stæl. Það ætla stuðningsmenn KA einnig að gera en
á morgun kl. 15 mun hefjast fjölskyldugleði í KA heimilinu þar sem öllum KA mönnum, ungum sem öldnum, verður boðið að koma og hrista sig
saman fyrir leik.
24.08.2012
Hér má finna stundatöflu FIMAK fyrir haustið 2012.Athugið að stundataflan er birt með fyrirvara um breytingar sem geta átt sér stað á fyrstu vikum annarinnar vegna t.d.brottfalls, breytinga á stundatöflum þjálfara og annarar hagræðingar.