Fréttir

Stundaskrá sumarfimleika 2011

Stundaskrá og nafnalistar eru sem hér segir.

Arsenalskólinn 2011 (myndband)

Arsenalskólinn var haldinn í síðustu viku við góðar undirtektir og var samstarfið við Arsenal í kjölfarið framlengt um 3 ár! En ég var eitthvað á vellinum og tók saman það sem gerðist í skólanum. 

Innheimtudagar yngri flokka í knattspyrnu

Æfingagjöld í yngri flokkum KA í knattspyrnu verða innheimt í KA-heimilinu á morgun, miðvikudaginn 22. júní, kl. 17.00 til 17.30. Einnig verða æfingagjöld innheimt miðvikudaginn 29. júní, miðvikudaginn 6. júlí og miðvikudaginn 13. júlí á sama tíma - þ.e. kl. 17.00 til 17.30.  

Skotglaðir Englendingar (myndband)

Farið var með þjálfara Arsenalskólans uppá skotsvæði á miðvikudaginn og þeir fengu að reyna sig á rifli og haglabyssu, skemmst er frá því að segja að ég, Andrew og Sævar vorum hlutskarpastir með haglabyssuna og tókum 3 af 5 dúfum en með riflinum var það Scarlett sem var hlutskörpust við mikla gremju viðstaddra. Svo var farið í hvalaskoðun og á sjóstöng þar sem þeir fengu að prófa aðra tegund af skoti eða íslenskt brennivín og að sjálfsögðu hákarl með.

Handboltaskóli Greifans: Strákarnir okkar mæta í skólann

Nú er það frágengið að landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu heimsækja handboltaskóla Greifans sem haldinn verður í næstu viku. Þá eru einnig góðar líkur á að Björgvin Páll Gústafsson komi. Strákarnir okkar ætla að miðla af reynslu sinni og segja krökkunum til á æfingunum. Skólinn er fyrir alla krakka eldri en 11 ára (fædd 2000).

Selfoss vs KA í kvöld

KA skreppur í kvöld í heimsókn á Selfoss og mæta þar heimamönnum, leikurinn hefst klukkan 20:00 og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta og sjá KA menn rífa sig upp á nýjan leik.  Selfyssingar eru í 2 sæti með 10 stig en KA í 8 með 7 stig þannig það er stutt á milli og því verður að styðja vel við bakið á liðinu. Bein textalýsing verður á mbl.is í kvöld svo hægt verður að fylgjast með þar og einnig á facebook síðu KA.

Taka3 Snjóbrettamenn Englands (myndband)

Jæja nú virkar það! Þjálfarar Arsenalskólans fóru á mánudag á snjóbretti upp í Hlíðarfjalli, já snjóbretti 13. júní! Kaldhæðnislegt!  Bræðurnir Eiki og Halldór Helgasynir ásamt Gulla Guðmundssyni reyndu að leiðbeina þeim með misjöfnum árangri, uppistaðan er komin á myndband og er skylduáhorf fyrir hláturtaugarnar.

Samantekt frá degi 1 í Arsenalskólanum (myndband)

Arsenalskólinn fór af stað í dag og fór ég á stjá með myndavélina eftir hádegi og myndaði það sem var að gerast, afraksturinn má sjá ef smellt er á lesa meira, það kemur samantekt frá öllum dögum skólans

Leikjaskólinn: Skráning á tímabil 2 hafin!

Skráning á tímabil 2 hjá leikjaskólanum er hafin. Leikjaskólinn er alla virka morgna frá 07:45 til 12:15.Tímabilið er frá mánudaginum 20. júní til föstudagsins 1. júlí. Frekari upplýsingar í síma 462-3482 og á síðu leikjaskólans!

Arsenalskólinn hafinn

Í morgun mættu vel á þriðja hundrað krakkar í KA-heimilið fullir tilhlökkunar til þess að taka þátt í Arsenalskólanum í knattspyrnu, en þetta er annað árið í röð sem slíkur knattspyrnuskóli er starfræktur á KA-svæðinu.