21.10.2007
Á formannafundi FSÍ á Akureyri laugardaginn 20.okt var ný heimasíða FSÍ formlega opnuð af formanni og framkvæmdastjóra FSÍ.FSÍ heimasíðna á að hýsa allar helstu upplýsingar um fimleika á íslandi og upplýsingar um mót og úrslit.
21.10.2007
Laugardaginn 20.okt.Var haldin í fyrsta sinn svo vitað sé formannafundur hjá FSÍ (Fimleikasambandi Íslands) á Akureyri.Til fundarins mætti stjórn FSÍ ásamt framkvæmdastjóra, einnig voru á fundinum formen aðildarfélaga FSÍ sem telja núna 15 félög á landsvísu.
19.10.2007
KA- Starnan (25-22) (17-25) (17-25) (14-25). Myndir frá leiknum má finna undir Myndir og KA - Stjarnan október 2007Liðin eigast aftur við á morgun laugardag kl 16:00 í KA heimilinu. Meira síðar.
17.10.2007
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar úr Garðarbæ koma norður um helgina og spila við KA menn. Leikirnar fara fram kl. 20:00 á föstudag og kl 16:00 á laugardag. KA menn hafa styrkt lið sitt verulega frá í fyrra og fóru vel af stað er þeir lögðu ÍS í tvígang um síðustu helgi og því til alls líklegir á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum. Við hvetjum norðlendinga til að mæta á leikinn og styðja strákana. Áfram KA !!!
17.10.2007
Kvennalið KA spilar sinn fyrsta leik í annarri deildinni næstkomandi mánudag við Völsung á Húsavík. Leikurinn hefst klukkan 21:00.
16.10.2007
Fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar KA er komið út. Í því er að finna allar helstu upplýsingar um starfið í vetur. Hægt er að lesa bréfið með því að smella á "Lesa meira"
16.10.2007
Á KA-deginum skrifaði unglingráð handknattleiksdeildar KA undir styrktar og samstarfsamninga við eftirtalin fyrirtæki. Haukaup, Glitni og Greifan.Myndir frá KA Deginum má finna í myndasafni.
16.10.2007
Um helgina mættu KA menn liði Stúdenta
10.10.2007
Nú liggur fyrir mótaskrá FSÍ fyrir veturinn 2007-2008.Gera má ráð fyrir að nokkur hópur iðkenda frá Fimleikafélagi Akureyrar, þ.e.stúlkur í F1, F1A og F2 og piltar í K1 muni sækja eftirtalin mót í áhaldafimleikum: 10.