09.01.2008
Starf 4 og 5 ára barna hefst hjá félaginu 12.janúar n.k.á sama tíma verða innheimt æfingargjöld fyrir 4 og 5 ára.Þeim sem
vilja nýta sér að greiða æfingargjöld vorannar er bent á að mæta á þessum tíma.
09.01.2008
ATH! þau börn sem voru í félaginu fyrir áramót eru sjálkrafa skráð í félagið eftir áramót. .
08.01.2008
Frábær aðsókn var á afmælisfagnað sem Knattspyrnufélag Akureyrar stóð fyrir í tilefni af 80. ára afmæli félagsins en talið er að á milli 500 - 600 manns hafi mætt. Kynnir var hinn ástsæli útvarps og KA - maður Gestur Einar Jónasson en nóg var um að vera í afmælisveislunni. Skrifað var undir samninga, afmæliskveðjur lesnar upp og margt fleira. Kjöri á íþróttamanni KA 2007 var lýst, en það var blakarinn Davíð Búi sem hlaut titilinn. Að lokum bauð Bónus KA - mönnum upp á glæsilega flugeldasýningu !Við þökkum öllum þeim sem komu og heimsóttu okkur á afmælisdaginn og færum þakkir til þeirra fjölmörgu sem sendu skeyti og blóm.Einnig viljum við koma á framfæri kæru þakklæti til foreldra og aðstandenda drengja og stúlkna í 4. flokki fyrir frábærar veitingar og umsjón með afmæliskaffinu. Áfram KA !
08.01.2008
Davíð, faðir Andra (Stefán) og Eyjólfur.Davíð Búi Halldórsson var kjörinn íþróttamaður KA í dag við hátíðlega athöfn sem haldin var í tilefni 80 ára afmælis KA. Davíð er fyrsti blakmaðurinn í sögu KA sem er kjörinn íþróttmaður ársins. Í öðru sæti var Andri Snær Stefánsson sem reyndar leikur með Akureyri Handboltafélagi, en Andri hefur unnið frábært starf innan KA við þjálfun yngriflokka og verið félaginu til sóma. Í þriðja sæti var kjörinn hinn efnilegi júdómaður Eyjólfur Guðjónsson sem hefur unnið frábæra sigra í júdó á s.l. ári.Heimasíðan óskar Davíði, Andra og Eyjólfi til hamingju !
03.01.2008
Í tilefni af 80 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar óskum við eftir gömlum myndum úr starfi félagsins síðastliðin 80 ár. Myndirnar verða skannaðar inn og settar á tölvutækt form. Ef þú liggur á einhverjum myndum sem hafa að geyma sögu félagsins hafðu þá samband við einhvern af eftirtöldum aðilum.Erlingur Kristjánsson - erlingur@krummi.isJón Óðinn - odi@alhf.is
03.01.2008
Þann 8. janúar verður Knattspyrnufélag Akureyrar 80 ára. Í tilefni afmælisins verður nóg um að vera. Boðið verður uppá glæsilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Á afmælisdaginn sjálfan 8. janúar, býður KA öllum í afmæliskaffi kl. 17:00 og jafnframt verður kjöri á íþróttamanni KA lýst eins og venja er á þessum degi. Dagskránni lýkur kl. 19:00 með glæsilegri flugeldasýningu. Föstudaginn 11. janúar verður stórhátíð í KA - heimilinu, en þá mætir DJ Páll Óskar á svæðið og heldur dúndur afmælispartý. Fyrst býður KA öllum sem vilja koma á fjölskylduskemmtun milli kl. 16:00 og 19:00 en síðar um kvöldið verður risa dansleikur fyrir 16 ára og eldri og þá kostar 1000 kr inn.Laugardaginn 12. janúar verður svo aðal afmælishátíðin, þriggja rétta kvöldverður með skemmtiatriðum. Veislustjóri verður snillingurinn Friðfinnur Hermannsson. Miðaverð er 5000 kr. og er miðasala hafin í KA - heimilinu.Við vonum að sem flestir KA - menn sjái sér fært að mæta á einhvern af þessum viðburðum. Til hamingju með afmælið KA - menn !
01.01.2008
Þrír einstaklingar frá Fimleikafélagi Akureyrar fengu viðurkenningarpening frá ÍBA.