17.01.2008
Snillingurinn Tryggvi Gunnarsson var skipaður framkvæmdastjóri almanntengsla afmælisnefndarinnar í síðustu viku. Tryggvi kann svo sannarlega að koma fyrir sér orðinu og hér er tengill á viðtal sem Valtýr Björn átti við hann í tengslum við afmælisvikuna. Hlustaðu hér.
17.01.2008
Marteinn Friðriksson sem var gerður heiðursfélagi KA s.l. laugardag var að vonum ánægður með viðurkenninguna sem hann fékk í hendur í vikunni. Sonur Marteins, Ragnar, sendi okkur þessa skemmtilegu mynd af honum og minntist einnig á það að sonardóttir Marteins er á leiðinni á sína aðra olempíuleika. Hann sagði að mikil íþróttaiðkun væri enn í þessari K.A. fjölskyldu.Þökkum fyrir bréfið, óskum Marteini til hamingju og sendum sonardóttur Ragnars bestu kveðjur.
15.01.2008
Að undanförnu hefur orðið vart við músagang í búningsklefum iðkenda FA í Glerárskóla.Með músagangi er að
vísu átt við mannlegar mýs því nesti iðkenda hefur verið að hverfa.
14.01.2008
Nú er lokið afmælisviku Knattspyrnufélags Akureyrar sem var hreint út sagt "geggjuð"! Útgáfa á blaði í tilefni afmælisins markaði upphaf afmælisvikunnar, en það var Óskar Þór Halldórsson sem ritstýrði blaðinu. Óskar á mikið hrós skilið, því blaðið er glæsilegt í alla staði. Á þriðjudaginum 8. janúar, sjálfan afmælisdaginn, var haldið glæsilegt hóf í KA – heimilinu. Var öllum KA - mönnum boðið upp á veglegar veitingar sem foreldrar og aðstandendur iðkenda í 4. flokki í handbolta undirbjuggu. Fjöldi fólks heimsótti KA - heimilið þennan dag. Í hófinu var m.a. kjöri á íþróttmanni KA lýst. Davíð Búi, blakmaðurinn mikli var kjörinn íþróttamaður KA. Veislan endaði svo með glæsilegri flugeldasýningu í boði Bónus. Föstudaginn 11. janúar var mikið um dýrðir. Páll Óskar kom og keyrði upp stemmingu í KA -heimilinu en KA er greinilega í uppáhaldi hjá honum. Öllum var boðið á fjölskylduskemmtun síðdegis og voru á bilinu 500 - 600 manns sem mættu í KA – heimilið. Um kvöldið var unglinga ball fyrir 16 ára og eldri og þar komu á bilinu 500 - 600 manns til að skemmta sér. Fóru báðar skemmtanirnar mjög vel fram. Á laugardagskvöldið var aðal hátíðin en þá var boðið til glæsilegrar skemmtunar í KA-Heimilinu. Þar komu saman margir KA – menn og sumir þeirra höfðu ekki komið í KA - heimilið í mörg ár. Friðfinnur Hermannson fór á kostum sem veislustjóri og Raggi Sót sem var ræðumaður kvöldsins kom öllum til að hlægja þegar hann rifjaði upp gamla tíma. Óskar Pétursson stórtenor kom og söng fyrir gesti á sinn einstaka hátt og fór með gamanmál. Óskar ætti kannski að snúa sér að uppistandi ? KA á sína eigin hljómsveit, KA – bandið, sem kom saman í annað skipti þetta kvöld og hljómuðu þeir vel, þeir eiga að gera þetta oftar ! Páll Óskar keyrði svo stemminguna upp í þriðja sinn undir lok kvöldsins. Margir KA menn voru heiðraðir og verður vikið betur að þeim sem hlutu viðurkenningar síðar. Afmælisnefndin á hrós skilið fyrir þessa viku, en hana skipa: Tryggvi Gunnarsson, Magnús Sigurólason, Eygló Birgisdóttir, Erlingur Kristjánsson, Jón Óðinn Óðinsson, Hallur Stefánsson og Gunnar Jónsson. Þetta fólk eru snillingar og hafa þau lagt á sig ómælda vinnu við undirbúning og framkvæmd afmælisins Í þessari viku sást best hversu margir eru tilbúnir til að vinna sjálboðastarf fyrir KA og andinn hefur sannarlega ekki dofnað í húsinu. Ég er stoltur KA - maður eftir þessa viku. Til hamingju allir KA – menn -SÞG
14.01.2008
Íþróttamaður Fimleikafélags Akureyrar 2007 er Haukur Svansson iðkandi FA í elsta strákahópnum K-1.Haukur hlýtur þessa
viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur sem hann hefur náð á mótum á árinu, meðal annars að ná því að
verða íslandsmeistari í 5.
14.01.2008
N.k.miðvikudag 16.janúar mun fara fram kjör Íþróttamanns Akureyrar fyrir árið 2007. Athöfnin fer fram
í Ketilhúsinu og hefst kl.20:00. Húsið verður opnað kl.19:40.
12.01.2008
Út janúar mánuð verður opið fyrir nýskráningu iðkenda hjá Fimleikafélagi Akureyrar.Hér til hægri á síðunni er hægt að smella á \"skráning iðkenda \" og fylla út skráningarform.
10.01.2008
KEA svf. og Knattspyrnufélag Akureyrar (KA) hafa gert með sér ítarlegan samstarfssamning, sem tekur til allra deilda KA. Samningurinn, sem gildir til 31. desember 2008, var undirritaður á 80 ára afmælisdegi KA 8. janúar sl. Á samningstímanum er KEA einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnufélags Akureyrar.Hér er um að ræða heildarsamning við KA, sem tekur þar til allra deilda félagsins – knattspyrnu-, handknattleiks-, blak- og júdódeildar – sem og aðalstjórnar. KEA hefur lengi stutt vel við einstakar deildir innan KA, en nú hefur sem sagt verið gerður heildarsamstarfssamningur við KA sem tekur til alls félagsins.Á 80 ára afmælisári eru um 900 virkir iðkendur í Knattspyrnufélagi Akureyri. Þar af lætur nærri að um 400 iðkendur séu í knattspyrnu, frá yngstu aldursflokkum og upp í meistaraflokk karla, um 230 iðkendur í handknattleik (meistaraflokkar karla og kvenna, ungmennaflokkur kvenna og 2. flokkur karla eru innan vébanda Handboltafélags Akureyrar), um 100 iðkendur í júdó og sem næst 170 iðkendur í blaki – í barna- og unglingaflokkum, meistaraflokkum og öldungaflokkum.Skráðir félagar í KA eru nú 2040 talsins.
09.01.2008
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu hefur gert samstarfssamninga við sjö fyrirtæki á Akureyri.. Skrifað var undir samningana í 80 ára afmælishófi KA á Akureyri 8. janúar sl. Þau fyrirtæki sem leggja yngriflokkastarfi KA lið næstu ár eru Íslensk verðbréf, sem verður aðalstyrktaraðili yngriflokkastarfsins, Höldur/Bílaleiga Akureyrar, Norðlenska, Brynja ehf., Þekking og Halldór Ólafsson, úrsmiður. Einnig leggur KEA yngriflokkastarfinu í knattspyrnu lið eins og annarri starfsemi innan KA, en samningur þess efnis var einnig undirritaður á 80 ára afmælishófi KA.
09.01.2008
Davíð Búi Halldórsson blakmaður hefur verið valinn íþróttamaður KA árið 2007. Valið var tilkynnt fyrir troðfullu
húsi í á 80 ára afmæli KA sem haldið var í gærkveldi.
Myndir frá athöfninni: http://blak.ka-sport.is/gallery/ithrottamadur_ka_2007_80_ara_afmaeli_la/