28.11.2007
1.og 2.des nk.verður aðventumót Ármanns haldið í Ármannsheimilinu í Laugardalnum í Rvk.upplýsingar um skipulag mótsins er að finna hér.Skipulag Hópar.
24.11.2007
Laugardaginn 24.nóvember var haldin fjölskyldudagur hjá yngstu hópum Fimleikafélags Akureyrar 4 og 5 ára.Eins og vanalega þá var margt um manninn og mátti vart greina á milli hvorir skemmtu sér betur foreldrar eða börnin.
18.11.2007
Þá eru loksins komnar myndir frá haustmótinu á vefinn, vegna flutninga þá tafðist þetta því miður um þennan tíma.Smellið á tengilinn hér Myndir til að komast á myndasíðuna.
16.11.2007
Um helgina mætast lið Þróttar R. og KA í blaki. Liðin hafa átt svipuðu gengi að fagna á þessu tímabili og eru bæði við toppinn. KA menn eru í öðru sætinu með 9 stig eftir 4 leiki en lið Þróttar kemur í humátt á eftir með 7 stig en eiga leik til góða. Gengi þessara liða var mjög ólíkt í fyrra en þá endaði KA í þriðja sæti í deild og tapaði naumlega fyrir HK í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þróttara liðið átti hins vegar í ströggli allt tímabilið og endaði að lokum í neðsta sæti án sigurs. KA menn unnu alla leiki liðana í fyrra en þeir enduðu 3-0, 3-2, 3-0, og 3-2.
15.11.2007
Stórt Júdómót verður haldið um helgina í KA-Heimilinu. Mótið er svokallað kyu-mót, en það þýðir að keppendur með svart belti geta ekki tekið þátt heldur aðeins þeir sem eru með lituð belti (að kyu-gráðu). Jón Óðinn formaður júdódeildar segir að um 80 þátttakendur séu væntanlegir, en þátttakendur koma frá Júdófélagi Reykjavíkur, Ármanni, ÍR, UMFG og að sjálfsögðu KA.Mótið hefst kl 10:30 á laugardaginn og eru allir velkomnir !
13.11.2007
Helgina 9.-11.nóv sl.var Haustmót FSÍ haldið í Bjarkarheimilinu í Hafnarfirði, um 300 keppendur tóku þátt á þessu glæsilega móti og var umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar.
11.11.2007
Það hefur verið mikið að gera í handboltanum um helgina, á laugardaginn voru leiknir fimm leikir, þar af voru tveir meistaraflokksleikir. Úrslitin úr leikjum gærdagsins er að finna hægra meigin á síðunni. Í dag verða svo leiknir þrír leikir og úrslitin úr þeim leikjum verða kunngjörð hér á síðunni seinna í dag.
06.11.2007
Sex lið fara fyrra Íslandsmót yngriflokka sem haldið verður á Neskaupstað um helgina. Alls fra 37 keppendur frá KA í 3. - 5. flokki sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár.
06.11.2007
Skipulag tækninefndar kvenna og karla á haustmóti á áhaldafimleikum.StelpurStrákar.
01.11.2007
Í dag skrifaði Dean Martin undir samning við Knattspyrnufélag Akureyrar til tveggja ára. Deanó mun taka við þjálfun liðsins og spila með því. Deanó er KA mönnum vel kunnur, en hann spilaði með liðinu frá árin 1995 - 2003. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin í dag, en þar takast Tómas Lárus formaður knattspyrnudeildar og Deanó í hendur eftir að hafa undirritað samningana.