05.09.2007
Á föstudag verður sannkallaður nágrannaslagur á Akureyrarvellinum í þriðja flokki karla en þá mætast KA og Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins.Þórsarar lentu í öðru sæti í A-deildinni en KA-menn unnu B-deildina. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fjölnir og Keflavík.Leikurinn fer fram eins og áður segir á Akureyrarvellinum á föstudag og mun Bjarni Hrannar Héðinsson, dómari leiksins, flauta til leiks kl. 17.30.Við hvetjum að sjálfsögðu alla KA-menn til að mæta á þennan erkifjendaslag en liðið sem sigrar fer í úrslitaleik Íslandsmótsins.
05.09.2007
Árlegt æfingamót á Akureyri fer fram á föstudaginn og laugardaginn. Það hefur verið nefnt Sjallamót um árabil en nýr samstarfsaðili er veitingastaðurinn Kaffi Akureyri og er mótið nefnt eftir honum að þessu sinni.Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.
05.09.2007
Nú er að hefjast nýtt tímabil í blakinu og eru menn farnir að draga skóna af hilluni.
03.09.2007
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fimmta flokki karla (A- og B-liða) eftir nauman sigur á strákunum í KA á Leiknisvelli í Reykjavík á sunnudag. Leikur B-liðanna fór 3-2 fyrir FH og Hafnfirðingar höfðu einnig betur í viðureign A-liðanna 2-0. Engu að síður stóðu okkar strákar sig með miklum sóma og enginn munur á var á liðunum, þrátt fyrir að sigurinn hafi lent FH-megin.Strákarnir í C-liði KA í 5. flokki spiluðu í úrslitakeppni C-liða í Reykjavík í gær og töpuðu báðum leikjum sínum - gegn Fjölni 1-4 og Breiðabliki 0-3.
02.09.2007
Nú eru komnar hér á síðuna upplýsingar um hópa Fimleikafélags Akureyrar 2007-2008 og einnig stundaskrá fyrir veturinn.Til að sjá í hvað hópi barnið er, skoðið heildarlista yfir iðkendur hér.
30.08.2007
Atvinna! Atvinna! Fimleikafélagi Akureyra vantar kröftugan og vel skipulagðan starfskraft á skrifstofu félagsins.Vinnutími er frá 17 – 19 alla virka daga.Starfið felst í eftirtöldu: Umsjón skrifstofu.
30.08.2007
KA menn skella sér í heimsókn til Sandgerðis í kvöld, en þar munu þeir etja kappi við Reyni. Við hvetjum alla KA menn fyrir sunnan að skella sér á völlinn og styðja okkar menn til sigurs ! Reynir S. - KASparisjóðsvöllurinn, 18:30Föstudag 31. ágúst
30.08.2007
Þriðji flokkur karla tryggði sér toppsætið í B-deildinni um helgina með sigri gegn Víkingum á útivelli en liðið endaði með 29 stig. Níu sigurleikir, þrjú töp og tvö jafntefli. Við óskum strákunum til hamingju með deildarmeistara titilinn og einnig góðs gengis í undanúrslitunum !
27.08.2007
Laugardaginn 8.september hefst starfið hjá fjögurra og fimm ára krökkum.Listar með nöfnum barnanna og á hvaða tíma þau koma til með að vera, verða settir hér á netið.
27.08.2007
Sumarið var gert upp hjá 4.flokki karla um helgina, en þeir hittust í KA-Heimilinu á laugardag, snæddu pizzur og skoðuðu myndir frá velheppnuðu sumri. En þeir m.a. fóru í keppnisferð til Danmerkur í júlí, en þar keppt á Tivoli Cup. Strákarnir stóðu sig einnig vel á Íslandsmótinu. Eftir veisluna í KA-heimilinu var haldið í bíó þar sem strákarnir skemmtu sér vel.Einnig hittust foreldrar strákana um kvöldið, grilluðu og skemmtu sér saman. Mjög skemmtilegt framtak þar á ferðini. Meðfyljandi mynd er af hópnum á laugardaginn.