28.10.2007
KA og Stjarnan áttust við í bikarkeppninni í dag og er skemmst frá því að segja að KA menn unnu leikinn 2-1 (26-24) (21-25) (16-14). Eftir því sem næst verður komist þá hefur Stjarnan ekki tapað leik í rúm tvö ár en liðið tapaði síðast fyrir HK í nóvember 2005. Stjarnan er þó ekki úr leik þar sem nýtt keppnisfyrirkomulag hefur verið tekið upp í Bikarkepppni BLÍ.
28.10.2007
Nú rétt í þessu voru þær fregnir að berast að gamli KA-maðurinn, Dean Edward Martin, hafi verið ráðinn spilandi þjálfari meistaraflokks KA. Dínó hefur gert tveggja ára samning við félagið en hann tekur við af Pétri Ólafssyni sem stýrði liðinu í nánast allt sumar eftir að Slobodan Milisic hafði verið sagt upp störfum eftir fjóra leiki. Hann er Englendingur sem kom til fyrst til KA sumarið 1995 og lék með liðinu í níu sumur en þess á milli lék hann erlendis og einnig með ÍA árið 1998. Flestir KA-menn ættu að kannast við kappann en hann lék á hægri kantinum hjá KA og var oftar en ekki einn af lykilmönnum liðsins. ,,Hann þjálfaði yngri flokka hér hjá KA í nokkur ár við góðan orðstír. Við misstum mjög góðan mann þegar hann fór upp á Skaga en við erum að fá hann heim aftur," sagði Tómas Lárus Vilbergsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag.Í sumar lék Dínó sem er 35 ára gamall einungis fimm leiki með ÍA í Landsbankadeildinni en hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða.v
26.10.2007
Um helgina ferðast bæði lið KA í blaki suður og keppa í bikarkeppni BLÍ sem kallast nú Brosbikarinn. Keppt verður í íþróttahúsinu í Austurbergi og er mótið í umsjón ÍS.
26.10.2007
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu stendur fyrir bingói og kaffihlaðborði til styrktar yngriflokkastarfinu sunnudaginn 28. október nk. í Brekkuskóla. Bingóið hefst stundvíslega kl. 14 og er gert ráð fyrir að með kaffihléi standi það til kl. 16.30. Kaffihlé verður gert ca. kl. 15.15.Í fyrra var efnt til samskonar uppákomu og tókst hún með miklum ágætum. Við ætlum að endurtaka leikinn nú og hvetjum alla iðkendur, foreldra og velunnara að fjölmenna í Brekkuskóla og skapa skemmtilega stemningu. Ogauðvitað um leið að styðja við yngriflokkastarfið í fótboltanum. Því styrkari fjárhagur, því betra starf!Bingóspjaldið kostar 300 krónur - fjögur spjöld á 1000 kr.Kaffihlaðborðið kostar 600 kr. fyrir fullorðna og 400 fyrir 7-16 ára. Ókeypis fyrir 6 ára og yngri.
23.10.2007
Smellið á slóðina, þetta er þrusu góð síða fyrir alla þá sem hafa brennandi áhuga á fimleikum. http://www.gym-nerd.com/.
23.10.2007
Síðastliðinn mánudag fór KA í 2. deild kvenna austur á Húsavík og keppti við öldungualiðið Völsunga.
22.10.2007
KA og Stjarnan mættust um helgina í uppgjöri toppliðana en bæði lið voru jöfn að stigum fyrir helgina með 6 stig. Það er skemmst frá því að segja að Íslands- deildar og bikarmeistararnir í Stjörnunni unnu bæði leikina þann fyrri á Föstudaginn nokkuð öruggt 3-1 og einnig seinni leikinn á Laugardaginn í háspennuleik 3-2.
21.10.2007
Á formannafundi FSÍ á Akureyri laugardaginn 20.okt var ný heimasíða FSÍ formlega opnuð af formanni og framkvæmdastjóra FSÍ.FSÍ heimasíðna á að hýsa allar helstu upplýsingar um fimleika á íslandi og upplýsingar um mót og úrslit.
21.10.2007
Laugardaginn 20.okt.Var haldin í fyrsta sinn svo vitað sé formannafundur hjá FSÍ (Fimleikasambandi Íslands) á Akureyri.Til fundarins mætti stjórn FSÍ ásamt framkvæmdastjóra, einnig voru á fundinum formen aðildarfélaga FSÍ sem telja núna 15 félög á landsvísu.
19.10.2007
KA- Starnan (25-22) (17-25) (17-25) (14-25). Myndir frá leiknum má finna undir Myndir og KA - Stjarnan október 2007Liðin eigast aftur við á morgun laugardag kl 16:00 í KA heimilinu. Meira síðar.