09.09.2007
Strákarnir í 3.flokki KA gerðu sér lítið fyrir í dag og sigruðu úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn. Fjölnismenn komust yfir í fyrrihálfleik og í hálfleik var staðan 1 – 0 fyrir Fjölnismönnum. Í seinnihálfleik jafnaði Jóhann Axel Ingólfsson með skallamarki. Þegar venjulegur leiktími var á enda kominn var staðan jöfn, 1 – 1 og þurfti því leikurinn að fara í frammleingingu. Var framleingt í tvisvarsinnum 10 mínótur. Þegar fyrrihluti framleingingarinnar var staðan óbreytt en á annari mínótu seinnihelmingsins skoraði Hjörtur Þórisson sigurmarkið fyrir KA menn. Heimasíðan óskar strákonum innilega til hamingju með titilinn ! Móttaka verður í kvöld í KA-Heimilinu og eru allir KA-menn hvattir til þess að koma og taka á móti strákunum. Móttakan verður kl 20:00 !
08.09.2007
KA-strákar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þórsara í undanúrslitum 3. flokks karla í knattspyrnu karla á Akureyrarvelli í kvöld með sex mörkum gegn fimm eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Þetta þýðir að KA er komið í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í þriðja flokki gegn Fjölni og fer leikurinn fram á Blönduósi nk. sunnudag, 9. september, og hefst kl. 14.00. Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu og foreldraráð 3. flokks KA standa sameiginlega fyrir ókeypis sætaferð á leikinn fyrir dygga stuðningsmenn strákanna og er þess vænst að sem flestir nýti sér þetta góða boð og skelli sér vestur til þess að styðja strákana til sigurs í leiknum gegn Fjölni. Brottför verður frá KA-heimilinu með rútu frá SBA-Norðurleið kl. 12 á sunnudag. Mæting við KA-heimilið eigi síðar en kl. 11.45. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina á morgun, laugardaginn 8. september, og eru þeir sem vilja nýta sér þetta góða boð beðnir að senda staðfestingu á annaðhvort oskar@athygli.is eða stefol@mi.is í síðasta lagi kl. 20 annað kvöld, laugardaginn 8. september.
07.09.2007
Æfingatafla fyrir yngriflokka KA í handbolta er nú aðgengileg á vefnum. Smelltu hér til að nálgast hana.
07.09.2007
Æfingtafla fyrir Júdóæafingar í vetur er komin á vefinn. Smelltu hér til að nálgast hana.
07.09.2007
Blakdeild KA opnaði formlega nýja vefsíðu í gær. Vefurinn er hinn glæsilegasti og er keyrður í Moya vefkerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu sem er öflugt hugbúnaðarhús á Akureyri. Vefurinn er einnig mjög öflugur og býður upp á margs konar þjónustu. Þar má nefna skoðanakannanir, myndaalbúm, tilkynningakerfi, viðburðadagatal, póstlista o.fl. Aðalvefur KA og vefur ÍBA www.iba.is munu lesa fréttir af síðu Blakdeildar KA í framtíðinni. Stjórn Blakdeildar KA væntir mikils af nýja veftólinu sem allsherjar samskiptamiðli við leikmenn, foreldra og áhugamenn um blak, segir í tilkynningu. Hafsteinn Valdimarsson, leikmaður meistaraflokks karla, verður umsjónarmaður vefsins fyrst um sinn ásamt stjórnarmönnum KA.Þú kemst á nýju heimasíðuna með því að smella hér.
07.09.2007
Í gær tóku KA menn á móti Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hafði unnið fyrri viðureign liðan og næu var komið að hefndum, sem tókust ekki og enduðu leikar 1 - 1. KA menn byrjuðu leikinn ílla og léku alls ekki vel í fyrrihálfleik, í seinniha´lf leik snéru þeir hinsvegar við blaðinu og léku ágætlega. KA menn sitja nú 11 og jafnfram næðst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig.
07.09.2007
Filip Szewczyk (29 ára), sem var hjá liðinu á síðasta tímabili, snýr aftur auk þess sem nýr leikmaður bætist í hópinn. Sá heitir Piotr Slawomir Kempisty (28 ára).
07.09.2007
Blakdeild KA barst leikjaplan Íslandsmóts karla fyrir helgina en samkvæmt því hefst leiktíðin á leikjum ÍS og KA. Leikið verður í Reykjavík dagana 13. og 14. október.
07.09.2007
Stjórn Blakdeildar KA hefur ákveðið að senda m.fl. lið kvenna í 2 deildina í vetur og draga sig út úr 1. deildinni í bili. Þetta er gert í ljósi þess að KA missir meðal annarra 3 máttarstólpa úr liðinu þær Jóhönnu Gunnars, Nataliu Gomzinu og Kolbrúnu Jónsdóttur og fær enga reynslumikla leikmenn í staðinn.
05.09.2007
Fimmtudaginn 13.sept milli 17:00 og 19:00 og Laugardaginn 15.sept milli 9 og 12:30 verður sala á ýmsum félagsvarning í anddyri Íþróttahús Glerárskóla, þá bjóðum við einnig þeim er vilja, að koma og nýta sér tómstundaávísanir Akureyrarbæjar upp í æfingargjöldin í vetur.