Fréttir

3.flokkur karla ÍSLANDSMEISTARAR !!!!

Strákarnir í 3.flokki KA gerðu sér lítið fyrir í dag og sigruðu úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn. Fjölnismenn komust yfir í fyrrihálfleik og í hálfleik var staðan 1 – 0 fyrir Fjölnismönnum. Í seinnihálfleik jafnaði Jóhann Axel Ingólfsson með skallamarki. Þegar venjulegur leiktími var á enda kominn var staðan jöfn, 1 – 1 og þurfti því leikurinn að fara í frammleingingu. Var framleingt í tvisvarsinnum 10 mínótur. Þegar fyrrihluti framleingingarinnar var staðan óbreytt en á annari mínótu seinnihelmingsins skoraði Hjörtur Þórisson sigurmarkið fyrir KA menn. Heimasíðan óskar strákonum innilega til hamingju með titilinn ! Móttaka verður í kvöld í KA-Heimilinu og eru allir KA-menn hvattir til þess að koma og taka á móti strákunum. Móttakan verður kl 20:00 !

KA-strákar spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í þriðja flokki - ókeypis sætaferðir á úrslitaleikinn á Blönduósi á sunnudag!!!

KA-strákar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þórsara í undanúrslitum 3. flokks karla í knattspyrnu karla á Akureyrarvelli í kvöld með sex mörkum gegn fimm eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Þetta þýðir að KA er komið í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í þriðja flokki gegn Fjölni og fer leikurinn fram á Blönduósi nk. sunnudag, 9. september, og hefst kl. 14.00. Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu og foreldraráð 3. flokks KA standa sameiginlega fyrir ókeypis sætaferð á leikinn fyrir dygga stuðningsmenn strákanna og er þess vænst að sem flestir nýti sér þetta góða boð og skelli sér vestur til þess að styðja strákana til sigurs í leiknum gegn Fjölni. Brottför verður frá KA-heimilinu með rútu frá SBA-Norðurleið kl. 12 á sunnudag. Mæting við KA-heimilið eigi síðar en kl. 11.45. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina á morgun, laugardaginn 8. september, og eru þeir sem vilja nýta sér þetta góða boð beðnir að senda staðfestingu á annaðhvort oskar@athygli.is eða stefol@mi.is í síðasta lagi kl. 20 annað kvöld, laugardaginn 8. september.

Æfingatafla fyrir yngriflokka KA í handbolta komin á vefinn

Æfingatafla fyrir yngriflokka KA í handbolta er nú aðgengileg á vefnum. Smelltu hér til að nálgast hana.

Æfingatafla fyrir Júdó í vetur komin á vefinn

Æfingtafla fyrir Júdóæafingar í vetur er komin á vefinn. Smelltu hér til að nálgast hana.

Ný heimasíða blakdeildar KA opnaði á dögunum

Blakdeild KA opnaði formlega nýja vefsíðu í gær. Vefurinn er hinn glæsilegasti og er keyrður í Moya vefkerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu sem er öflugt hugbúnaðarhús á Akureyri. Vefurinn er einnig mjög öflugur og býður upp á margs konar þjónustu. Þar má nefna skoðanakannanir, myndaalbúm, tilkynningakerfi, viðburðadagatal, póstlista o.fl. Aðalvefur KA og vefur ÍBA www.iba.is munu lesa fréttir af síðu Blakdeildar KA í framtíðinni. Stjórn Blakdeildar KA væntir mikils af nýja veftólinu sem allsherjar samskiptamiðli við leikmenn, foreldra og áhugamenn um blak, segir í tilkynningu. Hafsteinn Valdimarsson, leikmaður meistaraflokks karla, verður umsjónarmaður vefsins fyrst um sinn ásamt stjórnarmönnum KA.Þú kemst á nýju heimasíðuna með því að smella hér.

Jafntefli í leik KA og Fjarðabyggðar í gær.

Í gær tóku KA menn á móti Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hafði unnið fyrri viðureign liðan og næu var komið að hefndum, sem tókust ekki og enduðu leikar 1 - 1. KA menn byrjuðu leikinn ílla og léku alls ekki vel í fyrrihálfleik, í seinniha´lf leik snéru þeir hinsvegar við blaðinu og léku ágætlega. KA menn sitja nú 11 og jafnfram næðst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig.

Pólverjar á leið til KA

Filip Szewczyk (29 ára), sem var hjá liðinu á síðasta tímabili, snýr aftur auk þess sem nýr leikmaður bætist í hópinn.  Sá heitir Piotr Slawomir Kempisty (28 ára). 

Fyrstu leikir KA gegn ÍS

Blakdeild KA barst leikjaplan Íslandsmóts karla fyrir helgina en samkvæmt því hefst leiktíðin á leikjum ÍS og KA.  Leikið verður í Reykjavík dagana 13. og 14. október.

Kvennalið KA spilar í 2. deild í vetur

Stjórn Blakdeildar KA hefur ákveðið að senda m.fl. lið kvenna í 2 deildina í vetur og draga sig út úr 1. deildinni í bili.  Þetta er gert í ljósi þess að KA missir meðal annarra 3 máttarstólpa úr liðinu þær Jóhönnu Gunnars, Nataliu Gomzinu og Kolbrúnu Jónsdóttur og fær enga reynslumikla leikmenn í staðinn.  

Fimtudaginn 13. sept og laugardaginn 15. sept.

Fimmtudaginn 13.sept milli 17:00 og 19:00 og Laugardaginn 15.sept milli 9 og 12:30 verður sala á ýmsum félagsvarning í anddyri Íþróttahús Glerárskóla, þá bjóðum við einnig þeim er vilja, að koma og nýta sér tómstundaávísanir Akureyrarbæjar upp í æfingargjöldin í vetur.