Fréttir

Meiðsli í herbúðum KA

Eitthvað er um meiðsli í herbúðum KA en...

2. flokkur KA í knattspyrnu í A-deild

2. flokkur KA í knattspyrnu tryggði sér í dag sæti í A-deild á næsta keppnistímabili. Þetta varð ljóst að loknum leik Fjölnis og Grindavíkur sem lauk með jafntefli. Með sigri hefði Fjölnir skotist upp fyrir KA og lent í öðru sæti B-deildarinnar og þar með tryggt sér sæti í A-deild, en það tókst Fjölni sem sagt ekki og annað sætið er KA-manna og þar með spilar KA í A-deild í 2. flokki á næsta keppnistímabili. Þór varð í efsta sæti í B-deildinni í 2. flokki með 26 stig og KA lenti í öðru sæti með 25 stig - tvö efstu liðin færast upp í A-deildina og koma þar í stað ÍA og Þróttar R. Hin sex liðin í A-deildinni á komandi leiktíð verða Fylkir, Stjarnan, Breiðablik/Augnablik, KR, Fram og FH.Óhætt er að segja að 2. flokkurinn hafi staðið sig frábærlega í sumar, því auk þess að tryggja sér sæti í A-deildinni spilaði hann til úrslita um VISA-bikarinn við nágranna okkar í Þór, en tapaði naumlega. Ástæða er til að óska strákunum og þjálfara þeirra, Örlygi Þór Helgasyni, til hamingju með góðan árangur í sumar

Þór vann

KA og Þór öttu kappi í gær á Akureyrarvelli. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan jöfn 0 - 0 og var leikurinn framleingdur og skorðuðu Þórsarar sigurmarkið í framlengingunni.Þórsarar eru því Vísabikar meistarar í 2.fl. Við viljum óska Þór til hamingju með titilinn og auk þess viljum við óska KA strákunum til hamingju með frábærar árangur í sumar ! Áfram KA ! 

Nýr starfsmaður á skrifstofu félagsins

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn á skrifstofuna hjá félaginu.Hann heitir Helga D.Möller Magnúsdóttir og er 29 ára gömul. Helga er á öðru ári á viðskiptabraut í Háskólanum á Akureyri.

Fjölmennum á Akureyrarvöll annað kvöld !

Næstkomandi þriðjudag, 18. september, kl. 17 fer fram stærsti leikur sumarsins á Akureyrarvelli þegar heimaliðin KA og Þór leiða saman hesta sína í úrslitaleik um VISA-bikarinn í 2. flokki karla. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þetta er sannkallaður stórleikur og ekki á hverjum degi sem spilað er til úrslita um VISA-bikar á Akureyrarvelli.Ókeypis er á völlinn og verður boðið upp á grillmat fyrir vallargesti.Skorað er á alla KA-menn, jafnt unga sem aldna, að fjölmenna nú á völlinn og styðja vel við bakið á strákunum. Við höfum nú þegar landað einum Íslandsmeistaratitli og nú viljum við einnig fá VISA-bikar í KA-heimilið! Áfram KA!!!

Byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir í 3 fl.

Við blakdeildinni viljum bjóða byrjendur í 3 flokki sérstaklega velkomna á æfingar.  Í þriðja flokki eru  krakkar sem eru í 9-10 bekk í grunnskóla og allt upp í 1. bekk í framhaldskóla en flokkurinn er nú 3 ár í stað tveggja áður.

Frábær mæting á æfingar yngriflokka

Æfingar yngriflokka fara mjög vel af stað og mættu t.d. 20 strákar á æfingu í 4.-5. flokki. Einnig mættu 17 stelpur á fyrstu æfingu í 6.-7. flokki. Blakdeild KA býður upp met fjölda flokka í vetur en alls eru yngriflokkarnir 7 sem boðið er uppá - sjá nánar undir "Æfingatafla" í valmyndinni. Það er því óhætt að segja að starf deildarinnar fari vel af stað í vetur.

Æfingar yngriflokka fara vel af stað

Góð mæting var á fyrstu æfingar yngri flokka í gær og mættu t.d. 17 stúlkur í 6 og 7 flokki á æfingu í Laugagötu. Æfingar í flestum flokkum hefjast í dag kl 18:00 í KA heimilinu.  

Biðjumst velvirðingar á því að enginn sé á skrifstofu félagsins.

Við í stjórn FA biðjumst velvirðingar á því að enginn sé til að svara síma félagsins þessa dagana og að enginn sé við á skrifstofu félagsins.Eins og svo víða í þjóðfélaginu þessa dagana þá er afar erfitt að fá fólk til starfa.

Æfingar yngriflokka hefjast í dag 10. september

Þá eru æfingar að hefjast í dag.  Boðið verður upp á fyrsta mánuðinn frían fyrir nýja iðkendur.Einnig fá allir nýjir iðkendur nýja bolta um leið og fyrstu æfingagjöld eru greidd.Æfingatöfluna má finna undir tenglinum "Æfingatafla" hér vinstra megin í veftrénu.